Leita í fréttum mbl.is

Ólympíuleikar í líffræði 2018, landskeppninn

Undankeppni fyrir val landsliðs framhaldsskólanna í líffræði fer fram 24. janúar nk.

Keppnin fer þannig fram að nemendur þreyta 60 mínútna próf sem samanstendur af 50 krossaspurningum á ensku. Prófinu fylgir orðalisti með þýðingum fræðilegra hugtaka. Önnur hjálpargögn eru ekki leyfð.

Frestur til skráningar er til föstudagsins 19. janúar.

Hver skóli sér um framkvæmd prófsins fyrir sína nemendur. Tengiliður fær sent pdf-skjal með prófinu á þriðjudaginn 23. janúar. Hann sér um að prenta út og fjölrita prófið og leggja það fyrir nemendur skólans miðvikudaginn 24. janúar kl. 10:00-11:00.

Þeir 15 nemendur sem flest stig hljóta í undankeppninni komast áfram í lokakeppni sem haldin verður í febrúar eða mars nk.

Þá verður valið landslið fjögurra nemenda til þátttöku í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í líffræði (IBO, International Biology Olympiad, http://ibo2018.karamudini.com/) sem haldin verður í Teheran í Íran í júlí 2018.

Samkvæmt reglum IBO mega ‏‏þátttakendur í keppninni ekki hafa náð 20 ára aldri þann 1. júlí 2018 (verða að vera fæddir 1. júlí 1998 eða síðar).

Aðeins þeir nemendur sem uppfylla þessi skilyrði eru gjaldgengir í lokakeppnina.

Nánari upplýsingar hjá fulltrúum framhaldsskólakennara í IBO-nefnd Samlífs (Jóhönnu Arnórsdóttur MR, Þórhalli Halldórssyni FA og Karen Pálsdóttur FB) og á lifkennari.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband