Leita í fréttum mbl.is

Eitt stöðugasta efni í lífverum...

...er DNA, einnig kallað kjarnsýrur eða erfðaefni. En öll efni brotna niður og þess vegna hefur það gengið erfiðlega að einangra erfðaefni úr beinum útdauðra tegunda eins og Neanderthals manna eða mammúta. Það kemur því á óvart að erfðaefni í heilum kjarna sé nægilega heillegt til að stýra þroskun.

Sayaka Wakayama og félagar einangruðu frumukjarna úr músum sem hafði legið 16 ár í frosti og skutu inn í egg sem kjarninn hafði verið fjarlægður úr. Þroskunin gekk misjafnlega langt eftir því hvaða vef kjarnarnir komu úr (kjarnar úr heila og blóði virkuðu mun betur en kjarnar úr hjartavef, þarmaþekju eða lifur) sem er vísbending um að kjarnar séu misgóður eftir frumugerðum. Einnig fæddust bara lifandi mýs þegar kjarninn kom úr frosinni karlmús (8 en engar úr kvenmúsum).

Frumheimild er "Production of healthy cloned mice from bodies frozen at -20°C for 16 years" birt í PNAS. Fréttir the Guardian og BBC um efnið eru ágætar, en reyndar í töluverðum æsifrétta stíl. Hefð hefur skapast fyrir því að veita mbl.is aðhald hvað varðar líffræðilegar vísindafréttir. Pistill mbl.is er í sjálfu sér ágætur, en samt einungis gróf endursögn á frétt BBC samanber fyrstu setningar beggja frétta:

Japönskum vísindamönnum hefur tekist að klóna mús með erfðaefni úr músum sem hafa legið frosnar í sextán ár.

Japanese scientists have managed to create clones from the bodies of mice which have been frozen for 16 years.

Ritgerðir 101: Ekki þýða orð fyrir orð, endursegja efnið með eigin orðum!

Og skiptum upp í fimmta tuðgírinn. Í nafni framliðinna eða heilagra, hvað þýðir "frosnum erfðaefnum"? Venjan er að ræða um erfðaefni í eintölu, samanber erfðaefni frumunnar.

Ef við leyfum okkur að persónugera lífefnin, getum við glaðst yfir því að kjarnsýrurnar sjálfar eru sallarólegar yfir mannana glöpum og kenjum.


mbl.is Klónuðu mús úr frosnum erfðaefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmir Arnarson

Vel að orðum komið.  Pistillinn þinn hefði alveg mátt fylgja fréttinni.

Hilmir Arnarson, 5.11.2008 kl. 03:37

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir það Hilmir. Kíktu líka á færslu Odds Vilhelmssonar ef þú hefur tök á.

Arnar Pálsson, 5.11.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband