Leita í fréttum mbl.is
Embla

Kerfisbundinn launamunur frćđagreina og kynja viđ opinbera háskóla

Eftirfarandi grein eftir nokkra kennara viđ HÍ birtist í Fréttablađi dagsins.

Kerfisbundinn launamunur frćđagreina og kynja viđ opinbera háskóla

Viđ opinbera háskóla á Íslandi er notast viđ svokallađ vinnumatskerfi. Vinnumatskerfiđ byggir á talningum á einingum m.a. fjölda greina, tilvitnana, útskrifađra nema, bóka o.s.frv. Kerfiđ hefur bein áhrif á launabónusa, launaflokk, framgöngu í starfi, eftirlaun, rétt á rannsóknarleyfum og flćđi fjármagns til deilda. Kerfiđ er hálfgert ađhlátursefni á erlendri grund. Ástćđan er sú ađ ekki er hćgt ađ bera saman ólíkar frćđagreinar eđa einstaklinga sem takast á viđ ólík viđfangsefni međ talningum á greinum.

Ţrátt fyrir mikla gagnrýni í gegnum tíđina hafa fáar breytingar veriđ gerđar til bóta. Kerfiđ var hannađ til ađ meta framlag í rannsóknum og launa ritvirkni, en er nú notađ til ađ útdeila margvíslegum gćđum og peningum innan háskóla og hefur bein áhrif á laun. Nú stendur yfir úttekt á vinnumatskerfinu og jákvćđum og neikvćđum afleiđingum ţess. Margir koma ađ ţessari úttekt og sýnist sitt hverjum. Sýn manna stjórnast eđlilega nokkuđ af ţví hve mikiđ viđkomandi fćr í sinn hlut úr kerfinu.

Athyglisvert er ađ margir er koma beint ađ jafningjastjórnun vísindastarfs (ađ sjálfsögđu allt virt og virkt frćđafólk) hagnast beint eđa óbeint á kerfinu og eiga ţví erfitt međ ađ gagnrýna ţađ. Einnig eru í nefndum sem eiga ađ meta kerfiđ innan frá, ađilar úr fögum ţar sem birtingartíđni er há. Ţađ er nokkuđ ljóst ađ ţessir ađilar eru vanhćfir, í skilningi stjórnsýslulaga, til ađ meta og móta kerfiđ, ţar sem ţeir eiga beinna og óbeinna fjárhagslegra hagsmuna ađ gćta. Úttektin sem nú stendur yfir er ţví meingölluđ. Besta leiđin til ađ meta kerfiđ hlutlćgt og vísindalega er utanađkomandi mat erlends vísindafólks, án ţess ađ byggt sé á sjálfsmati kerfisins og ţeirra sem ţađ ţjónar. Viđ og fleiri höfum ítrekađ bent á ţetta.

Konur fá minna greitt en karlar
Annar athyglisverđur eiginleiki vinnumatskerfisins er sá ađ konur fá minna greitt en karlar. Tölur úr vinnumatssjóđi Félags háskólakennara sýna ađ ţađ munar ađ međaltali hundruđum ţúsunda á ári hvađ konur og karlar fá úr vinnumatskerfinu. Líklegt má telja ađ önnur áhrif t.d. á launaflokka og framgang í starfi séu síst minni. Ástćđur gćtu veriđ margar, t.d. aldursdreifing eđa kynjahlutföll í mismunandi greinum, sem svo hafa mismunandi birtingarhefđir.
Brýnt er ađ greina vandlega hvađ liggur ađ baki ţessum kynjamun á greiđslum úr vinnumatskerfinu og öđrum áhrifum ţess. Hvernig ţessi launamismunun hefur ţróast og dafnađ í skjóli sérhagsmunagćslu, stéttarfélaga, háskólaráđs og vísindanefnda er verđugt rannsóknarefni í sjálfu sér. Kerfisbundinn launamunur kynja er óásćttanlegur, á sama hátt og óásćttanlegt er ađ frćđafólk sé metiđ eftir talningum eingöngu og ţađ er óásćttanlegt ađ fólk hafi áhrif á mótun stefnu sem umbunar ţví sjálfu, á kostnađ starfsfélaga sinna.

Arnar Pálsson dósent viđ HÍ
Erna Magnúsdóttir rannsóknasérfrćđingur viđ HÍ
Guđrún Valdimarsdóttir lektor viđ HÍ
Hákon Hrafn Sigurđsson prófessor viđ HÍ
Helga Ögmundsdóttir prófessor viđ HÍ
Jórunn E. Eyfjörđ prófessor viđ HÍ
Ólafur S. Andrésson prófessor viđ HÍ
Pétur Henry Petersen dósent viđ HÍ
Sigríđur Rut Fransdóttir lektor viđ HÍ
Stefán Ţ. Sigurđsson dósent viđ HÍ
Zophonías O. Jónsson prófessor viđ HÍ
Ţór Eysteinsson prófessor viđ HÍ


Óeđlileg hvatakerfi í vísindum

Afrakstur vísinda er ţekking, ađferđir og lausnir á vandamálum. En hvernig er best ađ mćla ţekkingu, ađferđir eđa lausnir?

Stađreynd málsins er ađ ţađ er mjög erfitt, og sérstaklega ađ bera saman milli frćđasviđa.

Hvernig ber mađur saman merkilega nýja ţekkingu á sögu Íslands, og framfarir í stofnfrumufrćđum?

Samt sem áđur telur Háskóli Íslands ađ ţađ sé hćgt ađ gera ţetta međ einföldu baunatalninug.

Greinar eru miđill vísinda

Rétt eins og bíó er miđill kvikmyndagerđamanna, eru ritrýndar greinar miđill vísinda. Vísindamenn koma niđurstöđum sínum á framfćri og skiptast á upplýsingum í ţessum greinum. Ţví ákváđu bókhaldarar ađ sniđugt vćri ađ telja bara greinar sem vísindamenn birta, og gefa ţeim meiri pening (laun, styrki, ferđasjóđ) sem birtu fleiri greinar.

Reyndar deila bókhaldararnir sök međ vísindasamfélaginu, sem hefur um áratuga skeiđ snobbađ fyrir fjölda greina og sérstaklega greinum í ţví sem talin eru virt tímarit (Science, Nature, Cell og PNAS). Vísindamenn fjármagna rannsóknir sínar međ styrkjum úr samkeppnissjóđum, og oft er ţađ ţannig ađ ómögulegt er ađ fá styrki nema mađur hafi birt mikiđ og vel. Hugmynd sjóđanna er ađ ţeir vilja ekki styrkja verkefni sem litlar líkur eru á ađ klárist eđa verđi gefin út. En ţví samkeppnin er svo mikil, ađ einungis 2-10% umsókna hljóta brautargengi, ţá myndast óeđlilegur hvati til ađ birta mikiđ og í "virtum" tímaritum.

Slćmar hliđarverkanir

Baunatalningkerfi Háskóla Íslands leggur ađ jöfnu ólíkar frćđigreinar og rannsóknir, og hefur slćmar aukaverkanir. Vísindamönnum er mismunađ eftir ţví hvađ ţeir rannsaka - ţađ eru hömlur á vísindalegu frelsi. Kerfiđ hvetur vísindamenn til ađ sćkja í auđveld vísindi frekar en krefjandi (til ađ vera vissir um ađ geta birt). Ţađ hvetur ţá til ađ búta rannsóknir niđur í litlar greinar, til ađ auka fjöldann, oft á kostnađ gćđa. Verst er ađ kerfi sem ţessi ýta undir oftúlkun á ófullkomnum gögnum, eđa í alvarlegustu tilfellum hreint svindl. En fjárhagsleg framtíđ rannsókna veltur oft á ţví ađ vísindamenn birti vel, og ţá er komin mikil pressa til ţess ađ hnika til stađreyndum.

Ţađ virđist einmitt hafa veriđ máliđ í hinu athyglisverđa máli barkalćknisins Paolo Macchiarini á Karólinskasjúkrahúsinu, sem töluvert hefur veriđ fjallađ um á Rúv. Nú um helgina var frétt á Rúv, ţar sem rćtt var viđ Halldór Bjarka Einarsson lćkni í Árósum, ţar sem hann talar einmitt um ţessa óeđlilegu hvata í kerfinu (Mikil fjárhagsleg pressa á vísindamönnum). Hann segir m.a.

Stađreyndin er sú ađ mikil óbein pressa hvílir á vísindamönnum ađ birta greinar fljótt og í stórum stíl ţví ţađ veitir viđurkenningu og ađgang ađ fjármagni. Eins og hefur komiđ fram í máli Macchiarinis ţá hefur hann haft fjárhagslegra hagsmuna ađ gćta  í gegnum bandaríska framleiđandann á plastbarkanum....

Ţađ er svo rosalega mikiđ af umsóknum og rannsóknarstyrktarađilar hafa kannski ekki bolmagn til ađ lesa umsóknir alveg niđur í kjölinn til ađ sjá hvađ verkefniđ hefur gengiđ út á í smáatriđum, hver er uppfinningin og hvert er vćgi hennar og svo framvegis. Mér finnst ţađ hafa ákveđiđ upplýsingalegt gildi fyrir samfélagiđ ađ fjárstreymiđ til vísinda nćr heldur til manna međ mikinn fjölda vísindagreina ađ baki í stađ ţeirra međ fáar greinar. Og stundum finnst manni eins og hlutirnirnir séu farnir ađ snúast um annađ en uppfinningar. Líkt og innihald fárra greina sé fariđ ađ falla í skuggann fyrir tilvísun í einhvern fjölda greina á ferilsskrá.

Ţetta er sérstakt umhugsunarefni, ţegar sífellt er veriđ ađ kalla eftir samkurli Háskóla og fyrirtćkja, međ ţađ ađ markmiđi ađ skapa nýjar vörur og störf. Of náiđ samband getur nefnilega leitt til ţess ađ markađsgildiđ trompi ţađ vísindalega, og ađ slopparnir verđi notađir til ađ selja 21. aldar snákaolíur.

Greinar okkar Péturs um Hvatakerfi háskóla.

Gallađ vinnumatskerfi HÍ vinnur gegn gćđum vísinda birtist í Fréttablađinu og á Vísir.is ţann 29. mars 2014.

Notagildi menntunar og lífsbarátta Háskóla Íslands Fréttablađiđ 10. október 2013


Stofnfundur Félags kvenna í vísindum 11. febrúar

Eftirfarandi tilkynning barst mér í pósti. Framtakiđ er lofsvert og vonandi verđur ţetta öflugt og virkt félag. Stofnfundur Félags kvenna í vísindum fer fram ţann 11. febrúar 2016 kl. 17 í Tjarnarsal Íslenskrar Erfđagreiningar, Sturlugötu 8. Dagskrá...

Pörunarţjónusta fyrir laxfiska

Eigendur hunda velta stundum fyrir sér hvernig maki henti hundinum ţeirra. Ţá er oftast veriđ ađ hugsa um hreinrćktun á afbrigđum, sem hafa ćskileg einkenni eđa fjárhagslegt gildi. Sjaldgćfara er ađ eigendur fiska, skraut, gull eđa laxa, velti slíku...

Kćri jólasveinn/ţingmađur, mig langar í náttúruminjasafn í jólagjöf

Međan viđ bjuggum í Chicago höfđum viđ ţađ fyrir hefđ ađ fara í vísinda og tćknisafniđ á ađfangadagsmorgun. Safniđ var opiđ til 16 og yfirleitt frekar rólegt ţennan dag. Safniđ er allt hiđ glćsilegasta, ţar má kanna krafta náttúrunnar og undur tćkni....

Leyndardómar gena, baktería og uppruna lífs

Leyndardómar gena, baktería og uppruna lífs Rannsóknir á erfđum, frumum og lífefnum gátu af sér sameindaerfđafrćđina á fyrstu áratugum síđustu aldar. Á ţeim árum nam Guđmundur Eggertsson í Kaupmannahöfn og kynntist rannsóknum sem lögđu grunninn ađ...

Nćsta síđa »

Höfundur

Arnar Pálsson
Arnar Pálsson

Erfðafræðingur

Feb. 2016
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.