Leita í fréttum mbl.is

Segjum nei við einnota plasti

Plast er meiriháttar uppfinning, sem hefur gjörbreytt matvælaframleiðslu og lífskjörum fólks.

En kostir plasts gera það einnig að umhverfisvandamáli, þar ber hæst hversu lengi það er að brotna niður í náttúrunni. Margir hafa heyrt um plastfjöll á ruslahaugum og sumir um plastflekkina á úthöfunum. Dýralífi og lífríkinu almennt stendur mikil ógn af uppsöfnun plasts.

Lykilatrið er sú staðreynd að plast eru ónáttúrulegt efni sem lífverur geta ekki brotið niður. Jafnvel þótt plast sé búið til úr kolefnissamböndum, þá eru þau fjölliðuð í keðjur sem ensím lífvera geta ekki brotið niður. Eina þekkta undantekningin eru ensím í örverum í görnum vaxorma. En þar sem vaxormar eru ekki útbreidd tegund og bundin við land, stefnir í óefni með uppsöfnun plasts í hafinu.

Á meðan leitað að leiða til að brjóta niður plast er mikilvægt að draga úr notkun þess.

Nú stendur yfir átakið plastlaus september, sem er:

... er árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Við hvetjum fólk til að taka þátt í Plastlausum september, og vonum að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar.

Á síðu átaksins eru margar góðar ráðleggingar fyrir fólk, sérstaklega hvað varðar innkaup og aðra möguleika í vöruvali.

Elsa Þórey Eysteinsdóttir, ein skipuleggjenda skrifar um átakið í Fréttablað dagsins. Þar segir:

Einnota plast er einungis notað í nokkrar mínútur, rétt á meðan drukkið er úr glasi eða borðað af diski, svo fer það í ruslið, eða í besta falli í endurvinnslu. Allt plast sem einhvern tíma hefur verið framleitt er þó enn til, það brotnar niður í minni einingar en eyðist ekki. Sum ríki hafa markað sér stefnu til að minnka plastnotkun enda er um að ræða vaxandi vandamál.

Við getum sjálf ákveðið að minnka notkun á einnota plasti í okkar daglega lífi. Við getum valið vörur sem pakkað er í annars konar umbúðir, sleppt rörum og lokum þegar við kaupum drykki, farið með eigin ílát í verslanir sem það bjóða, keypt sápustykki í staðinn fyrir brúsa, valið grænmeti sem ekki er pakkað í plast. Áherslan er á einnota plast, engin ástæða er til að henda því plasti sem til er, reynum að nota minna en endurnotum og endurvinnum það plast sem fer um hendur okkar. Fjölmörg ráð er að finna á heimasíðunni plastlausseptember.is

Pistlar um skyld efni.

Arnar Pálsson 6. júlí 2010 Plasthafið

Arnar Pálsson 20. janúar 2010 Plastfjallið

Arnar Pálsson 27. apríl 2017 Ormar sem borða plast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband