Leita í fréttum mbl.is

Merkilegt en ekki töfralausn

Það bárust tíðindi af því að bandarísk stúlka sem hefði fæðst með HIV smit, væri laus við veiruna eftir lyfjameðferð.

Þetta gæti hljómað sem lækning við HIV, en því miður er það ekki svo.

Móðirin var HIV smituð og barst smitið til stúlkunar. Í þessu tilfelli voru aðstæður þannig að móðirin hafði ekki verið í lyfjameðferð gegn HIV, og læknarnir brugðu á það ráð að nota stóra skammta af HIVlyfjum í von um að geta slegið á sýkinguna. Eins og greint var frá virðist sem þessi nálgun hafi dugað, því næmustu próf greina ekki smit í frumum stúlkubarnsins.

En samhengi vantar í flestar fréttir um þetta afrek.

Nú tildags er hægt að koma í veg fyrir HIV smit frá móður til barns (í um ~98% tilfella), með  lyfjagjöf, keisaraskurði og því að sleppa brjóstagjöf. Þannig að þessi meðferð er bara nauðsynleg þegar varnaglarnir duttu úr.

Því miður er harla ólíklegt að sama aðferð dugi til að lækna fullorðið fólk.

Ítarefni:

Analysis: A cure for HIV? James Gallagher BBC 4. mars 2013.


mbl.is Læknaðist af HIV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband