Leita í fréttum mbl.is

Uppspretta einstaklingsins

Hvað ræður því hvernig einstaklingur við verðum?

Eru það atlætið, umhverfið, mótlætið eða samskiptin?

Eru það gen sem hafa áhrif á útlimi og andlit, persónuleika eða líkamlegan styrk?

Eða skiptir teningakast máli. Heppni eða óheppni, eftir því hvaða form tilviljunin tekur sem markar okkur fyrir lífstíð?

Einnig má spyrja, hegða eineggja tvíburar sér eins?

Með öðrum orðum, munu tveir einstaklingar með sömu arfgerð hegða sér eins?

Auðvitað munu þeir ekki gera allt eins, lyfta kaffibolla á sömu sekúndu eða berja á puttann á sér í sama höggi.

En óvíst er hversu mikil áhrif tilviljun og saga einstaklingsins hefur á atferli, hegðun og persónuleika?

Ben de Bivort við Harvard Háskóla tilheyrir hópri ungra vísindamanna sem eru að takast á við slíkar spurningar. Hann notar hugmyndir þróunarfræðinnar og aðferðir sameindalíffræði og gerir tilraunir á ávaxtaflugum.

Ben mun halda erindi á vegum líffræðistofu Háskóla Íslands þriðjudaginn 13. mars nk. 

Erindið verður í Fróða, fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar kl. 10:00

í stofu 131 í Öskju - náttúrufræðahúsi HÍ - aðgangur ókeypis og öllum heimill).

Hér fylgir titil erindis hans og tengill á ágrip þess.

The de Bivort lab in the Department of Organismic and Evolutionary Biology and at the Center for Brain Science at Harvard University.

"Intragenotypic variability and the origins of individuality"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Allt hefur áhrif;

það er bara spurning hvernig skífuritið lítur út:

Hérna er hugmynd:

25% Gen frá foreldrum./uppeldi

25% Umhverfi. Sveitadvöl/stórborg?

25% Hverjar eru fyrirmyndir viðkomandi?

25% Samskipti frá nánum vinum/ættingjum.

100%

Jón Þórhallsson, 10.3.2018 kl. 17:31

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að við tækjum eineggja tvíbura og aðskildum þá í fæðingu.

Annar yrði alinn upp á prests-setri á Íslandi

en hinn hjá vítisenglum í kristjaníu.

=Að þá gætum við verið komin með 2 gjörólíka "karaktera"

eftir 40 ár.

Jón Þórhallsson, 10.3.2018 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband