Leita í fréttum mbl.is

Erindi um litfrumur og sortuæxli

Næstkomandi laugardag verður fyrirlestur um stjórnun á þroskun litfruma á vegum vísindafélags Íslendinga.

Erindið heitir Frá litfrumum til sortuæxla: Bygging og hlutverk stjórnpróteinsins MITF og flytjandi er Eiríkur Steingrímsson prófessor við Lífefna- og sameindalíffræðistofu, Læknadeild Háskóla Íslands.

Úr fréttatilkynningu:

 

Litfrumur (melanocytes) mynda litinn í húð og hári spendýra. Þær eiga sér áhugaverðan uppruna í þroskun og eru þær frumur sem geta myndað sortuæxli (melanoma). MITF er stjórnprótein sem er nauðsynlegt fyrir flest ef ekki öll skref í myndun og starfsemi litfruma og er einnig nauðsynlegt til að viðhalda sortuæxlum þegar þau hafa myndast. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýjar rannsóknir á byggingu MITF próteinsins og hvernig starfsemi þess er stjórnað í litfrumum og sortuæxlum.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Léttar veitingar í boði Vísindafélagsins í lok fundar.

Fyrirlesturinn verður í Þjóðmenningarhúsinu 9. Janúar 2010, kl. 14:00.

Nánar um vísindafélag Íslendinga - SOCIETAS SCIENTIARUM ISLANDICA

www.visindafelag.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband