Leita í fréttum mbl.is

Api nuddar chilipipar í feldinn

Hann beit chilipiparinn í tvennt. Maulaði á endunum. Síðan byrjaði hann að rjóða tættum piparnum í feldinn. Sama gerði hann við blaðlaukinn sem á boðstólnum var.

Hettuapar í náttúrunni velja lauf af plöntum með sterka lykt og ákveðna efnasamsetningu. Þeir hnoða blöðin og brjóta upp, og nudda safanum úr þeim í feldinn og á húðina. Þetta er félagslegt atferli, þeir eru oft margir saman og hjálpast að við erfiðu blettina til dæmis.

En hvers vegna í ósköpunum ætti skynug vera eins og hettuapi að nugga chilipipar í húðina? Í ljós hefur komið að lyktin virðist fæla burt moskítóflugur, og efni í ávextinum og sumum plöntum hindrar vöxt baktería. Með öðrum orðum, hettuaparnir stunda grasalækningar.

Fyrir nokkrum árum las ég kafla í bók eftir Robert Sapolski, um dýr sem virtust nota plöntur sem lyf.* Niðurstaða þess kafla var að einhverjar vísbendingar voru um að dýr nýttu sér plöntur vegna lækningamáttar en mörgum spurningum var ósvarað.

Velja dýr plöntur vegna fyrirbyggjandi eiginleika, t.d. fæla burt ásætur og sníkjudýr?

Velja dýrin plöntur meðvitað eða ómeðvitað?

Er hegðunin innbyggð eða lærð?

Í þætti um Furðudýr í náttúrunni sem sýndur var síðasta mánudag, var fjallað um varnir lífvera. Þar voru hettuaparnir teknir fyrir og einnig hið blóðrauði sviti flóðhestanna...

Furðudýr í náttúrunni- RÚV.

* Trouble with testosterone. R. Sapolski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband