Leita í fréttum mbl.is

Veirur og saga íslenskra vísinda

Vísindafélag Íslendinga heldur málţing um veirur og vísindasögu í Safnahúsinu viđ Hverfisgötu laugardaginn 7. apríl kl. 13.30. Flutt verđa ţrjú erindi ţar sem sjónum verđur bćđi beint almennt ađ íslenskri vísindasögu og tilteknum ţćtti hennar í fortíđ og nútíđ, ţ.e. hvernig rannsóknir á sauđfjársjúkdómum á tilraunastöđinni ađ Keldum hafa nýst til skilnings á HIV-veirunni og í baráttunni viđ hana. Sá hluti er ekki einungis sögulegur ţví ađ mikilvćgar uppgötvanir hafa veriđ gerđar í nýjustu rannsóknum á Keldum sem skipta máli fyrir samtímann og framtíđina.

Sigurđur Guđmundsson, prófessor viđ lćknadeild HÍ, segir frá arfleifđ Björns Sigurđssonar sem kom á fót tilraunastöđinni ađ Keldum um miđja 20. öld og gerđi merkar rannsóknir á mćđi-visnuveirunni í sauđfé sem reyndust löngu síđar ómetanlegar viđ rannsóknir á HIV-veirunni. Valgerđur Andrésdóttir, sameindalíffrćđingur á Keldum, gerir síđan grein fyrir nýlegum rannsóknum á mćđi-visnuveiru og tekur dćmi um hvernig ţćr hafa nýst til skilnings á HIV-veirunni og í baráttunni viđ hana. Einnig fjallar Ţorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, um sögu íslenskra vísinda síđustu öldina og tekur dćmi um gagnkvćma víxlverkun vísinda og samfélags, ţ.e. ýmiss konar áhrif vísindanna á líf fólks og störf en einnig fjölbreytt áhrif samfélagsins á vísindin, verkefnaval og afurđir.

Málţingiđ er ţađ fyrsta af sex sem Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir á árinu um vísindi og samfélagslegar áskoranir í tilefni af aldarafmćli bćđi félagsins og fullveldis Íslands. Hlutdeild vísindanna í íslenskri menningu frá fullveldi verđur m.a. skođuđ á málţingunum en ekki síđur er ćtlunin ađ stuđla ađ almennri umrćđu um samhengi vísindanna viđ samfélagslegar áskoranir međ framtíđina í huga. Á síđari málţingunum verđur m.a. fjallađ um máltćkni, umhverfismál og ferđamál.

Lokamálţingiđ verđur haldiđ á 100 ára afmćli félagsins 1. desember en ţađ var stofnađ sama dag og Ísland varđ fullvalda ríki, međ ţađ í huga ađ öflug vísindastarfsemi vćri ţjóđinni nauđsynleg til ađ dafna. Félagiđ stefnir ađ ţví ađ styrkja stöđu vísinda í íslensku samfélagi og menningu, m.a. međ ţví ađ standa fyrir frćđslu og umrćđum um ýmiss konar rannsóknir og dagskráin á afmćlisárinu er einmitt liđur í ţví.

Annar liđur í afmćlisdagskránni er samstarf viđ Vísindavefinn um dagatal íslenskra vísindamanna ţar sem umfjöllun um frćđimenn birtist daglega allt áriđ: Markmiđiđ er ađ bregđa upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hérlendis og ţýđingu ţess fyrir samfélagiđ allt.

http://www.visindavefur.is/flokkur/242/dagatal-islenskra-visindamanna/

Ítarefni: Arnar Pálsson 9. júlí 2015 Mćđi og visna og upphaf lentiveirurannsókna

Erindi Halldórs Ţormar um Mćđi og visna og upphaf lentiveirurannsókna

Margrét Guđnadóttir veirufrćđingur

Arnar Pálsson 30. júlí 2013 Fremstur vísindamanna á Íslandi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband