Leita í fréttum mbl.is

Hvurslag, hvurslags - ađdáunarverđir smáglćpir

Hann hékk fram af bjargi í stormi og rýndi niđur í iđurótiđ. Fyrst hafđi hann bölsóttast yfir fólk sem hendir rusli í fjöruna, en síđan lćddist ađ honum önnur hugsun. Gamli kallinn í sögunni rekald er jafnt kunnuglegur og auđskilinn, sem dulur og framandi.

Hversu stórar hugmyndir rúmast í hverri sögu? Sérstaklega ef hún telst smásaga? Hversu flókin getur atburđarásin eđa persónusköpunin veriđ í 5000 orđum? Eins og svo margt í bókum, veltur ţetta allt á skáldinu.

Smáglćpir-KÁPA-FRAMAN-2-2

Nýlega naut ég ţeirrar blessunar ađ lesa smásagnasafn eftir Björn Halldórsson, sem kallast smáglćpir. Sögurnar eru fjölbreyttar ađ viđfangsefnum og persónum, ritađar frá vinkli barna, fullorđinna og eldra fólks. Í fyrstu sögunni segir stúlka, nýflutt í framandi hverfi, frá ţví ţegar hún kynnist dreng sem vill endilega fleygja sjónvarpi. Úr mikilli hćđ. Ţetta er ekki kviđa um rokk og ról, heldur frekar saga um fyrstu kynni og hvernig vinátta getur myndast um leyndarmál. Sögurnar eru líka misjafnar hvađ varđar viđfangsefni, en mögulega er hiđ ósagđa sameiginlegur ţráđur ţeirra allra. Sem er reyndar saga samskipta okkar í hnotskurn. Mér líkađi sérstaklega vel viđ söguna marglyttu, sem einnig er rituđ frá sjónarhóli barns. Ţar er lýst samskiptum tveggja fjölskylda á sólarströnd, á mjög kröftugan og meitlađan hátt. Björn hefur greinilega gott vald á persónusköpun, getur spunniđ sögur og kryddađ ţćr vel. Skáldiđ hfur ágćtt vald á málinu og lesningin er bćđi ţćgileg og örvandi. Inn á milli leiftra setningar af ljóđrćnu, sem gćtu jafnvel stađiđ óstuddar. Smáglćpir eru fjölbreytt og spennandi lesning, og ţađ verđur gaman ađ sjá hvađ Björn skrifar nćst.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband