Leita í fréttum mbl.is
Embla

Ráđgáta lífsins á öldum ljósvakans

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Ráđgáta lífsins rćddi Hanna G. Sigurđardóttir viđ Guđmund Eggertsson í Samfélaginu í nćrmynd 10. september 2014. Viđtaliđ var kynnt á vef RÚV međ ţessum orđum:

Hvernig gerđist ţađ ađ lífvana efni jarđarinnar ţróađist í ţađ sem viđ köllum líf ? Og hvernig er hćgt ađ skilgreina líf út frá efnasamsetningu og ferlum ? Ţessar stóru spuringar eru međal ţeirra sem sameindalíffrćđingar glíma viđ.

Í bókinni Ráđgáta lífsins eftir Guđmund Eggertsson erfđafrćđing er gerđ grein fyrir kenningum ýmissa frćđimanna sem komiđ hafa fram um lausn ţessarar gátu, en viđ henni hafa enn ekki komiđ fram svör sem sátt ríkir um. Međal hugmynda er međal annars tilgáta um ađ elding hafi veriđ hvatinn sem gerđi ađ verkum ađ ólífrćnt efni breyttist í líf. Samkvćmt annarri er reiknađ međ ađ lífrćnt efni hafi borist til jarđar utan úr geimnum. 

radgata_frontur-120x180.jpgHćgt er ađ hlýđa á viđtaliđ á vef RÚV, Samfélagiđ miđvikudaginn 10. september 2014.


Háskólaráđ ósátt viđ fjárlög

Drög til fjárlaga voru kynnt í vikunni. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá ađ fyrri áćtlanir um niđurskurđ til samkeppnissjóđa verđa ekki framkvćmdar. Í stađinn á ađ efla stuđning viđ samkeppnis- og tćkniţróunarsjóđi og í nýsköpun, ţótt ađ ég viti reyndar ekki alveg hversu mikiđ eđa nákvćmlega hvernig fénu verđur dreift á milli sjóđa og eininga.

Hins vegar er áhyggjuefni ađ stuđningur viđ Háskólastofnanir er enn frekar rýr. Háskólar hérlendis fá ekki međ nándar nćrri sambćrilegt fjármagn og háskóla á norđurlöndum.

Háskólaráđ Háskóla Íslands ályktađi ađ ţessu tilefni og kallađi eftir frekari skilningi og stuđningi alţingismanna. 

Í ályktun Háskólaráđs segir:

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveđiđ á um ađ fylgt verđi ákvćđum samnings um Aldarafmćlissjóđ HÍ varđandi stefnumótun um fjármögnun til ársins 2020. Vinna viđ stefnu um fjármögnun 2015-2020 átti skv. samningnum ađ hefjast á haustmisseri 2013. Háskólaráđ leggur ríka áherslu á ađ ekki verđi frekari tafir á ađ viđrćđur hefjist.

Einkar mikilvćgt er ađ standa vörđ um árangur Háskóla Íslands og tryggja ađ skólinn geti áfram lagt sitt af mörkum til ţekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum í ţágu íslensks samfélags. Á undanförnum árum hefur Háskóla Íslands ţrátt fyrir allt tekist ađ treysta stöđu sína á međal hinna bestu í harđri alţjóđlegri samkeppni eins og fram hefur komiđ á matslista Times Higher Education World University Rankings. Hafa ber í huga ađ stađa Háskóla Íslands á listanum byggir ađ hluta á árangri í vísindum á árunum fyrir hrun og eru áhrif niđurskurđar fjárveitinga til skólans ţví ekki komin fram ađ fullu.

Öflugur og traustur háskóli er grundvöllur framtíđar hagvaxtar á Íslandi eins og í öđrum löndum. Ţeir háskólar sem bestum árangri ná eru í löndum ţar sem fjárframlög hafa veriđ aukin markvisst til ađ styrkja samkeppnishćfni viđkomandi ríkja.

Ţađ er sannarlega gott ađ leggja áherslu á mikilvćgi grunnrannsókna fyrir ţjálfun fólks og nýsköpun, og ţar međ efnahagslíf ţjóđarinnar. 

En menntun er einnig mannbćtandi, og ţegar vel tekst til, hjálpar hún fólki ađ takast á viđ fordóma sína og samfélagsins, fćra umrćđu upp á hćrra stig og yfirstíga margvíslegar samfélagslegar forneskjur.

Vísindi eru ekki svariđ viđ öllum vandamálum mannkyns. Heimspeki upplýsingarinnar og vilji okkar til ađ bćta samfélagiđ og tilvist mannfólks eru einnig mjög nauđsynleg hráefni.


mbl.is Hefur ţungar áhyggjur af fjárveitingum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđgáta lífsins á prenti

Hver er mesta ráđgáta lífsins? Er ţađ vitundin, uppruni lífsins, ţróun nýrra tegunda eđa undur frumunnar? Guđmundur Eggertsson, prófessor emeritus viđ HÍ, sameindaerfđafrćđingur af guđs náđ, hefur ritađ snotra bók um ráđgátur lífsins, sem Bjartur gefur...

Vafasamur heiđur, elstir viđ útskrift í OECD

Nýleg samantekt frá OECD sýnir ađ viđ útskrift bendir til ađ međalaldur íslenskra háskólanema sá hćsti sem ţekkist. Samkvćmt skýrslunni eru Íslenskir háskólanemar ađ međaltali 30.7 ára gamlir viđ útskrift. Brasilía, Svíţjóđ og Ísrael koma í nćstu sćtum,...

Kerfi efnaskipta mannsins

Haldin verđur fundur um ERC verkefni sem unniđ hefur veriđ ađ á kerfislíffrćđisetri HÍ undanfarin ár, núna á föstudaginn. Tilkynningin birtist hér ađ neđan. Systems Biology of Human Metabolism Föstudaginn 12. september 2014, Hátíđarsalur 13:15-16:00 Í...

Ţróun plöntuerfđamengja könnuđ međ nćstu kynslóđar rađgreingartćkni

Málstofa Lífvísindaseturs verđur haldin fimmtudaginn 11. september kl. 12:00-12:40 í stofu 343 í Lćknagarđi Dr. Sćmundur Sveinsson nýdoktor og sérfrćđingur viđ byggkynbćtur viđ Landbúnađarháskóla Íslands mun fjalla um doktorsverkefni sitt viđ...

Nćsta síđa »

Höfundur

Arnar Pálsson
Arnar Pálsson

Erfðafræðingur

Sept. 2014
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.