Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Jólapistlar Prakkarans

Fyrir nokkru rakst ég á yndislegan pistil eftir Jón Steinar Ragnarsson, einnig þekktur sem prakkarinn á blog.is. Hann tekur fyrir rómantíska sýn okkar á lífið í gamla daga, dásamlega fátæktina og óbilandi vinnusemi og elju fólks sem barðist fyrir lífi sínu á mörkum hins byggilega heims. Lýsingar pattaralegra nútímamanna ná ekki að lýsa glæsileika fortíðar, O, sei sei. Það var nú í þá daga.

Jólamáltíðin var safaríkt lambslæri, sem móðir mín svaf með í 3 nætur til að þýða það, en of kalt var á bænum til að það þiðnaði öðruvísi. Það var alltaf mikil eftirvænting sem hríslaðist um börnin, þegar mamma lagðist með lærinu, því þá vissu menn að hátíð færi í hönd. 

Prakkarinn er ekki einungis dásamlegur penni með skarpt skopskyn, heldur einnig mikill kveðskapar og listaáhugamaður. Jólin koma einnig við sögu í nýlegum pistli hans um enskt jólasjónvarp Við göngum himinveg.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband