Leita í fréttum mbl.is

Vísindastefna fjarri raunveruleika?

Á Vísindaþingi í síðasta mánuði var kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2017-2019, en síðasta stefna rann sitt skeið í lok síðasta árs.
Í stefnunni er farið hástemmdum orðum um mikilvægi vísinda og menntunar fyrir nútímasamfélag. Þó virðist hún ekki vera í tengslum við þann raunveruleika sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi og endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu.

Þannig hefst grein í Fréttablaði gærdagsins Vísindastefna fjarri raunveruleika rituð af stjórn vísindafélags Íslendinga.

Þar segir enn fremur...

Til dæmis er talað um að á Íslandi sé öflugt rannsóknaumhverfi á mörgum sviðum, en ekki er horfst í augu við þær staðreyndir að rannsókna- og nýsköpunarumhverfið hér sé mjög brotakennt og öll umgjörð um það veikburða. Þetta er m.a. niðurstaða jafningjamats af hendi Evrópusambandsins sem gert var í tengslum við síðustu stefnu ráðsins en nú virðist vera búið að stinga þeirri úttekt undir stól.
Það vekur líka athygli að stærstu fjármögnunarmarkmið stefnunnar eru endurunnin úr síðustu stefnu, en færð aftur um hálfan áratug. Þessi markmið, annars vegar að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái 3% af vergri landsframleiðslu og hins vegar að fjármögnun háskólastigsins nái fyrst meðaltali OECD-landanna og síðan Norðurlandanna, eru vissulega nauðsynleg en að sama skapi mjög afhjúpandi. Stefnum Vísinda- og tækniráðs hefur nefnilega aldrei verið framfylgt, en nýjar stefnur voru settar fram árin 2003, 2006, 2010 og 2013 og svo núna. Því hefur þurft að setja sömu markmiðin aftur og aftur á meðan stefnurnar hafa dagað uppi sem dauð skjöl í skúffum ráðuneyta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hverjar gætu verið  3 brýnustu SPURNINGARNAR sem að Háskóla Íslands vantar svör við tengt lífsgátunni?

Það er mikilvægt að það séu alltaf einhverjar spurnigar á lofti í öllum fyrirsögnum hjá fræðasamfélaginu.

Jón Þórhallsson, 12.10.2017 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband