Leita í fréttum mbl.is

Hreinlæti er af hinu góða

Sem hljómar vissulega ekki jafn spennandi og "óhreinindi eru holl". En það má færa fyrir því rök að hreinlæti sé mikilvægara en óhreinindi. Spurningin sem Weinstock og félagar velta upp, er hvort of mikið hreinlæti geti verið slæmt?

Ónæmiskerfi svara áreiti, aðallega vegna atlögu sýkla og einnig vegna náttúrulegrar bakteríu og sveppa flóru líkamans. Ónæmiskerfið bregst einnig við álagi (stressi), sem getur örvað ónæmissvarið.

Hvað er of mikið hreinlæti? Það að dauðhreinsa allan mat áður en hans er neytt er náttúrulega bilun, en á sama hátt vill maður meðhöndla svína og fuglakjöti af nærgætni til að koma í veg fyrir salmónellu eða campylobaktersmit. Hversu mikil mold má vera á gulrótinni sem maður nappaði úr beðinu hennar ömmu?

Trichinella_larvaeDEins Jane Brody útlistar í NY Times þá hafa vísindamenn gengið þrepi lengra og velta fyrir sér notagildi orma til að lækna sjálfsónæmissjúkdóma. Mænusigg (MS: multiple schlerosis) kemur til vegna þess að ónæmiskerfið ræðst gegn prótínum sem umlykja taugasíma og skaða þannig starfsemi taugakerfisins. MS sjúklingar sem eru sýktir af ákveðnum ormi ("human whipworm") eru með mildari einkenni en aðrir MS sjúklingar, sem bendir til þess að slík sýking dragi úr sjálfsónæmisviðbragðinu. Er stýrð sýking með ormum eða öðrum sýklum vænleg leið til að slá á einkenni MS og annara sjálfsónæmissjúkdóma? 

Á myndinn má sjá Trichuris trichiura, "human whipworm", hér í sýktum vöðva. Mynd af síðunni http://www.dpd.cdc.gov.

Það er ekki tímabært að endurskoða fæðupýramídann og tæplega að borða njálg í heilsubótarskyni, en við getum kannski aðeins slakað á í hreinlætisæðinu. Að borða gulrót með smá mold utan á er kannski ekki sú aðför að lýðveldinu sem maður óttast.

Sjá ítarlegri og betri grein eftir JANE E. BRODY um þetta efni á vefsíðu New York Times, "Babies Know: A Little Dirt Is Good for You".

Hér að neðan fylgir reglubundið aðhald við skrif mbl.is. Í grein mbl.is er undurfurðuleg setning:

„Börn, sem alin eru upp í ofurhreinu umhverfi, komast ekki í næga snertingu við örverur, sem eru þó forsendan fyrir því, að ónæmiskerfið virki vel,“ segir Weinstock og Mary Ruebush, sérfræðingur í örveru- og ónæmisfræðum, hefur skrifað bókina „Hvers vegna eru óhreinindi góð?“(feitletrun okkar)

Í hvern er vitnað hér, Weinstock eða ReuBush? Í ljós kemur að um er að ræða Joel Weinstock, sem var reyndar að tala um lífverur (organisms) en ekki bara örverur (microbes).

“Children raised in an ultraclean environment,”... “are not being exposed to organisms that help them develop appropriate immune regulatory circuits.”

Að auki leggur Joel áherslu á þroskun ónæmiskerfisins (e. "develop") sem er þýtt sem virkni af mbl.is, sem er svona eins og að ruglast á merkingu orðanna "framleiðsla" og "neysla".
mbl.is Óhreinindin eru holl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Ach, af misjöfnu þrífast börnin bezt, var sagt í gamla daga. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.1.2009 kl. 02:30

2 identicon

Já, það eru því miður mýmörg dæmin þar sem maður sér óvandaðan fréttaflutning. Bæði meðferð tölfræðiupplýsinga og vísindagreinar eru mistúlkaðar.  Ég vil sjá vandaðan fréttaflutning.   

Soffía (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband