Leita í fréttum mbl.is
Embla

Penninn er máttugri en lyklaborđiđ

Ţađ er betra ađ lćra međ ţví ađ glósa en ađ hlusta. En ţar sem tölvur hafa ađ miklu leyti komiđ í stađinn fyrir stílabćkur, má spyrja hvort sé betra ađ lćra međ ţví ađ handskrifa glósur eđa slá inn í tölvu?

Nýleg grein tveggja sérfrćđinga viđ Bandaríska háskóla, Pam A. Mueller og Daniel M. Oppenheimer, lýsir ţremur tilraunum sem tókust á viđ ţessa spurningu.

Niđurstöđurnar eru skýrar.

Ţeir sem handskrifa glósur ná betra valdi á stađreyndum og hugmyndum en ţeir sem vélrita glósur.

Áhrifin hanskriftar á hugmyndir eru sterkari en á stađreyndir. Ţađ er mikilvćgt vegna ţess ađ hugmyndirnar skipta oft meira máli en undirliggjandi stađreyndir. Í mínu fagi má t.d. segja ađ ţađ skiptir ekki öllu máli hvađ genin heita sem hafa áhrif á ţroskun hjartans, en hvernig ţroskunargen stýra mörkun, vexti og sérhćfingu hjartavefsins skiptir meira máli.

Athyglisvert er ađ ţeir sem vélrita skrifa fleiri orđ og vitna oft beint í fyrirlesarann. En á móti virđast ţeir ekki ná ađ innbyrđa, melta og endursegja grundvallaratriđin.

Munurinn á handskrift og vélritun var enn til stađar, jafnvel ţótt ađ brýnt vćri fyrir ţeim sem vélrituđu ađ taka ekki nótur orđrétt, og reyna ađ greina grundvallaratriđin.

Sem stílabókafíkill ţykja mér ţessar niđurstöđur ansi forvitnilegar. Glósutćkni er mikilvćgur eiginleiki, og ţađ er möguleiki ađ nútímakennsla, međ slćđum á netinu fyrir tímann og opnum tölvum hamli námi nemenda.

Ítarefni:

Pam A. Mueller Daniel M. Oppenheimer The Pen Is Mightier Than the Keyboard: Advantages of Longhand Over Laptop Note Taking Psychological Science June 2014 vol. 25 no. 6 1159-1168


Plat"vísinda"rit og svindl á alnetinu

Á alnetinu má finna margt misjafnt. Ţar er ótrúleg gyllibođ um frćgđ, fé og lengri útlimi. Ţar eru einnig beitur fyrir vísindafólk, eđa fólk sem heldur ađ ţađ séu ađ stunda vísindi.

Vísindaleg samfélög og útgefendur birta tímarit sín á netinu, sum gegn áskrift en önnur ókeypis. Mörg ţeirra sem ókeypis eru, rukka höfunda um vinnslugjald vegna kostnađar viđ útgáfuna. Sjá t.d. Plos One

Frétt mbl.is um nýlega tilraun Alex Smolyanit­sky sem sendi bull rann­sókn­ til tveggja tímarita sem ţóttust vera frćđileg – The Journal of Computati­onal In­telli­gence and Electronic Systems og Aper­ito Journal of NanoScience Technology.

Ţau samţykktu uppspuna hr. Smolyanit­sky án athugasemda, sem segir okkur ađ yfirlestur og ritstýring hafi veriđ í skötulíki.

Ţađ er hins vegar alrangt sem gefiđ er í skyn í frétt mbl.is ađ öll opin tímarit séu sama marki brennd.

Stór meirihluti ţeirra er međ afburđa fagmennsku, og nokkur hafa unniđ sér inn orđ sem topp tímarit í sínum faggreinum.

Ţeir sem falla í gildrur sem ţessar og senda greinar í rusltímarit, standa ekki undir nafninu vísindamenn.

Ţeir sem halda ađ brella Smolyanit­sky afhjúpi galla opinna tímarita oftúlka hrekkinn.

Til viđbótar, í umfjöllun mbl.is misritađist titill greinarinnar, hann er “Fuzzy”, Homogeneous Configurations.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 4. mars 2013 Ný opin tímarit á sviđi líffrćđi

Arnar Pálsson | 14. ágúst 2013 Jökli var rćnt

Arnar Pálsson | 18. janúar 2012 Gömul viđskiptaveldi og nútíminn


mbl.is Birtu rannsókn Simpsons persóna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Varpar ljósi á uppruna og fjölbreytileika hesta

Hákons Jónsson er doktorsnemi viđ Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur veriđ ađ rannsaka erfđafrćđilegan skyldleika og ţróun hesta, asna og zebrahesta, og m.a. erfđaefni úr tegund Equus quagga quagga sem var útrýmt snemma á síđustu öld. Nýlega birtist...

Fólkiđ mitt og fleiri dýr, eins og Gerry Durrell

Sem barn flutti Gerald Durrel međ móđur sinni og systkynum til grísku eyjunar Korfú. Ţar kynntist hann ekki bara menningu miđjarđarhafslandanna, heldur einnig náttúru ţeirra. Gerald hafđi sérstakan áhuga á dýrum og náttúru eyjarinnar. Ţegar hann komst...

Ein af ráđgátum lífsins

Guđmundur Eggertsson hefur skrifađ um uppruna lífsins, og m.a. ţann möguleika ađ líf hafi borist utan úr geimnum. Nýjasta bók hans, Ráđgáta lífsins er komin út hjá Bjarti. http://www.bjartur.is/baekur/radgata-lifsins/ Lífiđ á jörđinni á sér langa sögu en...

Auka á nemanda: 22 ţús. í HÍ, 80 ţús. í HR

Undarlega atriđiđ varđandi fjármögnun HÍ í fjárlögum 2015 var aftenging á greiđslu og fjölda nemenda. Undangengin ár hafa háskólar fengiđ greitt fyrir nemendur sem taka próf, en Menntamálaráđuneytiđ ákvađ einhliđa ađ aftengja ţessa reglu viđ vinnslu...

Nćsta síđa »

Höfundur

Arnar Pálsson
Arnar Pálsson

Erfðafræðingur

Des. 2014
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.