Leita í fréttum mbl.is

Bakteríur eru vinir okkar

Reyndar snúast vinir stundum gegn manni. Það verður líka að viðurkennast að sumar bakteríur eiga líf sitt undir því að sýkja sem flesta.

En langflestar örverur eru ekki beinlínins hættulegar. Margar þeirra lifa t.d. á húð okkar, munni og í meltingarvegi. Það er áætlað að hver 80 kg manneskja hafi um 3.5 kg af bakteríum, mest í meltingarveginum.

Þannig að þótt 80 milljón bakteríur flytjist með einum kossi er bara dropi í hafið.

Auðvitað er möguleiki að ef einstaklingurinn sem þú kyzzir sé með sýkjandi bakteríur í munninum, að þú fáir nokkrar upp í þig og smitist. Reglan ætti að vera að kyzza ekki smitað fólk eða herfilega andfúlt, en það vefst nú fyrir sumum. Annar möguleiki væri vitanlega að spreyja bakteríudrepandi lausn upp í kozzmarkið, áður en hafist er handa. Þriðji kosturinn er sérstakur latex munnsmokkur, sem reyndar þýðir að báðir aðillar þurfa að anda með nefinu allan tímann.

Það er staðreynd að sumar fréttir af vísindalegum rannsóknum ná mikilli dreifingu því við elskum kjánalæti. Þetta eru sérstakar vísinda-sirkus-fréttir, sem einnig fjalla um viðundur eins og tvíhöfða lömb, þörungaveirur sem hafa áhrif á greind og mannaeyru ræktuð á músabökum.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 18. júní 2012 Bakteríur í brjóstamjólk og hræðslan okkar

Arnar Pálsson | 14. nóvember 2008 Hrein fegurð tilviljunar

Arnar Pálsson | 7. september 2009 Bakteríuland

 


mbl.is Einn koss flytur 80 milljón bakteríur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er staðreynd að inni í okkur og utan á okkur eru fleir bakteríur en frumurnar í líkamanum. 

Ómar Ragnarsson, 18.11.2014 kl. 13:57

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Alveg rétt Ómar.

Arnar Pálsson, 19.11.2014 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband