Leita í fréttum mbl.is

Stjórnvöld líta á steinsteypu sem menntun

Háskólar á Íslandi eru undirfjármagnađir miđađ viđ Háskóla á norđurlöndum og í norđur Evrópu.

Í dýragarđi George Orwell voru sum dýrin jafnari en önnur. Svínin sem stjórnuđu gerđu vel viđ sjálfa sig, á međan hin dýrin höfđu ţađ skítt.

Fyrir nokkru uppgötvađi einhver á alţingi Íslendinga, í ríkisstjórn eđa fjármálaráđuneytinu snilldar brellu til ađ spara pening. Brellan felur í sér, ađ ţegar ríkiđ semur um hćrri laun tiltekins hóps, ţá fylgir ekki nćgt fé til stofnanna sem ţeir vinna hjá. Ţetta sést t.d. í Háskóla Íslands. Ríkiđ samdi viđ háskólakennara og prófessora um rúmlega 20% launahćkkanir áriđ 2015. En í fjárlögum fyrir 2016 hćkkađi framlag til Háskóla Íslands ekki í samrćmi viđ kjarasamninginn. Ţví situr skólinn  upp međ halla, hann verđur vitanlega ađ borga starfsmönnunum hćrri laun en skortir fjármagn til ţess. Afleiđingin er sú ađ námskeiđ eru lögđ niđur, önnur kennd međ 30% minna framlagi kennara, og verklegar ćfingar og ferđir eru skornar niđur, yfirvinna og nýráđningar bannađar og lausráđnum starfsmönnum sagt upp.

Háskóli Íslands tók ţátt í niđurskurđi á ríkisútgjöldum eftir hrun, á sama tíma og hann tók viđ fleiri nemendum. Hann er rekinn fyrir mun minna fé en sambćrilegir háskólar á norđurlöndum. Langvarandi svelti birtist bćđi í í hrörnandi húsnćđi, tćkjabúnađi og kerfum, en einnig í versnandi kennslu, lélegra námsframbođi, tćrandi vinnuumhverfi og hrörnandi

Afleiđingin er lélegra nám til handa ţeirri kynslóđ sem nú nemur í háskólunum.

Í ţessu ljósi er ágćtt ađ rifja upp úrskurđ kjararáđs, sem birtist eftir októberkosningarnar. Ţar voru laun alţingismanna hćkkuđ um tćp 45%. Alţingi samţykkti fegrunarađgerđ á klúđrinu, en veruleikinn sem birtist í launahćkkunum toppanna er annar en sá sem almenningur eđa ađrir ríkisstarfsmenn lifa viđ. Fjárlög eđa fjáraukalög til Alţingis verđa örugglega nćg til ađ standa fyrir ţessum aukna launakostnađi. Međal starfsmanna ríkisins eru ţví sumir jafnari en ađrir.

Nýjasta útspiliđ er svo áćtlun um ríkisframlög til ársins 20120. Samkvćmt bókhaldinu á ađ auka fjárlög til háskólanna, en í tilfelli HÍ er aukningin eyrnamerkt Húsi íslenskra frćđa. Međ öđrum orđum, núverandi ríkisstjórn lítur á steinsteypu sem ígildi menntunar. Ég get alveg lofađ ţví ađ steinsteypa getur ekki hjúkrađ sjúklingi, menntađ ungviđi, reiknađ úr stćrđ fiskistofna eđa liđsinnt fórnarlömbum kynferđisofbeldis.

Jón Atli Benediktsson fjallađi um fjármálaáćtlun ríkisstjórnarinnar í viđtali viđ Stundina. Ţar segir:

Viđ teljum afar misvísandi og beinlínis ruglandi ađ Hús íslenskra frćđa sé í áćtluninni sett inn međ framlögum til háskólanna. Öll hćkkun framlaga í málaflokki háskóla fer til byggingar Húss íslenskra frćđa fyrstu árin, ţ.e. ekki er gert ráđ fyrir hćkkun framlaga til háskólanna fyrr en eftir ađ húsiđ hefur veriđ reist áriđ 2020. Ţá munu losna um 700 milljónir króna og 1.500 milljónir áriđ 2021. Ţetta ţýđir ađ háskólastigiđ ţarf ađ bíđa í 4 ár eftir innspýtingu sem ţó er mjög hógvćr.

Menntun er undirstađa samfélags manna. Auđvitađ ţurfum viđ húsnćđi fyrir kennslu og rannsóknir, en ţađ er glaprćđi ađ taka ţađ af rekstrarfé Háskólanna.

Eins og Alţingi fćr örugglega nćga fjárveitingu til ađ ţingmenn fá örugglega sína 45% launahćkkun er ólíklegt ađ nćsta viđbygging viđ Alţingi leiđi til fćkkunar ţingmanna eđa lćkkunar ţingfararkaups. Napóleon og félagar passa sínar kökur, og bjóđa ungu kynslóđinni steinsteypu í stađ menntunar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steinsteypa er valium stjórnmálamanna. Til ađ efla menningun á landsbyggđinni ţá voru steypt upp "menningarhús" í öđru hvoru krummaskuđi. Syningarsalir fyrir myndlist, sem standa tómir. En stjórnmálamönnum líđur betur og telja sig hafa leyst ţennan vanda.

Annrs varđandi fjármögnun háskólans, ţá hefur hann fleiri tekjulindir en bara framlag ríkissjóđs. Háskólinn er líka löglegt spilavíti. Nćst er ađ fá prívatsölu á fíkniefnum, ţegar og ţá ţađ verđur leyft.

Hvernig stćđi annars Háskólastarf hér án ţessara aukatekna? Eru fordćmi annarstađar fyrir ţví ađ háskólastarf sé rekiđ međ ţessum hćtti? Ţegar borin eru saman fjármagn til Háskóla hér og t.d. á hinum Norđurlöndunum, er ţá tekiđ tillit til ţessara aukatekna? Eru Háskólar á norđulöndum kannski fjármagnađir međ sama hćtti?

Engin illkvittni, bara forvitni.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 02:41

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ábendingin međ happdrćtttiđ og háspennusalina er beint í mark. Ţađ er auđvitađ fáránleg ađ haśkólar, eđa hvert annađ ríkisbatterí ţurfi ađ standa í fjáröflun međ ţvílíkar afurđir.

Í Finnlandi kemur stór hluti af rannsóknarfé úr spilakassakerfi, og spilafíkn er viđvarandi vandamál ţar. Í Ástralíu eru líka felstir einhentu bandítar í heiminum, held meira en helmingur ţeirra í Nýja suđur Wales. Ţar er spilakassafíkn líka landlćg og steypir fólki í örbirgđ.

Innan HÍ var undirskriftarsöfnun gegn spilakössunum, en ég veit ekki til ţess ađ neinar úrbćtur hafi veriđ gerđar.

Arnar Pálsson, 4.4.2017 kl. 11:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţađ ljótasta viđ spilafíknina er ađ fórnarlömb hennar eru oftar en ekki fólk sem er lágtekjuffólk. Örvćnt fólk međ vonir um ađ lukkan leysi ţađ úr fátćkragildrunni. Ég hef tekiđ eftir ađ mikiđ af ţessu fólki eru nýbúar af ýmsu ţjóđerni ekki síđur en íslendingar og kannski meir.

Ţessi fíkn er ekki einkamál ţeirra sem ánetjast henni frekar en áfengis og eiturlyfjafíklar. Ţetta skemmir líf allra sem nćrst standa og ţá ekki síst barna.

Stofnun sem hefur strangar siđareglur og kennir siđfrćđi og bođar á ekki og má ekki standa ađ baki ţessu. Virđing stofnunarinnar rýrist einnig af ţessu. Stofnun sem á ađ styđja viđ og efla ćđri menningu og nám er ábyrgust allra fyrir viđgangi ţess lćgsta og lágkúrulegasta í menningarlegu tilliti og kemur jafnvel í veg fyrir nám og ţroska hjá fleirum en hún eflir.

Menn verđa ađ rćđa ađrar lausnir. Háskólar í usa lifa á framlögum hinna efnameiri og af samvinnu viđ stórfyrirtćki um vísindalegar lausnir og ţróun í iđnađi t.d. Er ţađ of mikill kapítalismi fyrir kommana hér. Áherslan virđist liggja miklu fremur í ađ prenta diplómu fyrir sem flesta á föstum akademískum grunni í stađ ţess ađ byggja upp merrit háskólans og ţátttöku í raunverulegum úrlausnarverkefnum. Snýst meira orđiđ um ađ mjólka peninga í tilganslaus rannsóknarverkefni, sem engum er til gagns. Milljónir í ađ undirbúa ritgerđir um vers í biblíunni t.d.

Er ekki komiđ timi á málţing um ţennan brest og gera stofnunina meira "hands on" í samfélaginu? Jafnvel í alţjóđlegu samhengi. Hvar er betra ađ nćra nýsköpun og ţróun en ţar?

Ég held annars ađ  einn gallinn sé ađ prófessorar eru embćttismenn og eru ekki ráđnir né reknir eftir verđleikum eđa framlagi. Ţeir eru launaáskrifendur ríkisins, ćviráđnir og hvatalausir. Ţađ blomstrar ekkert viđ slíkar ađstćđur.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2017 kl. 14:12

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sćll Jón

Ég er ţér algerlega sammála um ađ Háskóli Íslands ţurfi ađ horfast í augu viđ ţennan veruleika.

Rektor er hins vegar raunsćismađur, sem horfir á holun í bókhaldi skólans sem síđustu tvćr ríkisstjórnir bjóđa upp á (sbr. pistil ađ ofan). Ég býst ekki viđ neinum skrefum frá yfirstjórn skólans, sem geti leyst úr.

Ég er hins vegar ekki sammála ţér um greiningu á gildi og rekstrarformi háskóla hérlendis og erlendis.

Síđustu ár hefur heilmikiđ veriđ skrifađ um áhrif kapítalismans á rekstur háskólaí bandaríkjunum, og ţví miđur eru ţau ekki jákvćđ. Skólarnir eru reknir meira út frá hagnađarvon, ţeir fjárfesta í allskonar bréfum, eignum og landi, kennarar eru metnir og ráđnir út frá ţví hversu mikla styrki ţeir fá - ekki hversu góđar rannsóknir ţeirra eru, nemendur lenda í hringiđu skólagjaldahćkkanna sem hćkka um 10% á ári, skólar leggja ofuráherslu á ađ skrá einkaleyfi og hagnýtingu niđurstađna - en hafa ekki rétta samsetningu kennara né rétt faglegt umhverfi (eđa pening) til ađ standa í frumkvöđlastarfsemi, og svo mćtti lengi telja.

Ég er nefnilega ţeirrar skođunar ađ hlutverk háskólanna sé fyrst og fremst ađ mennta ungt fólk og svo einnig ađ stunda rannsóknir á óleystum ráđgátum. Ef akademískt frelsi ţýđir ađ einhver prófessor vill rannsaka vers í biblíunni, lifun hrúđurkalla í súrum sjó, stofngerđ bleikjunnar hérlendis eđa dvala í múrmeldýrum ţá má hún ţađ. Ţví hinir kostirnir, markađsdrifnar rannsóknir eingöngu - eđa rannsóknir á viđfangsefnum sem alţingi ţóknast ţađ misseriđ eru ávísun á ógöngur.

Arnar Pálsson, 7.4.2017 kl. 09:13

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála ađ markađsdrifin fjámögnun ein og sér getur veriđ til skađa, en ţađ er örugglega međalvegur í ţessu. 

Varđandi akademískt frelsi, ţá hlýtur ţađ ađ metast af hagnýti rannsókna. Allavega setja ţćr í ákveđna forgangsröđ. Hvort ţađ er einhver skylda skattborgara ađ borga duttlungafullar rannsóknir og hugarefni einstakra frćđimanna hlýtur ađ vera matsatriđi sem réttlćtt er af einhverskonar praktík.

Held ađ pólitísk rétthugsun og kynjapólitík vegi of ţungt í starfi skólans. Einhverskonanr Jemtelov, sem segja ađ allir eigi sama rétt óháđ pragmatískri skilgreiningu ţess sem ţeir eru ađ fást viđ, gćđi, getu og hagnýtni. Ţesskonar áhrifavaldar eiga ekki heima í háskóla. Ţađ geta ekki allir veriđ sigurvegarar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2017 kl. 10:37

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég ímynda mér ađ ríkisreknir háskólar međ prófessora sem teljast til opinberra embćttismanna bjöđa upp á stöđnun. Nýtt blóđ kemst ekki ađ fyrr en menn detta niđur dauđir.

Ţú segir ađ ţú búist ekki viđ neinum skrefum frá stjórn skólans til bóta. Ţađ er raunsćtt miđađ viđ svona ráđningakerfi. Skólinn verđur ţá samtryggingu međalmennskunnar og nepotisma ađ bráđ. Launaáskrifendurnir verja eigin hag og afkomu og ýta frá öllum sem gćtu varpađ skugga á ţá. Ţetta er vandi í öllum ríkisstofnunum.

Ţađ held ég ađ hái ţessari stofnun mest.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2017 kl. 10:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband