Leita í fréttum mbl.is
Embla

Upplýsingar um Ebólu á vísindavefnum

Á vísindavefnum eru nokkrir ágćtir pistlar um Ebólu.

Ţuríđur Ţorbjarnardóttir. „Hvađ er ebóluveiran?“. Vísindavefurinn 5.5.2004. http://visindavefur.is/?id=4232. (Skođađ 31.10.2014).

Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Kongó (e. Democratic Republic of Congo, hét Zaír fram til 1997) en ţar, og í Súdan, kom veiran fyrst fram á sjónarsviđiđ áriđ 1976. Nú eru ţekkt fimm afbrigđi af veirunni og heita ţau í höfuđiđ á ţeim svćđum ţar sem ţau greindust fyrst. Vitađ er ađ ţrjú ţeirra, Zaír-ebóla, Súdan-ebóla og Fílabeinsstrandar-ebóla, geta valdiđ blćđingarsótt/blćđandi veirusótthita (e. hemorrhagic fever). Ekki eru ţekkt dćmi ađ Reston-ebóla, hafi sýkt menn en vitađ er ađ ţađ sýkir apa. Vitađ er um eitt tilfelli um smit af völdum Tai-skógar-ebólu. Sá sjúklingur náđi sér ađ fullu á sex vikum.

Sigurđur Guđmundsson. „Gćti ebóla orđiđ ađ heimsfaraldri á Vesturlöndum?“. Vísindavefurinn 17.10.2014. http://visindavefur.is/?id=68337. (Skođađ 31.10.2014).

Hvers vegna er ţessi faraldur öđruvísi en fyrri faraldrar ebólu? Ţeir komu upp á afskekktum svćđum. Núverandi faraldur kom hins vegar upp á ţéttbýlli svćđum ţar sem landamćri eru fjölfarin og breiddist fljótt til borganna. Ef til vill er ţó fátćktin og mikill skortur á innviđum sá samnefnari sem helst skýrir vandann. Siđir og venjur viđ frágang líka og viđ útfarir hafa einnig haft áhrif á gang faraldursins. Tortryggni og vantraust er mikiđ, ástvinir veikra eru hrćddir viđ heilbrigđisstarfsmenn sem mćta í geimbúningum og taka sjúklinga í burtu. Veikt fólk og lík eru falin svo unnt sé ađ veita viđeigandi jarđarför, ţar sem öll fjölskyldan kemur saman, rétt eins og hér á landi, en ţađ auđveldar enn frekar útbreiđslu

Jón Gunnar Ţorsteinsson. „Hvernig og hvenćr varđ ebóluveiran til?“. Vísindavefurinn 30.10.2014. http://visindavefur.is/?id=68406. (Skođađ 31.10.2014).

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum áriđ 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur veriđ til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýveriđ farin ađ sýkja menn. 

Einnig vil ég benda fólki á góđa upplýsingasíđu Landlćknis um ebóluveiruna.


mbl.is Í verkfall vegna ebólu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ljóstćkni til hagsbóta fyrir mannkyn

Frćđsluerindi á vegum Vísindafélags Íslendinga, Líffrćđistofu HÍ, Lífvísindaseturs HÍ og Nýsköpunarmiđstöđvar Íslands

Nóbelsverđlaun í eđlisfrćđi og efnafrćđi 2014: Ljóstćkni til hagsbóta fyrir mannkyn

Kristján Leósson, eđlisverkfrćđingur og

Kesara Anamthawat-Jónsson, prófessor í líffrćđi

Dagsetning: Fimmtudagur, 30. okt. kl. 12:00

Stađsetning: Salur Ţjóđminjasafns Íslands

Ágrip

Nóbelsverđlaunin í eđlisfrćđi og efnafrćđi 2014 voru veitt fyrir mikilvćgar framfarir í ljóstćkni. Eđlisfrćđiverđlaunin voru veitt fyrir ţróun blárra ljóstvista en međ tilkomu ţeirra varđ mögulegt ađ nýta ljóstvista m.a. fyrir hvíta lýsingu međ mun betri orkunýtingu en hefđbundar ljósaperur. Efnafrćđiverđlaunin voru veitt fyrir ţróun nýrrar smásjártćkni sem byggir á víxlverkun laser-ljóss og flúrljómandi sameinda sem nýta má til ađ taka myndir međ hefđbundinni ljóssmásjá í mun meiri upplausn en áđur var taliđ mögulegt. Ţetta hefur sérstaklega mikla ţýđingu fyrir rannsóknir í frumulíffrćđi.  

Um fyrirlesara

Kristján Leósson er framkvćmdastjóri Efnis-, líf- og orkutćknideildar hjá Nýsköpunarmiđstöđ Íslands.  Hann hefur starfađ viđ rannsóknir í ljóstćkni og hálfleiđaraeđlisfrćđi í 20 ár, m.a. á eđlisfrćđistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.

Kesara Anamthawat-Jónsson er prófessor í plöntuerfđafrćđi viđ Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er einnig formađur norrćna smásjártćknifélagsins SCANDEM.

--------

Rćtt var viđ  Kristján Leósson í býtinu á Bylgjunni í gćr.

(Bítiđ - Nóbelsverđlaunin í eđlisfrćđi og efnafrćđi á mannamáli. 28.10.14)

Upplýsingar um nóbelsverđlaunin 2014.

Fleiri opin erindi á líffrćđilegum nótum - sjá vef Líffrćđistofu HÍ.


Kvarta háskólar undan of mikilli hćfni nýnema?

Stjórn samtaka líffrćđikennara sendu frá sér pistil nýveriđ, sem birtist á síđu félags framhaldsskólakennara. Pistillinn heitir Kvarta háskólar undan of mikilli hćfni nýnema? og er endurprentađur hér í heild. Bloggari tilheyrir stjórn samtakana....

Frábćr fyrirlesari

Timothy Caulfield hélt fyrirlestur hérlendis 16. október síđastliđinn. Hann kom hingađ í bođi Siđfrćđistofnunar HÍ, Norrćnu lífsiđanefndarinnar og norrćns samstarfsnets um siđfrćđi erfđamengjagreininga. ( Whole-genome sequencing and the implications for...

Íslenskar rannsóknir í kennslubók um ţróun

Mykjuflugurannsóknir Hrefnu Sigurjónsdóttur má finna í kennslubók í atferlisfrćđi. Ţar ađ auki hafa nýlegar rannsóknir Ástríđar Pálsdóttur og samstarfsmanna (m.a. á Líffrćđistofnun HÍ og Íslenskri erfđagreiningu) á arfgengri heilablćđingu, ratađ í...

Sigurđur Richter og Örnólfur Thorlacius heiđrađir

Í tilefni vísindadags voru Sigurđur Richter og Örnólfur Thorlacius heiđrađir. Ţeir voru umsjónarmenn ţáttarins nýjasta tćkni og vísindi um árabil og áttu stórann ţátt í ađ kveikja áhuga íslendinga á vísindum. Hilmar Bragi Janusson forseti Verkfrćđi- og...

Nćsta síđa »

Höfundur

Arnar Pálsson
Arnar Pálsson

Erfðafræðingur

Okt. 2014
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.