Leita í fréttum mbl.is

Svör við þróunargátunni undir Herðubreið

Þróun lífvera er staðreynd. Hlutverk náttúrulegs vals í tilurð fjölbreytileika lífsins er ekki í vafa. Aðrir þróunarkraftar eru til dæmis stökkbreytingar - nýjar verða til í hverri kynslóð, tilviljun - sem breytir tíðni gerða, stofnbygging - t.d. vegna fars einstaklinga eða fjúkandi fræja og endurröðun - sem stokkar upp erfðasamsetningu stofna og býr til nýjar samsetningar í hverri umferð. Einnig kemur náttúrulegt val í nokkrum myndum. Það getur varðveitt vissa eiginleika en einnig ýtt undir betrumbætur og nýjungar. Það getur líka viðhaldið stöðugleika eða ólíkum gerðum við mismunandi aðstæður.

Þegar talað er um þróunarráðgátuna, er átt við hinar mörgu spurningar sem ósvarað er, t.d. um hlutfallslegt mikilvægi þróunarkraftana eins og áhrif tilviljunar og náttúrulegs vals.

Herdubreidarlindir2016Spurninguna má orða sem svo, hversu fyrirsjáanleg er þróun? Ef þróun einhvers hóps væri endurtekin, myndi hún verða eins eða mjög ólík? Við getum vitanlega ekki svarað þessari spurningu beint, t.d. er ómögulegt að prófa hvort að maðurinn myndi þróast aftur ef við gætum spólað 5 milljón ár aftur í tímann og byrjað með sameiginlegan forföður manns og simpansa.

En það er hægt að skoða aðskilda stofna innan sömu tegundar og athuga hvort að þeir hafi þróast í sömu átt.

Það er einmitt það sem Sigurður Snorrason og félagar við HÍ, ásamt vinum sínum á Hólum, eru að rannsaka. Þau eru að kanna hvort að dvergbleikjur sem finnst í mörgum lindum á gosbelti íslands hafi þróast á sama hátt eða mismunandi.

Rannsóknin felur í sér samanburð á útliti, vistfræði og erfðamengi ólíkra stofna. Dvergbleikjurnar eru agnarsmáar, þær verða kynþroska 10-15 sm langar og eru handónýtar til átu. Það er líka bannað að veiða þær, amk innan þjóðgarða.

Til að ná í sýni fór Sigurður og félagar upp á hálendið síðastliðið sumar. Við Herðbreið hittu þeir fyrir Gísla Einarsson og landagengið hans. Viðtal við Sigurð og myndir af fiskunum og sýnatökunni má sjá í Landanum sem sýndur var fyrir rúmri viku. Myndskeiðið hefst á 11 mínútu, og er vel þess virði að skoða.

Myndin sem fylgir pistlinum er af Sigurði og Zophoníasi samstarfsmanni hans við Hvannalindir 2016.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Arnar!

VITANÐ ORÐRÉTT Í ÞÍNA GREIN: 

"Spurninguna má orða sem svo, hversu fyrirsjáanleg er þróun?

Ef þróun einhvers hóps væri endurtekin, myndi hún verða eins eða mjög ólík? Við getum vitanlega ekki svarað þessari spurningu beint, t.d. er ómögulegt að prófa hvort að maðurinn myndi þróast aftur ef við gætum spólað 5 milljón ár aftur í tímann og byrjað með sameiginlegan forföður manns og simpansa".

----------------------------------------------------------------------------------------

MITT SVAR VIÐ ÞÍNUM HUGLEIÐINGUM:

Þó svo að allt líf þróist eitthvað smávegis eins og þyngd, hæð, styrkleiki, gáfur og hegðun að þá var það ekki þannig að maðurinn sem tegund MEÐ SÍN FULLKOMNU SKILINGARVIT hafi þróast út frá öpum:

Það kom t.d stór hópur af hvítu fólki frá öðru stjörnukerfi /PLEIADES til jarðarinnar fyrir 225.000 árum og reysti háþroskaða menningu í Atlantis og síðan pýramídann mikla fyrir ca.10.700 árum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2166017/

=Umræður um apaþróun til manna er á villigötum.

Jón Þórhallsson, 9.11.2017 kl. 13:41

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jörðin er semsagt flöt, Jón Þórhallsson?

Halldór Egill Guðnason, 9.11.2017 kl. 19:30

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hef ég einhverntíma sagt að jörðin sé flöt?

Erum við ekki að ræða hérna um uppruna mannsins á jörðinni?

Jón Þórhallsson, 9.11.2017 kl. 20:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Smá glens er hún ekki trilljón flatir?

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2017 kl. 05:28

5 identicon

Jón hefur ekkert nema einhver bull ssmsærisvídeo

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2017 kl. 09:29

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvert er bullið?

Líta ekki allir vísindamenn á það sem 100% staðreynd að heimsveldið Atlantis hafi verið til, þar sem að Atlantshafið er núna og pýramídarnir standa ennþá sem 100% sönnun fyrir utanjarðar-arkitektúr.

Jón Þórhallsson, 10.11.2017 kl. 10:09

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Það er hægt að prófa tilgátuna um fyrirsjáanleika þróunar, ef við skoðum lífríkið á samhliða jörðum. Vísindasagnfræðingurinn Terry Pratchett og Sagnvísindafræðingurinn Stephen Baxter lýsa þessu í bókum sínum um löngu jörðina (the long earth), þar sem samhliða jarðir eru bara eitt skref í burtu (maður þarf smáraftækjakassa drifinn af kartöflu, eða ef þú ert Joshua Valentine, bara rétt hugarástand til að taka skrefið).

Hver samhliða veröld er ólík, sérstakt tilfelli af líkindatrénu. Á næstu jörð við hliðina eru t.d. engar mannverur, en forfeður okkar höfðu samt þróast. Á öðrum jörðum voru einhverjir syngjandi Homo habilis (kallaðir tröll auðvitað), sem gátu stikað milli jarða en höfðu samt ekki fundið upp málmvinnslu eða ritmál.

Samkvæmt niðurstöðum Pratchett og Baxter er fyrirsjáanleiki þróunar ansi mikill, því að mjög áþekk lífsform komu fram aftur og aftur. Samkvæmt þeim voru hryggdýr nær alltaf afurð þróunar, og fremdardýr mjög algeng. En vitibornar verur mjög sjaldgæfar. Reyndar þróuðust aðrar manntegundir líka til vits, amk miðað við gögnin í fyrstu tveimur bókunum, en líka hundar í einu tilfelli.

Til frekari fróðleiks og upplyftingar

thelongearth.wikia.com/wiki/The_Long_Earth_Series

Arnar Pálsson, 10.11.2017 kl. 10:43

8 identicon

Ekki veit ég til þess að það sé almennt talið að Atlantis hafi verið til... nema í skáldsögum  
Pýramídar eru ekki sönnun fyrir "utanjarðar arkitektur"

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2017 kl. 11:56

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna er 100% sönnun fyrir því að utanjarðargestir hafi komið að byggingu Píramídands mikla: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1290060/

---------------------------------------------------------------

Fræðsla frá Billy Meier:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2203718/

------------------------------------------------------------

Fræðsla frá Elizabeth Klarer:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1315935/

Jón Þórhallsson, 10.11.2017 kl. 12:28

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Var Guð geimfari?

Halldór Egill Guðnason, 10.11.2017 kl. 18:06

11 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fyrstu mennirnir á jörðinni voru geimfarar sem að komu frá öðru stjörnukerfi. EDEN er staðlað nafn á geimbækistöðvum sem að eru settar niður á plánetur víðsvegar um geiminn af háþroskuðum geimgestum  sem að flakka um geiminn og nema lönd/plánetur.

Það svarar samt ekki spurningunni um upphaf mannsins sem tegundar í alheimi.

Þó svo að "GUÐ" hafi ekki sett Adam & EVU á þessa jörð að þá  þarf það samt ekki að útiloka   að það geti verið til einhverkonar ósýnileg hugsandi andavera sem að við getum kallað "GUÐ".

Jón Þórhallsson, 11.11.2017 kl. 12:07

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"I rest my case"

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.11.2017 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband