Leita í fréttum mbl.is

Kjóstu menntun

Í kosningunum 28. október næst komandi er tækifæri til að setja menntun á stall.

Afglöp stjórnmálamanna, mótsagnir í störfum þeirra og orðum, tap á trausti á alþingi og stofnunum samfélagsins kalla öll á aðra sýn á stjórnmálin og forgangsröðun samfélagsins.

Menntun hefur um áratuga skeið verið afgangstærð í íslensku samfélagi. Eitthvað sem rætt er um á tyllidögum, en vanrækt þess á milli. Á Íslandi hefur menntun verið um áratuga skeið ekki verið álitin máttur, heldur froða. Skóli lífsins er álitinn merkilegri en skóli fræðanna.

Nemendur í háskólum hafa sent ákall til frambjóðenda og þjóðar, um að menntamál verði sett á oddinn. Framtíð nemann og landsins hangir á spýtunni.

Forkólfar nemendafélaga hafa ritað nokkrar góðar greinar um málið, undir merkin u #kjóstumenntun. Fyrstu greinina skrifaði Ragna Sigurðardóttir - Kjóstu menntun 28. október

Hún segir:

Íslenskt háskólakerfi fær ekki þá athygli og fjármögnun sem til þarf og stjórnvöld verða að stíga alvöru skref til þess að kerfið þjóni bæði nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur aðgengi að menntun og menntunarstig þjóða bein áhrif ekki aðeins á efnahag, heldur líka á gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagið.1,2

Það er því kominn tími til að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti. Til þess þarf metnað stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum við í Stúdentaráði að mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur því stjórnmálaflokka á Íslandi til að beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október.

Benedikt Traustason fjallaði einnig verðmætin fólgin í náttúrunni.

Hann sagði:

Undanfarin 10 ár hefur nær stöðugt verið skorið niður til líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Innan þeirrar deildar eru m.a. ferðamálafræði, en ferðaþjónusta er ein meginstoð íslensks atvinnulífs, og líffræði, sem gegnir lykilhlutverki við að skilja þær breytingar á náttúrunni sem við stöndum frammi fyrir. Innan þeirrar deildar eru þeir sérfræðingar sem treysta verður á til að draga úr óæskilegum áhrifum loftslagsbreytinga. Á seinustu 10 árum hefur námsframboð innan líffræðinnar verið rýrt, skyldufögum í grunnnámi verið fjölgað, valnámskeiðum fækkað um ríflega helming, verklegum kennslustundum fækkað um fjórðung og vettvangsferðir skornar burt eða skildar eftir í skötulíki.

Nám þeirra sem við ætlumst til að rannsaki áhrif loftslagsbreytinga og hvað kann að vera til ráða er þess vegna einsleitara, sérhæfing nemenda er minni og af þeim sökum er geta okkar til að takast á við loftslagsvandann takmarkaðri. Það er því grátbroslegtað hugsa til þess að stærstu atvinnuvegir Íslendinga eru og hafa verið byggðir á náttúrunni. Er þá sama hvort litið er til landbúnaðar, fisksins í sjónum eða lunda og hvala sem laða sífellt fleiri ferðamenn til landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband