Leita í fréttum mbl.is

Opin vísindi

Í gamla daga voru bréf eina leið fræðimanna til að eiga samskipti. Ferðalög voru lúxus á nítjándu öld, og ef t.d. þýskir og bandarískir náttúrufræðingar höfðu áhuga á sama viðfangsefni skrifuðu þeir bréf frekar en að heimsækja hvorn annann.

Öld bréfanna var kveikjan að vísindatímaritum nútímans. Á þeim tíma var prentun kostnaðarsöm og gengu því áhugamenn og félög í samstarf við prentsmiðjueigendur um útgáfu vísindarita. Kjarninn í samkomulagi þeirra var að vísindamenn rituðu greinar, afsöluðu sér höfundaréttinum til útgefenda sem sáu síðan um prentun og dreifingu. Útgefendur öfluðu tekna með áskriftum. Kerfið var til mikilla heilla, fjöldi vísindarita margfaldaðist og niðurstöður og þekking dreifðist til vísindasamfélagsins.

Um lok síðustu aldar hafði landslagið breyst, með netaðgangi að vefsíðum og rafrænum útgáfum vísindagreina. Prentunin var ekki lengur nauðsynleg, og framsýnt fólk sá að e.t.v. væru útgefendu ekki nauðsynlegir heldur. Margir ráku sig nefnilega á að þeir gátu ekki nálgast allar birtar vísindagreinar, því að útgefendur kröfðust áskriftar eða eingreiðslu fyrir. Einnig var það dálítið skrýtið að vísindamennirnir gáfu frá sér höfundarétt en þurftu síðan allir að vera áskrifendur að tímaritum til að geta lesið sér til.

Public library of science og Biomed central breyttu landslagi vísindaútgáfu. Þau buðu upp á nýtt líkan, þar sem vísindagreinar voru opnar öllum á jörðinni (með netsamband) gegn því að höfundar eða stofnanir þeirra greiddu umsýslugjald. Einng spruttu upp gjaldfrjálsar skráarhirslur fyrir handrit eða birtar greinar, eins og arxiv.org síða sem eðlisfræðingar nota. Aðalhugmyndin hér er opinn aðgangur (open access), þ.e. sá að samfélagið styrkir rannsóknir og að samfélagið á skilið að niðurstöður þeirra séu öllum aðgengilegar. Nú er það svo að rannsóknasjóður íslands, sem styrkir meirihluta grunnrannsókna hérlendis krefst þess að vísindalegar niðurstöður séu aðgengilegar í opnum grunnum eða vísindaritum með opinn aðgang.

Nýverið var opnaður gagnagrunnur fyrir íslensku háskólanna opinvisindi.is.

Þar er hægt að skoða greinar eftir starfsmenn háskólanna. 

Skyldar greinar

Arnar Pálsson 7. júlí 2014 PLoS 1 upp í 100.000

Arnar Pálsson 15. apríl 2014 Ritrýni og skuggahliðar vefsins

Arnar Pálsson 16. júlí 2013 Opið aðgengi á Íslandi

Arnar Pálsson 11. janúar 2013 Að senda í PLoS One

Arnar Pálsson 4. mars 2013 Ný opin tímarit á sviði líffræði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband