Leita í fréttum mbl.is

Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni

Háskóli Íslands Málstofa Lífvísindaseturs verður haldin fimmtudaginn 11. september kl. 12:00-12:40 í stofu 343 í Læknagarði

Dr. Sæmundur Sveinsson nýdoktor og sérfræðingur við byggkynbætur við Landbúnaðarháskóla Íslands mun fjalla um doktorsverkefni sitt við grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver, Kanada; Þróun plöntuerfðamengja könnuð með næstu kynslóðar raðgreingartækni

Útdráttur: Þær gríðarlegu framfarir sem hafa orðið á DNA raðgreiningar tækni á undanförnum fimm árum hafa gert vísindamönnum kleift að nálgast ýmsar líffræðilegar spurningar, sem fyrir einungis nokkrum árum sýndust óraunhæf rannsóknaverkefni. Í doktorsrannsókn minni notaðist ég við raðgreiningar tækni sem kennd er við Illumina, til þess að kanna ýmsa þætti varðandi þróun plöntuerfðamengja. Í fyrirlestri mínu mun ég fjalla um fornfjöllitnun í lín ættkvíslinni (Linum), þróunarlegan uppruna endurtekinna raða í grænukorna erfðamengjum smára (Trifolium) og þróun umfangsmikilla enduraðanna í grænukornaerfðamengjum fimm náksyldra belgjurta ættkvísla (Trifolium, Pisum, Lathyrus, Lens og Vicia).

http://lifvisindi.hi.is/events/bmc-seminar-dr-saemundur-sveinsson

Hvenær hefst þessi viðburður: 
Thursday, September 11, 2014 - 12:00 to 12:40
Nánari staðsetning: 
Room 343

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband