Leita í fréttum mbl.is

Menntun og rannsóknir í öndvegi

Leyndarmál veraldar, lögmál náttúru, hagkerfa, sálar og líkama hafa afhjúpast með vísindum og fræðum. Við höfum lært um gang himintunglanna, orsakir sjúkdóma, eiginleika frumefna og rafmagns. En einnig um þroska einstaklingsins, breytingar á samfélögum, félagslega krafta og snilld og veikleika mannfólks.

Þekking sprettur ekki af sjálfu sér eða úr mold, hana þarf að rækta. Til að rækta þekkingu þarf menntun og menntastofnanir, aðbúnað og frelsi til rannsókna og fræðistarfa, viljugt og fært fólk og síðast en ekki síst, stuðning samfélags.

Í umræðu nútímans eru samt ekki margir sem halda á lofti mikilvægi menntunar og vísinda. Auðvitað er míkilvægt að byggja íbúðir, búa til störf, lækna fólk og halda börnum uppteknum meðan foreldrar vinna. En mér virðist eins og stundum gleymist að hugsa til framtíðar. Menntun og vísindastörf eru undirbúningur fyrir framtíðina. Líka fyrir hina ófyrirsjáanlegu framtíð.

Stundum höldum við að sérstakur undirbúningur sé betri en almennur. Það að búa til varnarvegg fyrir flóð er sértækur undirbúningur fyrir mögulega ógn í framtíðinni. Það að mennta fólk og afla þekkingar um ákveðin fyrirbæri, er almennari undirbúningur fyrir áskoranir framtíðar. Auðvitað er mikilvægt að verjast flóðum, eins og að bregðast við brýnum vandamálum. En við verðum líka að passa að borða ekki allt útsæðið.

Með því að vanrækja menntun erum við ræðarinn sem hugsar bara um að róa, en horfir aldrei í kringum sig. Slíkur einstaklingur gæti snúist í hringi, róið á haf út frekar en til lands eða hamast á árunum þótt báturinn sé bundinn við bryggju.

2014ag14magnusj.jpgÍ kosningarbaráttu mánaðarins hefur ekki borið mikið á umræðu um mikilvægi menntunar, vísinda og fræða. Kjartan H. Njálsson bendir á þetta og mikilvægi vísinda fyrir íslenskt samfélag í leiðara Fréttablaðs dagsins. Hann ræðir m.a. tímamótarannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 1967 og segir:

Við erum enn eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar fjárframlög til vísinda eru skoðuð. Þannig er undarlegt, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið vísindi og rannsóknir hafa fært okkur, hve lítið fer fyrir vísindum í yfirstandandi kosningabaráttu. Vísindi ber varla á góma í umræðuþáttum og viðtölum við þá sem falast eftir trausti kjósenda til að tryggja áframhaldandi velsæld og framfarir hér á landi.

Rétt eins og við gerðum í október árið 1967 þá þurfum við að tryggja vísindamönnum stöðuga og öfluga innviði og umhverfi fyrir vísindastörf. Núverandi stefna í þessum mikilvægu málum er ekki til þess fallin að blása íslenskum vísindamönnum eldmóð í brjóst. Því fer fjarri.

Á morgun stendur Vísindafélag Íslendinga og félag prófessora fyrir málþingi um hlutverk vísinda og menntunar, og hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkana. Ég hvet þá sem vilja veg vísinda og menntunar á Íslandi til að mæta.

Háskólar í öndvegi? Framtíð háskólastigsins á Íslandi

Þjóðminjasafnið 12:15.

Mynd af veiðivötnum, jarðfræðilegu og líffræðilegu undri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Stundum þarf ekki alltaf mikla fjármuni til vísindastarfa;

heldur mættu okkar fremstu vísindamenn í HÁSKÓLA ÍSLANDS vera duglegri við að ræða um ýmis viðfangsefni sem að hafa átt sér stað á erlendum vettvangi og hægt er að finna á netinu:

Er Háskóli Íslands t.d. búinn að kynna sér öll fræðin hans Billy Meier og mynda sér endanlega afstöðu til þeirra mála?

Það viðfangsefni væri í raun efni í heilan sjónvarpsþátt á rúv undir leiðsögn 2-3 okkar fremstu ÍSLENSKSU hugsuða:

=það er UMRÆÐAN  er ekki síður mikilvæg heldur en að heimta stöðugt fjármagn af skattborgurum í mis-vitrar rannsóknir:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2/

Jón Þórhallsson, 17.10.2017 kl. 14:36

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar alveg umræðuna um það hvort að við séum alein í geimnum eða ekki: 

Það eru til margir "þungaviktarmenn" í þeim málum erlendis  sem að eru sannfærðir um slíkt;

en hvar er umræðan hjá íslenskum vísindamönnum?

https://www.youtube.com/watch?v=kg9N90EAfzY

Jón Þórhallsson, 17.10.2017 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna gæti lausnin á krabbameinsvandanum verið komin:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2204235/

Alla vega gæti það verið þess virði fyrir Háskóla íslands að skoða þau fræði og tæki sem að Johan Boswinkel notar tengt sínum skjólstæðingum: 

Jón Þórhallsson, 17.10.2017 kl. 16:33

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Hluti af því sem við leitumst við að kenna í háskóla er að greina muninn á traustum fræðum og gervivísindum.Í vísindum og fræðivinnu er strangar kröfur um aðferð, heimildavinnu, rekjanleika og prófanlegar tilgátur.Háskólapróf gerir fólk ekki ónæmt fyrir ósannindum eða kemur í veg fyrir að það framleiði kjaftæði sjálft, en án menntunar værum við enn verr sett.Hugsum okkur myrkar miðaldir eða heilaþvott íbúa Norður Kóreu.

Arnar Pálsson, 17.10.2017 kl. 17:19

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég skora á raunvísindadeild HÁSKÓLA ÍSLANDS  að skoða neðsta myndbandið í þessari bloggfærslu og fylgja þeirri frétt eftir í rúv-sjónvarpsfréttum: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1360331/

Jón Þórhallsson, 17.10.2017 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband