Leita í fréttum mbl.is

Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu, Stokkhólmur 20. nóvember

Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu Norðurlanda

 

Heilbrigðisþjónusta norrænna landa er undir álagi vegna breytinga á samfélögum, efnahagslegra þátta og breytinga í læknis- og lyfjafræði. Norræna lífsiðanefndin heldur opinn fund um málið í Stokkhólmi 20. nóvember n.k. Fjöldi fyrirlesara ræðir um ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu, siðferðileg og læknisfræðileg gildi, en rýnir einnig í kerfin sem sett hafa verið upp til að auðvelda erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Dagskrá má sjá hér að neðan og þar er einnig og tengill á skráningarsíðu.

Samfara velsæld hefur hlutfall aldraðra hækkað í samfélögum á Vesturlöndum og með sjúkdómum sem leggjast aðallega á eldri borgara (eins og t.d. Alzheimer) eykst álag á heilbrigðiskerfin. Einnig hafa framfarir í læknis- og lyfjafræði leitt til þess að nú eru margskonar nýjar meðferðir eða lyf í boði, en margar þeirra eru mjög dýrar.

Hvernig getum við tekið réttar ákvarðanir um notkun á t.d. nýjum, dýrum lyfjum, í heilbrigðiskerfi með takmörkuðu fjármagni? Bilið milli þess sem hægt er að gera og þess sem við höfum efni á stækkar stöðugt.

Forgangsröðun hefur alltaf verið mikilvæg í starfi lækna og heilbrigðisstarfsfólks, en hún hefur til þessa aðallega verið á milli ólíkra sjúkdóma (mismikið fé sett í málaflokka, eins og t.d. geðheilbrigði eða klassískar lækningar). Slíkar ákvarðanir hafa oftast verið teknar á af stjórnmálamönnum eða yfirstjórnum spítala, en rökstuðningurinn er sjaldan skýr eða opinber.

Fundur norrænu lífsiðanefndarinnar í Stokkhólmi 20. nóvember næstkomandi mun spyrja áleitinna spurninga um ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu?

  • Er nauðsynlegt að breyta ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu?
  • Hversu mikils virði er líf?
  • Má neita sjúklingi um meðferð vegna mikils kostnaðar?
  • Hvaða siðfræðilegu gildi eiga að stýra ákvörðunum okkar?
  • Hvernig tryggjum við gæði heilbrigðiskerfisins, t.d. fyrir áhrifum einkaaðilla eins og lyfjafyrirtækja?

Norrænir spítalar og heilbrigðiskerfi hafa tekist á við þessar spurningar á ólíka vegu, allt frá ákvörðunum lækna í einstökum tilfellum til leiðbeinandi reglna sem settar hafa verið á tilteknum spítölum eða stofnunum.

Með þessum fundi vill Norræna lífsiðanefndin setja kastljósið á þau siðfræðilegu gildi sem ættu að vera leiðbeinandi í heilbrigðiskerfum nútímans. Markhópurinn er starfsfólk heilbrigðisstofnanna, stjórnmálamenn, fræðimenn og allir þeir sem áhuga hafa á málinu.

Nánari upplýsingar á ensku og dagskrá fylgja hér að neðan.

 

Hard Choices in Nordic Health Care 2.0 Stockholm, 20 November 2017 Background:

All countries are facing ethical and economic problems in today's and, even more, in tomorrow's health care systems. One main reason is demographic changes in the population which gives rise to increasing demands of health care. In the western hemisphere, this is mostly due to a longer life expectancy which leads to an increase of disorders that are costly for the society at large, such as for example Alzheimers disease. Another main reason is the rapid progress in biomedical technologies which often leads to new possibilities of treatment but often to increasing costs in the health sector. The development of new drugs as well as other technologies is often costly. Many countries have experienced a need for new decisions concerning what the costs for a prolonged life, often limited to a fairly short time, can be justified. The gap between what can be done and what can be afforded in the health care sector is thus growing.

There has always been a need for priority settings within modern health care, but those have hitherto often been on a horizontal level, i.e. choices between different groups of disorders. These decisions have often been made on a political and administrative level, but often not explicit and with limited transparency towards the citizens.

Today we are facing new situations where vertical priority settings have come to the fore in a more explicit manner. New ethical questions are being raised like "how much is a life worth?" or "can a patient be denied treatment due to high costs?". These questions have hitherto been implicit in professional decisions but have now also been institutionalized in different manners in systems and processes that are set up in order to defend ethical principles of priority settings in relation to business proposals from the pharmaceutical industry and other similar stakeholders.

It is quite clear that these questions are worrying for politicians and chief administrative persons in all Nordic countries. The work in this area, however, seems to mostly be focused on economical and administrative processes, whereas the fundamental ethical principles that should guide all priority settings often are not discussed satisfactory. There may therefore be a good timing to bring the primary bioethical principles that are used in the Nordic countries to discussion. The principles used in the Nordic countries are similar but not identical and it could be of great interest to compare these principles and to examine what difference this could make in health care praxis. It could also be important to examine the "old and classical" principles with the challenges in the health care sector described above.

With this conference, the Nordic Committee for Bioethics aims to highlight fundamental ethical principles that should guide the priority settings in the modern health care. The conference is aimed at medical professionals, policy makers, academics and the general public, and is a follow-up of the NCBio workshop "Hard Choices in Nordic Health Care – Expensive treatments and priority settings", held in Stockholm in November 2015.

Please note that the seminar is free of charge, but participants pay their own travel and accommodation costs. The conference is organised in cooperation with the Swedish Society of Medicine.

Preliminary programme:

08:30 Opening and welcome, NCBio Chair Professor Kirsten Kyvik

08:40 Introductory remarks and presentation of the programme, Local host Professor Ingemar Engström Session 1: What are the goals of medicine?

08:45 Autonomy and trust in bioethics, Professor Maartje Schermer, ErasmusMC Rotterdam

09:15 The nature of suffering and the goals of medicine, Professor Fredrik Svenaeus, Södertörn University

09:45 Discussion

10:00 Coffee

Session 2: Needs or demands as driving forces in health care

10:30 Justice and priority settings in health care, Professor/Director Angus Dawson, University of Sydney

11:00 The cake and its bits: can universal health care systems survive (without) ethical priority setting?, Professor Christian Munthe, University of Gothenburg

11:20 Health care as a commodity or a sign of solidarity?, Professor Bettine Lemann Kristiansen, University of Aarhus

11:40 Discussion 12:00 Lunch Session 3: Does age matter?

13:00 All men and women are born equal, Professor Greg Bognar, Stockholm University

13:30 The question of age in priority settings, Professor Ole Frithjof Norheim, University of Bergen

14:00 Discussion 14:30 Coffee Session 4: How much is a life worth?

15:00 The place of economics in priority settings, Professor Samuli Saarni, University of Helsinki

15:30 Is there a limit to health costs, Professor Gudmundur Heidar Frimannsson, University of Akureyri

16:00 Discussion Final lecture:

16:30 Who should make the hard choices in health care, Director Birgir Jakobsson, Directorate of Health, Iceland

Venue: The Swedish Society of Medicine, Klara Östra Kyrkogata 10, 101 35 Stockholm

The conference is open for registration!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Af hverju er fólk að veikjast svona mikið?

Gæti það verið af því að það er ekki lifað rétt?

Hverjar eiga að vera FYRIRMYNDIDR samfélagsins?

Hvar er hin rétta og fullkomna sýn á hið fullkomna samfélag?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/

Jón Þórhallsson, 9.10.2017 kl. 10:08

2 identicon

Þetta er bara "bull" ... ég get ekki séð, á hverju þetta byggist ... Svíþjóð hefur sjálft fært heimsfræga læknisþjónustu niður í að engin fái læknisþjónustu.  Biðraðir, menn eru fyrst settir fyrir "hjúkrunarkonu" sem dæmir um það hvort það sé þess virði að hjálpa þér.  Læknisþjónustan er orðin "outsource" grein, þar sem fólk er ráðið á 4-földu verði, til að framkvæma 4-sinnum minna verk.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband