Leita í fréttum mbl.is

Hafið hugann dregur og heillar

Við búum á vatnsplánetunni. Yfirborð plánetunar er að meirihluta þakið vatni, allar lífverur nota vatn í frumum sínum og líkömum, margar þeirra þurfa vatn til að geta fjölgað sér og lífið á jörðinni varð aö öllum líkindum til í vatni.

Undanfarnar 7 vikur hefur RÚV sýnt stórbrotna þætti um hafið bláa (Blue planet II).

img_1177.jpgÞeir hafa verið unun á að horfa, nema náttúrulega síðasti þátturinn sem fjallar um hætturna sem stafa að lífríki hafsins. Við þurfum aldelis að spýta í lófanna, minnka kolefnisfótsporið (t.d. fækka utanlandsferðum), draga úr plastnotkun, græða landið og vernda lífríki sjávar. Við þurfum að hugsa alvarlega um að útbúa þjóðgarða í sjó, sem gætu jafnvel verið hér við land eins og á kóralrifinu mikla eða í strandfenjaskógum Asíu.

Mér fannst líka mjög forvitnilegt að fylgjast með „á tökustað" þáttunum sem fylgdu í kjölfarið. Þar er sérstaklega minnistæður þátturinn um kolkrabbana við Suður Ameríku. Þeir eru nefnilega með ólíka persónuleika, eru fljótir að læra og beita ýmsum ráðum til að verjast afráni. Einn þeirra var gripinn af hákarli, ætla mætti að væru endalok sögunar. Kolkrabbinn barðist hins vegar um á hæl og hnakka, og beittir síðan bráðsnjöllu ráði. Hann tróð öngum sínum inn í tálkn hákarlsins og hindraði öndun hans. Hákarlinn valdi lífið fram yfir máltíðina, og kolkrabbinn slapp.

Í frétt í vikunni var sagt frá því að vinsælar heimildamyndir hafa áhrif á val fólks á námsbrautum. Í Bretlandi juku sýningar á Blue planet aðsókn að námi í sjávarlíffræði og skyldum greinum. Lífríki Íslands og efnahagur er samofin hafinu. Við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun hafa verið stundaðar (og eru) margvíslegar og forvitnilegar rannsóknir á lífverum hafsins og vistkerfum. Þótt að í grunnnámi í líffræði sé ekki höfuðáhersla á sjávarlíffræði, hafa margir farið í rannsóknir í fiskifræði og sjávarlíffræði, með því að fara í meistara og/eða doktorsnám hérlendis.

Sem dæmi má nefna rannsóknir

á skyldleika og erfðamengjum þorsksins og skyldra tegunda.

á áhrifum súrnunar á lífríki sjávar

klóþangi (Ascophyllum nodosum) í Breiðafirði, Íslandi og áhrifum umhverfisþátta á lífmassa og plöntuhæð

og síðast en ekki síst hvölum við strendur Íslands.

Þeir sem heillast hafa af undrum hafsins og lífríki þess, og eru að velta fyrir sér BS námí á háskólastigi, gætu sótt um nám í líffræði við HÍ. Þannig gætu þau lært um og rannsakað t.d. hákarla, kolkrabha, kóralla og fiska.

Ítarefni:

Rúv. „Blue Planet áhrifin“ mælast víða

Mynd af ljónafiski var tekin í sædýrasafni í Norður Karólínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband