Leita í fréttum mbl.is
Embla

Gagn af menntun - erlendis

Snemma á námsárunum fćddist sú hugmynd ađ fara utan í framhaldsnám. Ţá stundađi ég rannsóknir á líffrćđistofnun Háskólans, sem voru svo dásamlega skemmtilegar og gefandi ađ hugurinn ţyrsti í meira.

Úr varđ ađ ég fór til Norđur Karólínu í doktorsnám í erfđafrćđi, og sé svo sannarlega ekki eftir ţví. Menntun erlendis er góđur skóli fyrir einstaklinga, sama hvort ţeir eru í frćđilegu eđa hagnýtu námi.

Ég varla orđ til ađ lýsa ţví hversu mikilvćgur námstíminn erlendis var. Fyrirfram hafđi mađur allskonar ranghugmyndir um BNA, sem tvístruđust viđ nánari skođun. Einnig er ţađ ákaflega mikilvćgt ungu fólki ađ fá ađ spjara sig á eigin fótum. Ađ síđustu, var ţađ mér lífsnauđsynlegt sem frćđimanni ađ sćkja frekari menntun ytra, og ekki skađađi ađ vinna viđ afburđa stofnanir (Fylkisháskólann í Norđur Karólínu og háskólann í Chicago). Vísindin sem ég fćst viđ spruttu úr samstarfi og samneyti viđ allskonar fólk viđ ţessa háskóla, háskólar eru yndislegir suđupottar framsćkinna hugmynda.

Robert Barber sendiherra Bandaríkjanna hérlendis fjallar um nauđsyn ţess ađ fara utan í nám eđa framhaldsnám í grein í Fréttablađinu. Hann segir m.a.

Sambönd sem verđa til og ţróast međ alţjóđlegri menntun eru varanleg og endast alla ćvina. Alţjóđlegir nemendur auđga kennslustofur, háskólasvćđi og samfélög hýsilanda sinna á máta sem heldur áfram löngu eftir ađ nemendurnir hafa snúiđ aftur til heimalanda sinna. Ţeir ţróa međ sér skilning á gildum og sjónarmiđum fólksins í hýsilöndum sínum, sem ţeir hafa í huga ţađ sem eftir lifir lífs ţeirra.

Alţjóđleg menntun og efnahagslífiđ
Ţegar snúiđ er heim eftir dvöl erlendis nýtur heimaland alţjóđlega nemandans góđs af reynslu hans, ţekkingu og fenginni fćrni; sömu fćrni og nauđsynleg er til ađ stunda samkeppni í hinu hnattvćdda hagkerfi nútímans. Tenging landa međ alţjóđlegri menntun stuđlar ađ opnun markađa og auknum viđskiptum. Sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hef ég gert ţađ ađ persónulegu markmiđi mínu ađ auka viđskiptatengsl á milli landa okkar tveggja. Ég tel ađ sú reynsla sem fengin er međ menntun í Bandaríkjunum veiti sterkari grunn sem bćđi lönd geta notiđ góđs af.

Auđvitađ er sendiherrann ađ vekja áhuga íslenskra nemenda á framhaldsnámi erlendis, en hann bendir líka á ađ fleiri Bandaríkjamenn sćkja nú í nám í Evrópu.

Viđleitni mín á Íslandi er ekki takmörkuđ viđ ađ senda fleiri Íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Bandaríska utanríkisráđuneytiđ hvetur fleiri bandaríska nemendur til ađ íhuga nám erlendis. Ég trúi ţví ađ ţessi viđleitni sé ađ virka. Fleiri nemendur, en nokkru sinni fyrr, horfa nú til Íslands sem lands menntunar – hvort sem um er ađ rćđa grunnnám, framhaldsnám eđa jafnvel sumarnám. Ţađ hvetur mig til dáđa ađ sjá hvernig ţau koma fram fyrir land sitt og segi ég ţeim öllum ađ hann eđa hún, eins og ég, eru sendiherrar Bandaríkjanna á međan ţau stunda nám hér.

Og auđvitađ felur ţađ í sér ađ allir íslenskir námsmenn eru vitanlega sendiherrar Íslands út á viđ. Ţađ eru forréttindi ađ tilheyra ţessari fámennu og sérstöku ţjóđ, en ţeim fylgja líka skyldur. En skyldur okkar sem námsmanna og manneskja eru einnig viđ ţekkinguna og leitina ađ henni. Tendrum forvitnina, efumst og gagnrýnum, spyrjum spurninga, leitum svara og gefumst ekki upp.

Međ öđrum orđum, köstum okkur í suđupottana og hrćrum saman nýstárlegar hugmyndir.


Frá skarđi í vćng ávaxtaflugunnar til krabbameinslyfja

Laugardaginn 14. nóvember kl 14-16 munu Samtök um Krabbameinsrannsóknir á Íslandi, SKÍ, fagna 20 ára afmćli sínu međ opnu húsi í Iđnó.

Allir eru velkomnir til ađ frćđast um krabbameinsrannsóknir og fagna međ félaginu.

Dagskrá:

Ávarp formanns SKÍ - Margrét Helga Ögmundsdóttir

Örerindi kl. 14.15 - 15.15:

Stofnun Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi

Helga M. Ögmundsdóttir - Prófessor viđ Lćknadeild HÍ

Hvađ er Krabbameinsskráin og hvernig er hćgt ađ nota hana?

Laufey Tryggvadóttir - Framkvćmdastjóri Krabbameinsskrár

Frá skarđi í vćng ávaxtaflugunnar til krabbameinslyfja

Eiríkur Steingrímsson - Prófessor viđ Lćknadeild HÍ

Rannsóknir í krabbameinshjúkrun

Sigríđur Gunnarsdóttir - Framkvćmdastjóri hjúkrunar á Landspítala

Lćknisfrćđirannsóknir í krabbameinsfrćđum

Magnús Karl Magnússon - Forseti Lćknadeildar HÍ

Samtakamáttur

Gunnhildur Óskarsdóttir - Formađur styrktarfélagsins Göngum saman

 

Veggspjöld ţar sem vísindamenn kynna rannsóknir sínar

Kaffi og kökur í bođi - Allir velkomnir!

 afmaelisveisla_ski.jpg


Sigurför flugnagildrunar

Bćkur eru dásamleg fyrirbćri, sem nćra okkur og róa, gleypa og hrćra, stuđa og espa. Ţađ saman má segja um flugur, sérstaklega ávaxtaflugur. Allavega finnast mér flugur flestum dýrum fremri, og í gegnum tíđina hafa ţćr veriđ mér uppspretta gleđi og...

Erfđagallar sem afhjúpast viđ breytingar á lífstíl

Á líffrćđiráđstefnunni 5. til 7. nóvember kennir margra grasa og gena. Greg Gibson heldur yfirlitserindi um samspil erfđa og umhverfis. Margir kvillar og sjúkdómar er arfgengir, ađ einhverju leyti amk. En getur veriđ ađ gen sem voru meinlaus fyrir 1000...

Málstofa um sauđfjárbeit

Á líffrćđiráđstefnunni 2015 kennir margra grasa. Líka grasa sem kindur kunna ađ meta. Ţađ er gaman ađ kunngjöra ađ ein málstofa fjallar um sauđfjárbeit, skipulögđ af Ingibjörgu S. Jónsdóttur og Isabel C. Barrio. Í kjölfar hennar er skipulag hringborđ,...

Vísindadagur í Öskju 31. október

Vísindadagur Verkfrćđi- og náttúruvísindasviđs Háskóla Íslands verđur haldinn laugardaginn 31. október nćstkomandi. Milli klukkan 12 og 16 verđur slegiđ upp vísindaveislu í Öskju, náttúrufrćđahúsi Háskóla Íslands, ţar sem vísindamenn sviđsins segja frá...

Nćsta síđa »

Höfundur

Arnar Pálsson
Arnar Pálsson

Erfðafræðingur

Nóv. 2015
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.