Leita í fréttum mbl.is

Enga mengun í heimabyggð, iðnaðarfjörður í boði Reykjavíkur

Öðlingurinn Einar Tönsberg tónlistarmaður og jarðfræðingur ritar stórgóða grein í Kjarnann um skipulag höfuðborgarsvæðisins og mengunarstefnuna sem Reykjavíkurborg hefur rekið í Hvalfirði.

Járnblendisverksmiðja var byggð á Grundartanga, og álver fyrir síðustu áramót. Á þeim tíma stóðu Kjósverjar á móti þessum fyrirætlunum, af þeirri ástæðu að frá verksmiðjum bærist mengun sem ekki sé samrýmanleg landbúnaði. Andóf þeirra duggði lítt, álverið var stækkað og nú er Kísilverksmiðja í kortunum.

Rökin sem oftast eru notuð, eru þau að mengunin sé lítil sem engin og engum hættuleg innan þynningarsvæðis.

Ef það er svo lítil mengun af þessum verksmiðjum, af hverju eru þær ekki settar í Fossvog eða Garðarbæ?

Grein Einars byrjar á þessum orðum:

Mikil vinna hefur verið lögð í nýtt skipulag fyrir höfuðborgarsvæðið er ber yfirskriftina Höfuðborgarsvæðið 2040. Sjö sveitarfélög mynda höfuðborgarsvæðið samkvæmt skipulaginu og er eitt þeirra Kjósarhreppur.

Lykilatriði í stefnunni er að vöxtur svæðisins verði hagkvæmur og ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem þar búa fyrir.

Í skýrslunni er talað um að gera umhverfið þannig úr garði að það auki vellíðan, bæti andlega heilsu og hvetji til hreyfingar. Umhverfi er talið heilsuvænt ef það t.d. tryggir hreint vatn og loft, er almennt ómengað og kveiki jákvæðar hugsanir og tilfinningar. Talað er um gott ræktarland sem verðmæti og að mikilvægt sé að öflugur landbúnaður sé innan 50 km frá markaði.

Stefna Reykjavíkurborgar í uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga brýtur öll þessi fögru fyrirheit. Þaðan berst nú þegar mikil mengun, allt í senn loft,- sjón- og hljóðmengun, og svæðið hefur mjög neikvæð áhrif á andlega heilsu margra Kjósverja.

Ég hvet fólk til að lesa greinina.

Einar Tönsberg 23. apríl 2015 Iðnaðarfjörður í boði Reykjavíkur.

Til upplýsingar, ég er kjósverji í aðra ættina og alfarið á móti því að byggja stíflur um allt land til að selja ódýra orku frekum iðnaði.


Bloggfærslur 24. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband