Leita í fréttum mbl.is

Stökkbreyting í hemóglóbíni

Ég leitaði upp þessa sögu á Aftenposten og Fiskaren. Samkvæmt þeim eru þetta orð Oivind Andersen, en ég sé engin merki um frumheimildir sem þessar staðhæfingar eru byggðar á. Það er engin ný grein í web of science, það er ekki fyrr á heimasíðu Nofima Marin (http://www.fiskeriforskning.no/) að maður finnur einhverjar haldbærar upplýsingar (tengill á fréttina á norsku er hér). Stundum hvíslast fréttir í gegnum nokkra miðla áður en þær birtast á skjá eða blaði, og alviturt spaghetti skrímslið eitt veit hversu réttar þær eru í lokaflutningi.

Í þessu tilfelli kemur í ljós að hópurinn hefur verið að fylgja eftir breytileika í hemóglóbínum. Aðalmálið er að virkni hemóglóbína, eins og svo margra prótína í frumum, er háð hitastigi. Og ef hitastig sjávar hækkar mjög hratt, á getur það haft afleiðingar fyrir blessaða fiskana og þjóðir sem treysta á þá sem lífsviðurværi. 

Annars er ég ekki mjög sleipur í norskunni og get því ekki fylgt röksemdafærslum Anderssens eða Aftenpostens eftir af nauðsynlegri gaumgæfni. Ég sakna samt frumheimildarinnar...vonandi er hún ekki skýrsla á norsku!

 


mbl.is Gátan um þorskinn leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, ég þoli ekki þegar þessar fréttir geta ekki heimilda. Og vonandi er þetta ekki skýrsla á norsku. Það væri nú alveg dæmigert.

Halla (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Reyndar fann félagi minn greinina. Það sem er forvitnilegt er að stökkbreytingarnar í þorska hemóglóbíninu eru þær sömu og urðu í fuglum sem geta tekið upp súrefni við lágan þrýsting (t.d. í háflugi). Þetta er dæmi um samhliða þróun (convergent evolution).

Haemoglobin polymorphisms affect the oxygen-binding properties in Atlantic cod populations. Andersen O, Wetten OF, De Rosa MC, Andre C, Carelli Alinovi C, Colafranceschi M, Brix O, Colosimo A. Proc Biol Sci. 2008 Nov 25.

http://journals.royalsociety.org/content/d7l1051x42318143/

Arnar Pálsson, 8.1.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband