Leita í fréttum mbl.is

Olíurisarnir og atlagan að loftslagsvísindum

Iðnbyltingin og notkun eldsneytis úr lífrænum leifum (olíu og gas) hafa leitt til mikillar aukningar í koltvísýringi í andrúmslofti jarðar á síðustu tveimur öldum.

Sýnt hefur verið fram á það með óyggjandi hætti að meðalhiti á jörðinni hefur hækkað í kjölfarið.

Engu að síður er mjög algengt að fólk efist um þessar staðreyndir, eða hversu alvarlegar afleiðingar þeirra eru. 

Ástæðan er að hluta til sú að hagsmunaðillar, olíufyrirtæki, gasfyrirtæki, stofnanir og samtök þeim tengd hafa stundað áróðursherferð gegn loftslagsvísindunum. Herferðin er mjög svipuð þeirri sem  tóbaksframleiðendur notuðu um miðbik síðustu aldar, gegn læknum og heilbrigðisyfirvöldum sem bentu á aukningu í tíðni lungnakrabba hjá reykingafólki.

Markmiðið er ekki endilega að sigra í visindalegri orðaræðu (það er hvorki möguleiki í  tóbaks og loftslagsdeilunni), heldur að sá fræjum efa meðal stjórnmálamanna, blaðamanna og almennings. Almannatengslafyrirtækin sem vinna fyrir þessa aðilla FRAMLEIÐA VAFA. 

Í tilfelli loftslagsvísindanna þá hefur herferðin verið svakalega árangursrík, eins og nýlegar tölur bera með sér. Við erum enn að losa kolvetnislosun, erum rétt byrjuð að þróa nýja orkugjafa og gerum ekkert til að breyta neyslumynstri eða innviðum byggðar til að takast á við vandann.

Hérlendis erum við blessunarlega grunlaus. Þykjumst góð með okkar grænu raforku og jarðhita, en keyrum bílana þvers og kruss eins og engar séu afleiðingarnar. Lítill hópur loftslagsáhugamanna reynir að benda á alvarleika málsins, en stjórnmálamenn virðast lítinn áhuga hafa og sumir fjölmiðlamenn hafa gleypt olíustyrktar lygar.

Michael Mann, loftslagsvísindamaður sem hélt erindi hérlendis í sumar, hefur rakið hvernig olíuiðnaðurinn styrkir pólitíkusa, stofnanir og bloggveitur, sem hjálpast að við að ráðast á heiður vísindamanna, kasta rýrð á einstakar rannsóknir og framleiða efasemdir meðal almennings.

Hugmyndin er ekki endilega að sigra í orðaræðunni, heldur að kúga vísindamenn, trufla  þá í störfum sínum, og drekkja umræðunni í bulllýsingum (misinformation*) til að blekkja fjölmiðla og stjórnvöld. Samkvæmt nálgun þeirra sem hafna loftslagsvísinum (ath. ekki efasemdamenn, því þetta eru "denialists" - ekki "sceptics"!), dugir að finna eina skyssu í 1000 síðna skjali frá IPCC og þá falla öll loftslagsvísindin. Þetta er sama röksemd og sú að fyrst að einn karl hefur reykt alla sína æfi, og náði samt 100 ára aldri, þá sé tóbak skaðlaust. Með öðrum orðum, algjör rökvilla og þvæla.

Ef þið efist um lýsingu mína á þessu máli, þá skora ég á ykkur að lesa bók Manns - The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines.

Sjá einnig flotta síðu um loftslagsvísindi http://www.loftslag.is/

*Kannski er ólýsingar betra orð fyrir misinformation?
mbl.is Metlosun koltvísýrings 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájá, nema að hitastig á Jörðinni hefur ekki hækkað í 15 ár.

...og hitastig lækkaði frá lokum síðari heimstyrjaldar fram til 1975, á þeim tíma sem meiri koltvísýringi var veitt út í andrúmsloftið en nokkru sinni fyrr.

Ýmislegt sem gengur ekki upp í þessari kenningu, þ.e. ef þú ert hugsandi einstaklingur.

Og það er algjörlega búið að skjóta Michael Mann út af borðinu. Þetta hokkey-stick tölvulíkan hans er bara bull. Það gerir t.d. ráð fyrir að það hafi ekki verið neitt miðaldar-hlýindaskeið, en það skeið er nú samt staðreynd.

Loftslag.is-strákarnir eru heilaþvegnir munkar og óhæfir í nokkurs konar rökræður um þetta mál, eins og líklegast þú sjálfur.

Man-made globalwarming kirkjan er einfaldlega "FAILED CULT"!! , enda hefur ekki ein einasta spá þeirra ræst.

Páll (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 08:16

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Páll

Breytingar í hitastigi orsakast af mörgum þáttum, þar á meðal koltvíildi í andrúmslofti. Aðrir þættir (El Nino, La Nina, eldgos...) hafa líka áhrif, og geta útskýrt staðbundnar sveiflur eða sveiflur milli ára og áratuga. En meðaltilhneygingin er greinilega marktæk, og sýnir fylgni við koltvíldi. 

Eitt kalt ár veltir ekki öllu dæminu!

Efasemdamenn biðja  um gögn og lýsingu á aðferðum rannsókna, rýna í styrk og veikleika aðferða og tölfræðigreininga.

Afneitarar leita logandi ljósi að einhverri smávægilegu fráviki, t.d. einni veðurstöð af 1000 sem sýnir annað mynstur en allar hina, og halda að það afsanni allt klabbið.

Vísindamenn vita EKKERT skemmtilegra en að afsanna ályktanir annara vísindamanna.

Ekkert af því sem hefur verið fleygt á loftslagsvísindin, t.d. hockey-stick, hefur afsannað meginályktanirnar. Það hefur allt saman verið barnalegar einfaldanir, útúrsnúningur, afbökun, mistök eða vísvitandi rangtúlkanir. 

Allar gagnrýnirnar hafa komið frá vísindamönnum úr öðrum geirum, hagfræðingum, eðlisfræðingum og lögfræðingum, en aldrei frá þeim sem bestir eru í faginu.

Við treystum ekki blaðri í eðlisefnafræðingi um hættuna á fuglaflensu, heldur ráðfærum okkur við veirufræðinga og faraldsfræðinga!

Við förum til læknis vegna krabbameina, ekki kynjafræðings eða jarðfræðings!

Það er vitað að flest vísindaleg afglöp eru framin af fræðingum sem veigra sér yfir á annað fagsvið, samanber Nobelsverðlaun í kukli (Nobel prize in Quackpottery).

http://www.guardian.co.uk/science/grrlscientist/2012/oct/08/nobel-prize-quackpottery-physiology-medicine

Ég vissi að nokkrir loftslags-afneitarar væru hérlendis, og viðbúið að einhverjir þeirra tækju greinina nærri sér. Ég við þig um að taka þetta ekki persónulega, lestu bók Mann og reyndu að meta málið upp á nýtt.

Arnar Pálsson, 15.11.2012 kl. 10:06

3 identicon

"afneitarar" " barnalegar einfaldanir, útúrsnúningur, afbökun, mistök eða vísvitandi rangtúlkanir"

Ó, okei, þú ert hálfviti. Afsakaðu að ég áttaði mig ekki strax á því.

Ekkert persónulegt. Reyndu að kynna þér báðar hliðar og kanski prófa að nota eitthvað af þessu á milli eyranna á þér.

Þú getur byrjað á vísindamönnunum í þessari heimildarmynd:

http://www.youtube.com/watch?v=fr5O1HsTVgA

Páll (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 14:12

4 identicon

Nokkrir vísindamenn í þessari mynd líka:

http://www.youtube.com/watch?v=YtevF4B4RtQ&feature=related

Páll (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 14:14

5 identicon

Og slepptu því að svara mér. Ég kem ekki hingað aftur. Þú verður að eiga við þín vandamál sjálfur.

Góðar stundir.

Páll (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 14:15

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, ég sé að palli er mættur, hann er haf af afneitunar "upplýsingum"...við höfum lent í honum á loftslag.is (og blogginu) áður...sama orðbragðið og hann nýtir oft á tíðum, eins og að kalla fólk "hálfvita" - virðist honum tamt. Þetta er ein þekkt aðferð þeirra sem afneita vísindalegum aðferðum...og það er ekki hægt að rökræða við svona aðila...

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 17:38

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Páll

Takk fyrir að hafa svona stutta viðkomu, og góðlátlega umræðu.

Arnar Pálsson, 15.11.2012 kl. 18:01

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Svatli

Ég hafði ekki alveg áttað mig á því hversu öflug maskína Koch bræðra og hinna olíulobbíistanna var fyrr en ég las bókina hans Mann.

Hafið þið einhverja vísbendingu um að íslensk olíufélög styrki dreifingu á bulllýsingum (misinformation) um loftslagsmál hérlendis?

Arnar Pálsson, 15.11.2012 kl. 18:01

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hef engar vísbendingar um að íslensk fyrirtæki styrki beinlínis dreifingu á bulllýsingum - frekar óþjált orð ;)

En ég tel að þeir sem stunda það að dreifa þeim á Íslandi - meðal annars einstaklingar - virkilega trúi bulllýsingum þeim sem þeir lepja upp (erlendis sennilega)...það vantar að mínu mati einhverjar heilbrigðar efasemdir hjá þeim.

Hitt tel ég svo líka að sé tilfellið, að þeir sem ekki beinlínis afneita loftslagsvísindum - geta stundum tekið undir með afneiturunum...enda þægilegt að hundsa þessi fræði (óþægilegur sannleikur). Það sem ég meina með því, er að flestir átta sig í raun ekki hvað felst í því að hitastig hækki eða hvað það getur hugsanlega haft í för með sér...og eru því ekkert að hafa fyrir því að kynna sér málin neitt frekar...þetta er að mínu mati ein afleiðing þess að hinar mjög svo algengu "efasemdir" afneitunarkórsins hafa fengið mikið pláss í umræðunni á undanförnum árum...fólk telur einfaldlega að eitthvað sé til í bulllýsingunum.

Undir eftirfarandi tengli má lesa ýmsar mýtur sem hafa verið í umræðunni hér á landi, sem og annars staðar á undanförnum árum - Mýtur

Takk fyrir að skrifa um þetta Arnar - það munar um hvern og einn sem tekur þátt í þessari umræðu. Maskína Koch bræðra og annarra þeirra sem styðja afneitunina (mikið í Bandaríkjunum) er sterk og mun væntanlega kosta mannkynið mikið þegar upp er staðið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.11.2012 kl. 18:36

10 Smámynd: Arnar Pálsson

Sveinn

Gott að vita að íslensk fyrirtæki standi ekki í slíku ati, amk ekki um loftslagsvísindin.

Ég held reyndar að þú hafir bent á mikilvægasta atriðið.

Fólk vill ekki breyta venjum sínum.

Enginn vill lífa meinlætalífi til þess að bjarga afkomendum sínum í 4 kynslóð. En fæstir átta sig á því hversu alvarleg ógn ofnýting jarðar er. Sofandi að feigðarósi er örugglega of sterkt til orða tekið, en það eru mörg aðkallandi vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Og á meðan einkafyrirtæki og hagsmunasamtök rugla umræðu um mikilvæg mál, eykst vandinn og minnkar sá tími sem við höfum til að bregðast við.

Arnar Pálsson, 16.11.2012 kl. 09:27

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Páll ætti að lesa aðra færslu hér á þessu bloggi: Svona vinna vísindin

Höskuldur Búi Jónsson, 16.11.2012 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband