Leita í fréttum mbl.is

Rýnt í gegnum drífuna: rannsóknir á vistfræði mörgæsa

Breytingar á umhverfinu hafa margvísleg áhrif á lífverur, og geta leitt til minnkunar stofna og jafnvel útdauða. Erfitt hefur reynst að rannsaka mörgæsir og vistfræði þeirra, vegna náttúrulegra aðstæðna, og því er lítið vitað um sögu þeirra og sveiflur í stofnum. Tom Hart hefur notað stofnerfðafræði við rannsóknir á nokkrum mörgæsastofnum, bæði á suðurheimskautinu og við heimskautasvæðið. Tom Hart starfar við Dýrafræðistofnunina í London (Institute of Zoology London), sem er nátengd dýragarðinum í borginni.

tomhart_penguins.jpg

Mynd af mörgæs tók Tom Hart - höfundaréttur er hans.

Hann mun fjalla um rannsóknir sínar í erindi föstudaginn 31. ágúst 2012. Erindið kallast, Rýnt í gegnum drífuna: rannsóknir á vistfræði mörgæsa fjarri miðstöðvum vísindanna (Peeking behind the snowdrift: revealing penguin ecology away from scientific bases).

Ágrip erindis Tom Hart:

Mörgæsir eru meðal best rannsökuðu dýra suðurheimskautasvæðisns. Engu að síður vitum við mjög lítið um vistfræði þeirra og hvernig þær bregðast við loftslagsbreytingum og vaxandi nýtingu fiskistofna. Að auki er ekki vitað hvað mikill samdráttur í hvala og selaveiðum þýðir fyrir suðurhöf. Því er óvíst hvaða breytingar á mörgæsum eru tilkomnar vegna náttúrulegra breytinga, vegna loftslags eða vegna breytinga á nýtingu sjávarfangs. Undanfarin fjögur ár hefur Hart þróað nýjar aðferðir við greiningar á stofngerð mörgæsa. Aðferðirnar þarfnast ekki veiða á dýrum og eru afkastamiklar, þ.e. hægt er að kanna mjög marga einstaklinga og stofna með litlum tilkostnaði. Með því að samtvinna stofnerfðafræði og töluleg líkön, hefur tekist að afhjúpa breytingar í stofngerð nokkura mörgæsategunda frá lokum ísaldar, og einnig sveiflur í stofnstærð síðustu tvö hundruð árin.

Hann mun halda erindi í boði Líf og umhverfisvísindastofnunar HÍ. Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ, og hefst kl 16.00. Hann er öllum opinn og ókeypis.

Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband