Leita í fréttum mbl.is

Mannauđur úr engu?

Gullgerđarmenn fortíđar héldu ađ ţeir gćtu búiđ til gull úr blýi, eđa einhverju algerlega verđlausu. Ţeir héldu ađ hćgt vćri ađ umbreyta efnum í gull međ tilraunum og blöndunum.

Gullgerđ virkar ekki. En ţađ er hćgt ađ gera gull af mönnum međ ţví ađ skaffa ţeim rétt umhverfi. Mannfólk mótast af umhverfi sínu, og leiđin til ađ búa til mannauđ er ađ skaffa ungu fólki frjótt og hvetjandi umhverfi.

Ţađ er ađ segja góđ heimili og gott menntakerfi. Saman getum viđ byggt upp góđar menntastofnanir og skóla, sem hjálpa börnum ađ ţroskast og gerir fólk sjálfstćtt, skapandi og hugsandi.

Skólakerfiđ allt hefur veriđ í fjársvelti í marga áratugi, sem sést best á ástandi skólabygginga en einnig í sambćrilega alvarlegum brestum í starfi, skorti á bókum og kennsluefni og lélegri ađstöđu ólíkra skóla og skólastiga. Í formlegu skólakerfi landsins eru háskólar athvarf fyrir ţá sem vilja mennta sig og ţroskast međ ţví ađ lćra. Í Háskóla Íslands hefur langvarandi fjárskortur komiđ niđur á húsnćđi og útbúnađi, vinnuađstöđu starfsfólks og gćđum náms.

Mannauđur verđur ekki til úr engu. Mannauđur ţarfnast góđrar umgjarđar, menntastefnu, kennara, starfsfólks, bygginga og tćkja. Og ţađ getur alţingi skaffađ međ áherslu á málaflokkinn og fjármagni til háskólanna.

Torfi Túliníus fjallar um mannauđ í grein í Fréttablađinu í dag. Hann segir:

Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, međ öllum sínum tćkifćrum og áskorunum, skiptir mannauđur ekki síđur máli en í veröld fornskáldsins. Tćkifćrin eru mikilfengleg međ tćkninýjungum, hnattvćđingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríđarlegar međ fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, ađ ónefndri vaxandi misskiptingu auđs međ fylgifiskum hennar: óréttlćti og ófriđi. Til ađ nýta tćkifćrin og takast á viđ áskoranirnar er ţörf fyrir fólk sem hefur veriđ ţjálfađ í skipulagđri ţekkingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi.

Ţađ er međ öflugu menntakerfi sem ţjóđfélög skapa mannauđ af ţessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi ţar sem ţau öđlast grunnfćrni og eiga ađ eflast af sjálfstrausti og vinnugleđi. Framhaldsskólarnir byggja á ţessu starfi, hlúa ađ almennri menntun ungmenna um leiđ og ţeim er leiđbeint á fyrstu stigum sérhćfingar. Svo tekur ćđri menntunin viđ ýmist sem starfs-, tćkni- eđa háskólanám ţar sem fyrrnefnd ţjálfun fer fram. Alls stađar í samfélaginu er mannauđur mikilvćgur en háskólar hafa sérstöđu ţví ţar er hugađ ađ tćkifćrum og áskorunum nútíđar og framtíđar međ rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi ţví til fjárlaga sem liggur fyrir ţinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lćgri en í ţeim löndum sem viđ berum okkur saman viđ. Ljóst er ađ mannauđur okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hćtti ađ svelta háskólastigiđ.

Alţingi verđur ađ taka fjárlagafrumvarpiđ til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi ţess ađ stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástćđa er til ţess ađ hvetja hiđ ágćta mannval sem situr á ţingi til ađ taka höndum saman og hćkka framlög til háskóla í fjárlögum nćsta árs og efla međ ţví móti mannauđ okkar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og ţađ er hćgt ađ breyta vatni í vín. Ţađ gerđu ţeir međ góđum árangri í Fljótunum í gamla daga.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2017 kl. 15:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband