Leita í fréttum mbl.is

Hið innra drif, aflvaki góðra vísinda

Hvaða hvatningu þurfa akademískir starfsmenn til að vinna vel? Að mínu viti er mikilvægt að drifið til að stunda góð vísindi, kenna af ástríðu eða vilja bæta samfélagið og veröldina komi innan frá. Ekki vegna þess að akademískir starfsmenn vænti launagreiðslu í lok árs, medalíu frá skólanum fyrir góð störf, karamellu í vikulok.

 

Samt fá háskólakennarar launabónusa fyrir rannsóknar „afköst“ sem metið er með mats og hvatakerfi háskólans. Spurning er hverus langt á að ganga í þeirri vitleysunni. Ætti að gefa rannsóknarpunkt fyrir að mæta á háskólaþing? Og annan fyrir að taka þátt í umræðum og skrifa á skoðanir á blað?

 

 

Ég tel ytri hvatning ekki nauðsynlega og ef til vill til óþurftar fyrir starf háskóla og vísindi almennt. Það var skoðun Edward Lewis, sem fékk Nóbelsverðlaun í læknis- og lífeðlisfræði árið 1995 fyrir að uppgötva hox genin. Hann taldi að of mikið hrós myndi grafa undan þroska doktorsnema. Hann sagði „í drottins nafni, ekki hvetja þau“ („For Gods sake do not encourage them“). Hans skoðun var sú, að doktorsnemar yrðu að finna sitt innra drif og áhuga til að vinna starf sitt vel.

 

Edward vann að rannsóknum á sínu sviði erfðafræði um áratuga skeið. Hann var þolinmóður og samviskusamur, setti t.d. upp 50.000 ólíkar æxlunartilraunir á starfsferli sínum. Hann birti niðurstöður sínar, en var ekki með mesta „framleiðni“ í deildinni sinni. Hann var þolinmóður og fylgdi eftir tilgátum sínum, enda voru nóbelsverðlaunin gefin fyrir uppgötvanir hans ekki fjölda greina sem hann birti.

Ítarefni:

Æviágrip Edward B. Lewis á vef Nóbelsverðlauna nefndarinnar.

Pétur H. Petersen og Arnar Pálsson, Fréttablaðið 2016. Gallað vinnumatskerfi HÍ vinnur gegn gæðum visinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akademían þarf alltaf á gagnrýni að halda. Í Jyllandsposten í gær er grein sem nefnist:"Universitetet er blevet en statslig pölsefabrik". 

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 27.11.2018 kl. 08:16

2 Smámynd: Arnar Pálsson

takk Sigurður

ég finn ekki greinina, var hún í öðru blaði?

Arnar Pálsson, 27.11.2018 kl. 11:47

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Endurvekjum þátt eins og NÝJASTA-TÆKNI OG VÍSINDI fyrir fullorðna

og höfum slíkan þátt vikulega í rúv sjonvarpi.

Þó að maður hafi verið krakki

að þá horfði maður alltaf á þá þætti í æsku.

Sigurðu H. Richter hafi alveg sérstakan talanda til að ná til allra aldursbópa og útskýra allt það nýjasta á yfirfvegaðan hátt og með tækni-teikninugm.

Það þurfti ekki að bera viðfangsefnið á borð í einhverum sérstökum barnaþáttum með barnatali á of miklum hraða eins og við sjáum í þáttunum með Ævari vísindamanni og sambærilegum þáttum.

=Sá vitrasti sem á að leiða umræðuna:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/16/

Jón Þórhallsson, 27.11.2018 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband