Leita í fréttum mbl.is

Stuđningur viđ menntun eykur velsćld

Til hvers í ósköpunum eru vísindi og frćđi. Sarah Palin fyrrum fylkisstjóri Alaska og varaforsetaefni var alveg međ ţađ á hreinu ađ vísindamenn vćru iđjuleysingjar sem sóuđu fé skattborgara í fáranleg gćluverkefni, eins og ađ rćkta ávaxtaflugur. Sarah og margir ađrir misskilja alvarlega hlutverk vísinda, frćđa og háskóla. Vísindin leita ađ sannleikanum um veröldina, manninn og samfélögin. Ţekking frelsar hugann, ţekking er kraftur, ţekking opnar dyr.

Háskólar eru stađur ţar sem nemendur koma og lćra um veröldina, afla sér ţekkingar. En ţeir lćra líka hvernig ţekkingin verđur til, ađferđir til ađ afla hennar og hvernig viđ tökumst á viđ óvissu og opnar spurningar. Sumir segja ađ ţví meira sem mađur lćrir, ţví betur skilur mađur hvađ mađur veit lítiđ. Ţví fylgir auđmýkt og varkárni, sem eru góđ leiđarljós fyrir líf og starf. Kokhreysti og tillitsleysi eru fylgifiskar vanţekkingar, og áskrift á yfirgang og valdníđslu.

Rektor Háskóla Íslands flutti fína rćđu fyrir útskriftarnema síđasta laugardag. Ţar fjallađi hann ítarlega um hlutverk háskóla og mikilvćgi menntunar.

Hann gerđi ađ umtalsefni nýlega skýrslu Evrópusambandsins sem sýnir hvernig stuđningur viđ haskóla og grunnrannsóknir (óháđ frćđigreinum) eykur velsćld og hagvöxt. Ţau skilabođ ţurfa ađ heyrast á alţingi, sem í nýsamţykktri 5 ára áćtlun um ríkisfjármál hefur ákveđiđ ađ svelta menntakerfi ţjóđarinnar. Hér fylgja nokkrar málsgreinar úr rćđu rektors, sem finna má á vef HÍ - hver króna í menntun verđur ađ fimm.

Sagan sýnir ótvírćtt ađ háskólar eru mikilvćgasta uppspretta nýrra hugmynda og óţrjótandi aflvakar framfara. Ţeir hafa frá alda öđli veriđ miđstöđvar frjálsrar hugsunar og ţekkingarleitar.

Vissulega eru háskólar í harđri alţjóđlegri samkeppni um nemendur og starfsfólk, en ţeir keppa ekki á markađi á sama hátt og atvinnufyrirtćki og ţeir lúta ekki skammtíma arđsemiskröfu eigenda sinna. Eigandi Háskóla Íslands er íslenskur almenningur, viđ öll, og hann deilir afrakstri starfs síns međ ţjóđinni og í raun öllum heiminum...

Áhrif rannsókna og háskólastarfs í samfélaginu takmarkast síđur en svo viđ tćknigreinar. Ţvert á móti hefur nýsköpun í öllum greinum bein og óbein áhrif á auđlegđ, framfarir og lífsgćđi. Rannsóknir í hug- og félagsvísindum eru grundvöllur skynsamlegar ákvarđanatöku á fjölmörgum sviđum í lífi okkar og almenn menntun eykur starfshćfni, ţroskar okkur sem manneskjur og dýpkar skilning okkar á umhverfinu.  

Nýlega kom út á vegum Evrópusambandsins merk skýrsla um efnahagsleg og samfélagsleg áhrif vísinda og nýsköpunar. Ţar kemur ótvírćtt fram ađ beint orsakasamband er á milli útgjalda til rannsókna, nýsköpunar og menntunar annars vegar og framleiđniaukningar og hagvaxtar hins vegar. Áhrifin eru víđtćkust í ţeim ríkjum sem fjárfesta mest í háskólastarfi, svo sem í Bretlandi og Finnlandi, en áhrifanna gćtir mun minna í ríkjum á borđ viđ Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu sem verja hlutfallslega álíka miklu fé til háskóla og Íslendingar. Ţetta verđa íslensk stjórnvöld og viđ öll ađ ígrunda. Ţađ er grafalvarlegt mál ef fjárhagsleg stađa íslenskra háskóla torveldar ţeim ađ sinna síaukinni eftirspurn atvinnulífsins eftir háskólamenntuđu og sérhćfđu vinnuafli.

Í áđurnefndri skýrslu er sýnt fram á ađ 10% aukning útgjalda til rannsókna og nýsköpunar skilar vexti ţjóđartekna sem nemur fimmfaldri ţeirri aukningu. Fjárfesting í rannsóknum og menntun skilar sér ţannig margfalt til baka í auknum hagvexti og lífsgćđum. 

Atvinnulíf framtíđarinnar mun einkennast af hátćknistörfum, síaukinni menningarsköpun og ţađ verđur sérstök áskorun ađ tryggja stöđu íslenskrar tungu og menningar á tímum alţjóđavćđingar. Háskóli Íslands er skóli atvinnulífs framtíđarinnar. Sökum stćrđar sinnar og alţjóđlegs samstarfsnets hefur Háskólinn allar faglegar forsendur til ađ veita ungu fólki samkeppnishćfa háskólamenntun fyrir eftirsótt og krefjandi störf. En til ađ Háskóli Íslands geti rćkt ţetta mikilvćga hlutverk sitt ţarf ađ tryggja ađ hann njóti sambćrilegrar fjármögnunar og háskólar í nágrannaríkjunum. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíđinni.  Samkeppnishćfni Íslands, lífskjör og farsćld samfélagsins til framtíđar er í húfi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir tvö ţúsund árum síđan, voru fólk sem bjó hús sín úr steypu ... höfđu holrćsikerfi, vatnveitu ...

Síđan komu trúarbrögđ, sem af öfundsýki lögđu ţetta í eyđi og rćndu bókum fulla af vitneskju, og geymdu í lokuđum hvelfingum (sem sumar hverjar eru enn lokađar), og settu afgangin af veröldinni í hina myrku miđaldir.  Ţar sem sultu í hel óg dóu "drottni" sínum ...

Annan eins ófögnuđ og "trúarbrögđ" eru fáséđ ... ćtli ţekking og vísindi, séu ekki ţarfaţing.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráđ) 27.6.2017 kl. 14:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband