Leita í fréttum mbl.is

Ómótstæðilegt, tælandi, eyðileggjandi...

Ég er fíkill.

 

Þú notar sama dóp og ég.

 

Dópið mitt er mjög algengt nútildags, en var eiginlega ekki til fyrir tveimur áratugum.

 

Dópið hefur nokkur nöfn og ólíkar birtingarmyndir, en við þekkjum það sem snjallsíma, tölvupóst, netið, tölvuleiki og samskiptamiðla.

 

„Nei hættu nú alveg“ gæti einhver sagt, „netnotkun er eðlilegur hluti af lífi nútímamannsins, fíklar nota lyf eða eiturlyf – en ekki tölvupóst!“

 

Samfélagið hefur sagt okkur að fíkn sé bara fyrir einhver úrhrök sem ánetjast eiturlyfjum eða lyfjum. Þau séu skemmd eða gölluð, en við hin séu heilbrigð. Að við getum ekki orðið fíklar. En fíkn ræðst ekki bara af svörun einstaklinga við dópinu, heldur einnig af framboði og eiginleikum þess.

 

Fíkn er fíkn, sama hvort hún sé í eiturlyf eða snjallsíma. Sannarlega er eiturlyfjafíkn meira skaðleg fyrir líkama sál, en fjöldinn sem þjáist af netfíkn er mun meiri. Og það sem verra er, við bjóðum börnum okkar upp dópið algerlega bláeyg, óvitandi um hvernig það getur raskað þroskun persónuleika þess, félagsfærni, líkamlegs atgervis og þar með framtíðarhorfum. Við erum að ala upp kynslóð af símadraugum, fólk sem vafrar um mannheima starandi á bláan skjá í hönd sér.

 

Kvikmynd Wim Wenders - Until the end of the world, sá þetta algerlega fyrir. Þar uppgötvar einhver vísindamaður leið til að skrá drauma fólks, og gera þá sýnilega í litlum handtölvum. Fólk varð algerlega heillað af því að horfa á sína eigin drauma. Þau vöfruðu um eyðimörkina með skjá í hendinni og hirtu ekkert um annað fólk (eða sjálfan sig). Og þegar þau voru búin að horfa á drauma næturnar flýttu þau sér að sofa meira til að geta tekið upp næsta draum.

 

Ég er fíkill

 

í tölvupóst – tómt inbox....vonlaust verkefni.

 

Í samskiptaforrit, twitter og blog (sbr þennan pistil).

 

Svörunin sem maður fær, losun á dópamíni í kollinum er ansi notaleg. Alter lýsir þessu við gleðina sem börn fá við að ýta á takka í lyftu, þú ýtir á takka og ljós birtist bak við töluna. Hann segir frá því að hafa stigið inn í lyftu, og 5 ára barn hafi ljómað eins og sólin. Drengurinn hafi ýtt á takkana fyrir allar hæðirnar. Hann losaði dópamín í hvert skipti sem hann ýtti á takka, og varð mjög glaður. En hann var ekki betur settur. Sama brella er notuð í skemmtigörðum heimsins, ljós, dingl, skemmtilegt lag. Og vitanlega í öllum leikjunum og smáforritunum sem soga tíma okkar og orku til sín.

Vinsamlegast lesið rólega en deilið ekki ;)

 

Pistillinn er innblásinn af bók Adams Alter - Irresistible.

http://adamalterauthor.com/irresistible/

Arnar Pálsson 16. júní 2015 Orð á bók og skjá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband