Leita í fréttum mbl.is

Plastfjallið

Plast var fundið upp rétt fyrir miðbik síðustu aldar, og eftir seinna stríð komst framleiðsla á því á verulegt skrið.

Plast brotnar ekki svo gjörla niður, lang stærsti hluti þess plasts sem framleitt var fyrir 50 árum er ennþá til. Vitanlega brotna plasthlutir, en brotin leysast ekki upp í frumefni sín eins og pappír eða viður.

Richard Thompson við háskólann í Plymouth hefur rannsakað uppsöfnun plasts í fjörum og hafinu. Stórir hlutir eins og þeir sem skipverjarnir eru að tína upp, eru sýnilegir. En smáar plastagnir, brot úr stærri hlutum eru ennþá viðvarandi.

Rétt eins og plasthringir af "six-pack" geta kyrkt otra eða seli, geta smáar agnir fyllt upp í meltingarveg smærri dýra, jafnt fiska sem orma.

Áætlað er að 1000.000.000 tonn af plasti hafi verið framleidd frá lokum síðari heimstyrjaldar, og bróðurparturinn er ennþá til (í landfyllingum, fljótandi í höfunum, á botni þeirra og innan um sandinn á ströndum okkar).

41xg6tsofrl_bo2_204_203_200_pisitb-sticker-arrow-click_topright_35_-76_aa240_sh20_ou01.jpgÞennan vísdóm fékk að mestu leyti úr The World Without Us - Alan Weisman (sjá kápumynd af vef amazon) sem var gefin út hérlendis í þýðingu Ísaks Harðarsonar sem Mannlaus veröld. Ég er ekki búinn með bókina, en eftir að lesa kaflann um plastið leið mér verulega illa.

Eins og staðan er í dag er ekki vitað um neinar örverur sem geta brotið þennan óhroða niður. Að mínu viti eru kostirnir tveir, i) að nota minna plast eða ii) að finna betri leiðir til að endurvinna það.

Vonandi gefst okkur færi á að ræða bókina betur síðar, hún er reglulega athyglisverð.

Viðbót: Plast kemur að manni úr öllum áttum.

Rakst á þessa frétt í lauknum. 'How Bad For The Environment Can Throwing Away One Plastic Bottle Be?' 30 Million People Wonder


mbl.is Sjómenn hirða sorp úr sæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Þörf ábending.

Búinn að kíkja á North Pacific Garbage Patch?

Ein umfjöllun af mörgum:http://www.independent.co.uk/environment/the-worlds-rubbish-dump-a-garbage-tip-that-stretches-from-hawaii-to-japan-778016.html

Arnar, 20.1.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Las um það í bókinni og var alveg dolfallinn.

Ég er búinn að velkjast í genalandi of lengi og hef greinilega vanrækt umhverfismálin.

Arnar Pálsson, 20.1.2010 kl. 12:01

3 identicon

Sæll

Já ég var einmitt að lesa þessa bók þ.e. "Mannlaus veröld" og hún vekur mann aldeilis til umhugsunar og ég tek undir það með þér að þessi umfjöllun um plastagnirnar og keðjuverkandi áhrif þeirra er afar ógnvekjandi svo ekki sé meira sagt. Svo er þetta alls staðar samanber það sem talað er um í bókinni að plastagnir séu í tannkremi og skrúbbkremum og þess háttar, ég er allavega farin að lesa mun betur um innihaldsefni og sneiði eins og ég get hjá vörum með plastsvarfi.

Mér fyndist líka að kaupmenn/verslanir, allavega þar sem eru kjötborð, gætu boðið uppá þann kost að fá ferskvöru pakkað í vaxpappír í staðinn fyrir hina eilífu plastbakka, frauðplastbakka og plastpok.

Svo mætti líka kynna betur þau áhrif sem plast getur haft á hormónabúskap fólks, en það er svo allt annar handleggur og líklega tilefni í mjög stóra grein

Bryndís (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Bryndís

Gaman að heyra að þér líkaði bókin líka. Þetta með plastagnirnar var verulega ógnvekjandi. 

Það ætti að vera meira lagt upp úr vinnslu umbúða sem í raun og veru brotna niður...kannski þarf bara plastskatt!

Í sumum plastefnum eru jú efni (PCB o.fl.) sem eru lífvirk. Plastið sjálft virðist ekki vera beint skaðlegt (nema það getur í miklu magni stíflað þarm burstaormursins) en viðbótarefnin (sem auka sveigju, styrk, o.s.frv.) geta mörg verið það. Ég skora á þig að rannsaka málið og skrifa um það.

Arnar Pálsson, 20.1.2010 kl. 14:28

5 Smámynd: Arnar

Hef einmitt séð einhvern tíman einn eða fleirri náttúrulífsþætti þar sem fjallað er um eitrunaráhrif hormóna í plasti og áhrif á lífríki.  Áhrifinn voru oftast getuleysi karllífvera og vansköpun afkvæma.

Arnar, 21.1.2010 kl. 10:31

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Þetta er svo sannarlega vandamál. Í sumum plastvörum og öðrum vörum eru sameindir sem líkjast hormónum eða boðefnum sem stýra þroskun lífvera. Sbr grein um slík efni á Bretlandseyjum frá 2004, Mark Townsend í the Guardian - observer Boys will be girls - eventually:

The first national survey of 42 rivers by the Environment Agency has just been completed and it found that a third of male fish are growing female reproductive tissues and organs. Effects were most pronounced in younger fish, raising grave implications for future stocks.

Scientists now fear that seals, dolphins, otters, birds such as peregrine falcons and even honey bees are heading towards a uni-sex existence that would lead to extinction. Blame has fallen on the increasing prevalence of a group of chemicals known as endocrine disruptors. These are found in in plastics, food packaging, shampoos and pesticides and accumulate in the environment. They can mimic the female hormone oestrogen when ingested.

[skáletrun AP]

Arnar Pálsson, 21.1.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband