Leita í fréttum mbl.is

Flugskrímslaveisla

Í kærkvöldi bauð Rúv upp á flugskrímslaveislu. Sýndur var þáttur úr smiðju David Attenboroughs, um þróun flugeðla og fugla. Þátturinn fylgdi sögu flugeðlanna, og rakti tilurð helstu breytinga á formi þeirra og starfsemi. Fyrstu flugeðlurnar voru með hala og gátu líklega ekki gengið á afturfótunum, heldur studdust við vængina á göngu (eða klifri).

Líka voru vísbendingar um að sumar fyrstu eðlurnar hafi aðallega hangið í trjám eða á klettum, frekar en að ganga á jafnsléttu.

Þegar fram kom afbrigði án hala, opnuðust nýjir möguleikar fyrir flugeðlurnar. Einnig breyttust beinin úr venjulegum eðlubeinum í léttari og jafnvel loftfyllt rör, eins og síðar þróaðist hjá fuglum.

flying-monsters-tapejara_35634_600x450

David rakti þessa sögu eins og honum er einum lagið, og treysti mikið á tölvutækni til að sýna líkön af formi, flugi og hreyfingum flugeðlanna. Allt byggði þetta á nýlegum rannsóknum og niðurstöðum á steingervingum ólíkra flugeðla. Sumt leikur ennþá vafi á, eins og t.d. hvaða hlutverki stór kambur á höfði Tapejara flugeðlunar gengdi. S. Chatterli setti fram þá tilgátu að kamburinn hjálpað við stjórnun og snarpar beygjur. Hann lagði einnig til að vængir og kambur Tapejara* væri siglingatæki, og að eðlan hefði flotið undan vindi. Mér finnst báðar tilgátur ansi villtar, og líklegri skýring er sú sem David ræðir í þættinum. Að kamburinn hafi komið til vegna kynvals (e. sexual selection), svona dáldið eins og horn hreindýra og fjaðrakrans páfuglsins.

Altént, ég mæli með flugskrímslunum.

*Mynd af vef National Geographic.

Flying monsters - National geographic

New information on the pterosaur Tupandactylus imperator, with comments on the relationships of Tapejaridae

Felipe L. Pinheiro, Daniel C. Fortier, Cesar L. Schultz, José Artur F.G. De Andrade, and Renan A.M. Bantim

Acta Palaeontologica Polonica 56 (3), 2011: 567-580 doi: http://dx.doi.org/10.4202/app.2010.0057

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Arnar!

Ég vil meina að allt þetta þróunnartal sé á villigötum.

Allar þessar dreka-verur voru hannaðar á öðrum plánetum og fluttar til jarðarinnar frá öðrum plánetum af þessum geimverum sem að eru kallaðar Draco/Repitilian: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1309120/

Jón Þórhallsson, 19.9.2017 kl. 12:19

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Ég einnig meina að allt þetta geimverutal sé á villigötum.

Og rökin eru byggð á gögnum og vísindalegri aðferð. Horfðu endilega á þáttinn og njóttu þróunarsögunnar.

Arnar Pálsson, 19.9.2017 kl. 13:40

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Neðst á þessari bloggsíðu er yfirlit yfir stærstu viðburði í sögu jarðarinnar og þar er meðal annars minnst á hvenær þessar drekaverur voru fluttar til jarðarinnar: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1847001/

----------------------------------------------------------------

Hérna er sagt á mínútu 7:40 að  plánetur eru búnar til eins og allt annað líf; það var engin tilviljanakennd þróun frá pöddum til apa og þaðan til manna:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2200308/

------------------------------

Hérna er svo þriðji vitnisburðurinn um að háþroskaðir geimgestir frá öðrum plánetum stundi það sem að kallað er "lifandi list":

Þeir búa yfir tækni til að geta hannað lífverur eftir sínu eigin höfði: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1548604/

Jón Þórhallsson, 19.9.2017 kl. 14:00

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna eru svo skilaboð frá 100% mennskum geimgestum frá Plades-stjörnukerfinu sem að útskýra ansi margt: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2098144/

Jón Þórhallsson, 19.9.2017 kl. 14:51

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Einmitt, styrkur röksemdanna fer eftir stærð letursins.

Arnar Pálsson, 19.9.2017 kl. 15:02

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Letrið  virðist stækka ósjálfrátt ef að það er "coperað" úr öðrum texta.

Jón Þórhallsson, 19.9.2017 kl. 15:05

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hæ, piltar.

Það var hringt um daginn, og ég fór í símann og sagði halló´.

Þá sagði einhver, frá einhverri vídd, ekki þrívíddinni okkar, heldur, ja, ég hef ekki hugmynd um það.

Hann sagði,heyrðu, er líf á plánetunum?

Ég fór að stama, ja ég veit það ekki, við vitum það ekki segir nústaðreyndatrúin.

Nústaðreyndatrúin er kennd í öllum æðstu menntastofnunum.

Þá sagði þessi frá víddinni, ég var búinn að komast að því, að þið bæði heyrið og sjáið, þarna í ykkar vídd.

Getur þú ekki horft í kring um þig og sagt mér hvað þú sérð?

Þú býrð reyndar á plánetu, segðu mér hvað þú sérð.

Ég varð hálf skömmustulegur, og sagði að é sæi allskonar líf sem við kölluðum mannlíf, og svo dýralíf, að ógleymdum öllum gróðrinum til lands og sjávar.

Ég lýsti þessu öllu.

Þá glumdi í mínum manni, þarna frá víddinni.

Þetta er flott, það er aldeilis ekki ónýtt að fá svona upplýsingar frá manni á staðnum, á venjulegri plánetu, og hann getur bæði séð og heyrt hvað er að gerast á plánetu.

Þakka þér fyrir upplýsingarnar, það er sem sagt líf á plánetum.

Við höfum þá sjónarvott af plánetunni þinni og þá er líklegt að aðrar plánetur hafi líf, miðað við aðstæður þar.

Ég bið ykkur þarna vel að lifa, og bestu kveðjur úr víddinni.

Sambandið slitnaði.


Egilsstaðir, 19.09.2017  Jónas Gunnlaugsson


 

Jónas Gunnlaugsson, 19.9.2017 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband