Leita í fréttum mbl.is

Fortíðin og nútíðin - fljótt skipast veður í lofti og loftslagið líka

Við íslendingar njótum þeirra forréttinda að tveir merkustu loftslags sérfræðingar heims munu vitja okkar næsta föstudag og miðla af þekkingu sinni.

Michael E. Mann er loftslagsfræðingur sem skrifaði m.a. hina athyglisverðu bók, The Hockey Stick and the Climate Wars. Ég las hana fyrir nokkrum árum og varð alveg fjúkandi vondur. Ekki vegna vísindanna, heldur skítkastsins og árásanna sem Mann þurfti að þola frá hendi olíu og gasiðnaðarinns og handbenda þeirra.

Stefan Rahmstorf er sérfræðingur í veðrabrigðum og breytingum á veðrakerfum á jarðsögulegum tíma. Lykilspurning fyrir Ísland í því samhengi er hvort að golfstraumurinn muni raskast eða stöðvast. Þá gæti alvarlega kólnað á klakanum, og við öll þurft að aðlagast lífinu í Fortitude.

Þeir halda erindi á Háskólatorgi 27. maí n.k., frá kl 13:00 til 17:00.

Dagskrá erinda og ágrip á ensku má nálgast á vefsíðunni Earth101.is

Click to enlarge.

Guðni Elísson: “Earth2016”

Michael E. Mann: Dire Predictions: Understanding Climate Change”

Stefan Rahmstorf: Rising Seas: How Fast, How Far?”

Stefan Rahmstorf: Is the Gulf Stream System Slowing?”

Michael E. Mann: The Hockey Stick and the Climate Wars: The Battle Continues”

Michael E. Mann: The Madhouse Effect: How Climate Change Denial is Threatening our Planet, Destroying our Politics, and Driving us Crazy”

Stefan Rahmstorf: Extreme Weather: What Role Does Global Warming Play?”


Bloggfærslur 23. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband