Leita ķ fréttum mbl.is

Įhrif erfšamengunar į villta laxastofna

Įhrif erfšamengunar į villta laxastofna, greinarkorn žetta var sent til Fréttablašsins og birtist 8. jśnķ 2017. Millifyrirsagnir eru blašsins.

Erfšamengun veršur viš blöndun alidżra og villtra ęttingja žeirra. Hśn leišir til minni lķfslķka blendinganna og hefur neikvęš įhrif į višgang villtra tegunda. Erfšamengun er ólķk annarri mengun, žvķ hśn einskoršast viš tegundir sem geta ęxlast viš tiltekin eldisdżr eša plöntur. Hśn er ólķk nįttśrulegri blöndun milli villtra stofna eša undirtegunda. Afkvęmi Ķslendinga og Taķlendinga eru dęmi um ešlilega blöndun innan tegundar, ekki erfšamengun.

Žekkt hefur veriš ķ įratugi aš kynbętur breyta erfšasamsetningu alistofna, sem verša frįbrugšnir upprunalegu tegundinni. Fimm atriši vega žar mest: i) Viš kynbętur er vališ fyrir eiginleikum og genum sem tengjast žeim. ii) Alistofnar ašlagast eldinu (lķf undir verndarvęng mannsins er ólķkt villtri nįttśru). iii) Erfšabreytileiki tapast, žvķ kynbętur byggjast į vali eiginleika sem reynast vel ķ eldi (ašrir tapast). iv) Įhrif tilviljunar eru meiri ķ eldi en nįttśrulegum stofnum vegna lķtillar stofnstęršar (veldur lķka tapi į erfšabreytileika). v) Eldisstofnar endurspegla uppruna sinn. Sķšasta atrišiš skiptir verulegu mįli į Ķslandi žvķ hérlendis er ręktašur lax upprunninn śr blöndu af 40 norskum stofnum og einum sęnskum. Erfšasamsetning norskra eldislaxa er ólķk villtum stofnum. Spyrja mį, hvaša afleišingar hefur erfšamengun į villta laxfiska?

Merkjanleg įhrif
Fleiri en hundraš rannsóknir ķ Noregi, Skotlandi og vķšar lżsa įhrifum erfšablöndunar villtra og eldislaxa. Hér er bara tępt į nokkrum atrišum. Munurinn į villtum laxi og eldislaxi birtist t.d. ķ žvķ aš eldisfiskar vaxa hrašar, eru stęrri, verša kynžroska seinna og eru ekki jafn hręddir viš afręningja og villtir laxar. Įhrif eru einnig merkjanleg ķ blendingum villtra laxa og eldislaxa, og snerta t.d. ęxlun, fęšunįm, višgang og žroska.
Nżleg erfšagreining į rśmlega 120 villtum laxastofnum ķ Noregi afhjśpaši umtalsverša erfšablöndun frį eldisfiski ķ žrišjungi stofna. Ķ kjölfariš greindu Geir Bolstad og félagar įhrif blöndunarinnar į 62 villta stofna, könnušu mun į kynjum, landsvęšum og įm meš stórlöxum eša smįlöxum. Nišurstöšurnar voru afgerandi, aukiš hlutfall gena śr eldisfiskum leišir til margvķslegra breytinga į villtum stofnum. Ķ stórlaxaįm ķ mišhluta Noregs jókst hlutfall fiska sem voru kynžroska 2ja įra ķ hverjum įrgangi samfara aukinni erfšamengun frį eldisfiski. Hęrra hlutfall gena śr eldisfiski leiddi einnig til žess aš karlkyns smįlax ķ Miš-Noregi var stęrri viš kynžroska. Sterkustu įhrifin voru į laxastofnana nyrst ķ Noregi, sem eru fjarskyldari eldislaxinum. Erfšamengunin žar hafši įhrif į stęrš og aldur viš kynžroska, óhįš sjóaldri fisksins. Breytingarnar virka e.t.v. lķtilvęgar eša jafnvel jįkvęšar fyrir leikmenn (stórir laxar eru skemmtilegri veišifiskur). En žęr geta haft alvarlegar afleišingar fyrir villta fiska, žvķ stašbundnir stofnar eru yfirleitt vel ašlagašir aš sķnu umhverfi. Smįlaxaįr ķ Noregi eru t.a.m. gott umhverfi fyrir minni laxa en verra fyrir stórlaxa. Ef erfšablöndunin gerir einstaklinga ķ smįlaxastofni stęrri, getur žaš dregiš śr hęfni žeirra til aš lifa af.

Įstęša til endurskošunar
Nišurstöšur Bolstad og félaga eru óvissu hįšar, eins og allar rannsóknir į nįttśrunni. En spurningin er ekki lengur hvort gen frį eldisfiski hafi įhrif į villta laxastofna, heldur hversu mikil og hvers ešlis žau eru? Stóra spurningin er, leišir erfšablöndunin til hnignunar og śtdauša villtra stofna? Žaš er full įstęša til aš endurskoša laxeldi ķ sjókvķum hérlendis. Sérstaklega žar sem ķslenskir laxar eru fjarskyldir eldislaxi. Įstęšan er sś aš flęši gena frį eldisfiskum getur breytt eiginleikum villtra ķslenskra laxastofna, gert žį minna hęfa ķ lķfsbarįttunni og dregiš śr getu žeirra til aš žróast ķ framtķšinni.

Fręndur vorir ķ Noregi og vinir ķ Sķle hafa brennt sig į flestu sem hęgt er ķ laxeldi. Vonandi berum viš gęfu til aš lęra af mistökum žeirra og fórna ekki lķfrķki vatna og hafs fyrir ódżrar og skammsżnar lausnir ķ laxeldi.

Heimildir
Karlsson o.fl. 2016 ICES Journal of marine science doi.org/10.1093/icesjms/fsw121,

Glover o.fl. 2017 Fish and Fisheries doi: 10.1111/faf.12214,

Bolstad o.fl. 2017 Nature Ecology & Evolution doi:10.1038/s41559-017-0124


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband