Leita í fréttum mbl.is

Kjóstu menntun

Í kosningunum 28. október nćst komandi er tćkifćri til ađ setja menntun á stall.

Afglöp stjórnmálamanna, mótsagnir í störfum ţeirra og orđum, tap á trausti á alţingi og stofnunum samfélagsins kalla öll á ađra sýn á stjórnmálin og forgangsröđun samfélagsins.

Menntun hefur um áratuga skeiđ veriđ afgangstćrđ í íslensku samfélagi. Eitthvađ sem rćtt er um á tyllidögum, en vanrćkt ţess á milli. Á Íslandi hefur menntun veriđ um áratuga skeiđ ekki veriđ álitin máttur, heldur frođa. Skóli lífsins er álitinn merkilegri en skóli frćđanna.

Nemendur í háskólum hafa sent ákall til frambjóđenda og ţjóđar, um ađ menntamál verđi sett á oddinn. Framtíđ nemann og landsins hangir á spýtunni.

Forkólfar nemendafélaga hafa ritađ nokkrar góđar greinar um máliđ, undir merkin u #kjóstumenntun. Fyrstu greinina skrifađi Ragna Sigurđardóttir - Kjóstu menntun 28. október

Hún segir:

Íslenskt háskólakerfi fćr ekki ţá athygli og fjármögnun sem til ţarf og stjórnvöld verđa ađ stíga alvöru skref til ţess ađ kerfiđ ţjóni bćđi nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur ađgengi ađ menntun og menntunarstig ţjóđa bein áhrif ekki ađeins á efnahag, heldur líka á gildi, ţekkingu og viđhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagiđ.1,2

Ţađ er ţví kominn tími til ađ íslenskt háskólakerfi sé fjármagnađ međ fullnćgjandi hćtti. Til ţess ţarf metnađ stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum viđ í Stúdentaráđi ađ mikilvćgt sé ađ hafa skýra framtíđarsýn fyrir Ísland í alţjóđlegu samhengi. Stúdentaráđ Háskóla Íslands hvetur ţví stjórnmálaflokka á Íslandi til ađ beita sér fyrir bćttri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur ađ kjósa menntun ţann 28. október.

Benedikt Traustason fjallađi einnig verđmćtin fólgin í náttúrunni.

Hann sagđi:

Undanfarin 10 ár hefur nćr stöđugt veriđ skoriđ niđur til líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Innan ţeirrar deildar eru m.a. ferđamálafrćđi, en ferđaţjónusta er ein meginstođ íslensks atvinnulífs, og líffrćđi, sem gegnir lykilhlutverki viđ ađ skilja ţćr breytingar á náttúrunni sem viđ stöndum frammi fyrir. Innan ţeirrar deildar eru ţeir sérfrćđingar sem treysta verđur á til ađ draga úr óćskilegum áhrifum loftslagsbreytinga. Á seinustu 10 árum hefur námsframbođ innan líffrćđinnar veriđ rýrt, skyldufögum í grunnnámi veriđ fjölgađ, valnámskeiđum fćkkađ um ríflega helming, verklegum kennslustundum fćkkađ um fjórđung og vettvangsferđir skornar burt eđa skildar eftir í skötulíki.

Nám ţeirra sem viđ ćtlumst til ađ rannsaki áhrif loftslagsbreytinga og hvađ kann ađ vera til ráđa er ţess vegna einsleitara, sérhćfing nemenda er minni og af ţeim sökum er geta okkar til ađ takast á viđ loftslagsvandann takmarkađri. Ţađ er ţví grátbroslegtađ hugsa til ţess ađ stćrstu atvinnuvegir Íslendinga eru og hafa veriđ byggđir á náttúrunni. Er ţá sama hvort litiđ er til landbúnađar, fisksins í sjónum eđa lunda og hvala sem lađa sífellt fleiri ferđamenn til landsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband