Leita í fréttum mbl.is

Hvað má læra af plastbarkamálinu?

Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini græddi plastbarka í fólk, og hélt því fram að þeir hjálpuðu frumum líkamans að endurbyggja eðlilegan barka.

Aðferðin hafði ekki verið prófuð á tilraunadýrum og virkaði ekki, sjúklingar fengu ekki bata og flestir þeirra hafa dáið. Aðgerðin var fyrst framkvæmd á dauðvona sjúklingum, meðal annars eþíópískum doktorsnema við Háskóla Íslands. Seinna var plastbarki græddur í sjúklinga sem voru ekki í lífshættu og lifðu þannig séð ágætu lífi.

Margar athugasemdir má setja við framgang læknisins, samstarfsmanna, stjórnar Karolinsku stofnunarinnar, Landspítalans, Háskóla Íslands og annar vísindamanna. Þetta mál mjög alvarlegt, en sem betur fer hafa sænskir aðillar sett í gang fjölda rannsókna á málinu. Landspítalinn og Háskóli Íslands drógu lappirnar lengi vel, en í fyrra var loksins skipuð nefnd til að fjalla um hlut íslenskra lækna í málinu.

Siðfræðistofnun HÍ hefur boðið Kjell Asplund, formanni sænska landsiðaráðsins um læknisfræðilega siðfræði að fjalla um málið, nú á þriðjudaginn. Úr tilkynningu:

[Kjell var] áður prófessor og landlæknir í Svíþjóð, heldur erindi á vegum Siðfræðistofnunar um plastbarkamálið svokallaða. Kjell Asplund er höfundur skýrslu sem birt var í lok ágúst s.l. um þátt Karólinska sjúkrahússins í málinu þar sem ítalski læknirinn Macchiarini starfaði.

Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 17. janúar kl. 12.00 í stofu N132 í Öskju.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er öllum opinn.

Oftast hefur því verið haldið fram að þegar læknar og vísindamenn verða uppvísir af svindli eða brjóta siðareglur, að þeir séu siðblindir EINSTAKLINGAR. Staðreyndin er hins vegar sú að læknar og vísindamenn nútímans starfa í umhverfi sem einkennist af samkeppni og stressi. Vísindamenn þurfa að keppa um stöður, styrki, aðstöðu, doktorsnema og stuðning Háskóla yfirvalda. Ýmsir hafa fært rök fyrir því að umhverfi vísinda ali hreinlega af sér siðblindingja eins og Paolo Macchiarini, sem einblína á jákvæðu niðurstöðuna og hundsa neikvæðar afleiðingar rannsókna sinna. Einstaklingsbundin hvatakerfi verðlauna sjálfhverfa einstaklinga, sem hefja sjálfa sig upp, troða á öðrum, stytta sér leið, falsa niðurstöður eða stinga neikvæðum gögnum í skúffu, og með því svíkja vísindaleg viðmið og hefðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver var orsök hins upprunalega kvilla í hálsi þessa fólks?

(Þá erum við ekki að tala um neitt  tengt þessum plastbarka).

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir þann kvílla með betri umhverfisþáttum eða með betra líferni að einhverju leiti?

Jón Þórhallsson, 16.1.2017 kl. 11:00

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Þórhallsson, bæði slys og ólíkir sjúkdómar.

Þáttur #2 í sjónavarpinu hélt manni í heljargreipum eins og spennandi glæpaþáttur. Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Ítalska læknisins í síðasta þættinum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2017 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband