Leita í fréttum mbl.is

Flórgoðinn á Mývatni

Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ mun fjalla um Flórgoðan á Mývatni í erindi föstudaginn 23. mars 2012 (kl. 12:30-13:10).

Flórgoða má að sönnu kallast einkennisfugl Mývatns og getur hann deilt þeim titli með húsöndinni. Um 250 pör eru talin verpa við Mývatn, og er flórgoðinn fremur sjaldséður hér á landi utan Mývatnssveitar. Flórgoðinn kemur snemma á vorin eða fljótlega eftir að vakirnar fara að stækka. Heldur hann til á Mývatni uns ísa leysir á nærliggjandi vötnum og tjörnum þar sem heppilegt varpland er að finna. Mörg pör verpa þó við Mývatn sjálft, einkum við vestanverðan Ytriflóa (af vef Náttúrurannsóknarstöðvarinnar www.ramy.is).

florgodi_sindri_gislason.jpg

Mynd af Flórgoða tók Óskar Sindri Gíslason (Fleiri myndir hans má sjá á Flickr síðunni Sindrinn).

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir.

Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Árni er nýlokinn við ljómandi skemmtilegt erindi um Flórgoðann.

Flórgoðinn er víst þrjóskur og aðgangsharður þeim sem nálgast hreiðrin. Hann lifir aðallega á hornsílum, en er ekki þvottekta önd.

Fuglafræðingar í Skotlandi og á norðurlöndum hafa tekið eftir fækkun Flórgoða en annað virðist vera upp á teningnum hérlendis. Árni greindi frá því að á Mývatni hefur stofninn stækkað undanfarin 15 - 20 ár, og vísbendingar eru um að hann hafi numið ný vötn hérlendis.

Arnar Pálsson, 23.3.2012 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband