Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hver þekkir líkama sinn?

Öll höfum við þessa notalegu og notadrjúgu líkama, til að flytja meira eða minna meðvitaðan einstakling af tegund vorri (Homo sapiens) á milli staða. En skrokkurinn er samt merkilega framandlegur mörgum, og margt um hann sem maður hvorki skilur né kann að meta.

Fyrr í dag rakst ég á lista af 10 sérkennilegum staðreyndum um líkama okkar og líffræði. Þar voru leiddar líkur að því, t.d. að stækkun heilabús mannskepnunar hafi haft leiðinda afleiðingar fyrir tennur okkar. Þá sérstaklega vísdómstennurnar, sem álitnar eru leifar frá forfeðrum okkar sem passi ekki svo gjörla inn í litlu og nettu kjálka nútímamannsins, samanber þjáningar og þrautir sem of mörg okkar hafa upplifað.

Einnig var forvitnileg sú hugmynd að líkamsstaða hafi áhrif á minningar. Ef maður hefur einhverntíman lent í því að vera hengdur upp á fótunum og kitlaður til óbóta, þá er líklegt að maður muni það.

Þetta á sérstaklega við næst þegar maður hangir á fótunum.

 

 



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband