Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Stökkbreyting í geni en ekki mbl.is

Um síðustu helgi birtist í morgunblaðinu ítarleg grein um rannsókn Stefáns Hjörleifssonar, á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Íslenska erfðagreiningu (titill greinarinnar var "Vilhallir ÍE í umfjöllun").  Stefán fann að íslenskir fréttamiðlar taka yfirleitt fréttatilkynningar frá ÍE umorða þær örlítið og birta, hiksta, roða og gagnrýnislaust.

Maður skyldi ætla að ritsjórar á íslenskum miðlum, í það minnsta Morgunblaðinu og afsprengi þess mbl.is, tæku slíkt til sín og bættu vinnubrögðin. Ónei, nokkrum dögum síðar birta þeir fréttatilkynningu Decode, nánast óbreytta. Berum saman fyrstu málsgreinar fréttarinnar og tilkynningarinnar. Fyrst kemur "fréttin".

"Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu og samstarfsaðilar greindu frá því í bandaríska tímaritinu Nature í dag að tengsl eru milli breytileika í erfðavísi í mönnum og líkum á því að ánetjast nikótíni.

Í tilkynningu frá Íslenskri Erfðagreiningu segir að um helmingur þeirra sem teljast af evrópskum uppruna hafa í sér þennan breytileika í a.m.k. einu eintaki og er áætlað að um 18% lungnakrabbameinstilfella og 10% útæðasjúkdómstilfella megi rekja til hans."

Síðan er fyrsta málsgrein tilkynningar Decode.

"Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu og samstarfsaðilar greina í bandaríska tímaritinu Nature í dag frá tengslum sem fundist hafa milli  breytileika í erfðavísi í mönnum og líkum á því að ánetjast nikótíni.

Um helmingur þeirra sem teljast af evrópskum uppruna hefur í sér þennan breytileika í a.m.k. einu eintaki og er áætlað að um 18% lungnakrabbameinstilfella og 10% útæðasjúkdómstilfella megi rekja til hans." 

Feitletruðu orðin eru mismunandi milli textabrotanna sjálfra. Athygli er vakin á því að fréttin á mbl.is byrjar á setningu sem er nánast ljósrituð úr fréttatilkynningunni. Síðan er vísað í fréttatilkynninguna, og er fréttin nánast orðrétt eftir það.

Nemendurnir mínir í Háskólanum fá dregið verulega af ritgerðunum sínum fyrir svona fúskaraleg vinnubrögð, og fordæmi eru fyrir því reka vísindafólk úr störfum fyrir ritstuld.

Flókin áhrif erfðaþáttar

Það hefði verið full ástæða fyrir mbl.is að kafa dýpra í þessa spurningu, um áhrif erfðaþátta á nikótínfíkn og lungnakrabba. Heimildaleitin hefði átt að vera einföld, því í sama eintaki Nature er birt grein eftir Hung og félaga, sem lýsir tengslum sama gens við lungnakrabba. Það er sérstaklega forvitnilegt er að ályktanir hópanna um það hvernig breytingar á þessu geni auka líkurnar á lungnakrabba eru mismunandi.

ÍE heldur því fram að áhrif stökkbreytinga í geninu auki fíkn í sígarettur, og stuðli þannig að auknum lungnakrabba. Hung og félagar finna ekki áhrif á fíkn og sterk tengsl við tíðni lungnakrabba. Þriðja greinin birtist í Nature Genetics í sömu viku, og er hún samhljóða Hung og félögum. Genið sem um ræðir er "nicotinic acetylcholine receptor", sem er viðtaki fyrir taugaboðefni acetylcholine, sem getur einnig bundist nicotíni. 

Nauðsynlegt er að fylgja þessum rannsóknum eftir og skilgreina betur áhrif erfðaþáttarins, er t.d. möguleiki að hann hafir bara áhrif í þeim sem reykja?

Ítarefni er að finna á síðum Nature (er kannski ekki aðgengileg öllum), the Guardian, og New York Times.


mbl.is Erfðavísir eykur líkur á fíkn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljúgandi mörgæsir

Daily Mirror og Daily Telegraph bírtu í DAG, myndir af undri náttúrunar. Mörgæsir fara eins og allir vita sinna leiða syndandi eða á fæti. Nýlega fannst nýlenda mörgæsa á Suðurskautslandinu, þar sem hæfileikinn til að fljúga hefur þróast aftur. Myndskeið, með fyrirtaks lýsingu vísindamannsins Terry Jones, er sýnilegt á vefsíðum beggja blaða (Myndin að neðan er af vefsíðu Daily Telegraph).

Myndirnar eru úr nýrri þáttaröð BBC, sem kallast kraftaverk þróunar "The miracles of evolution".

Þáttröðin tekur einnig fyrir ótrúlegt dæmi um eðlur sem verjast afræningjum með því að gleypa sjálfan sig.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband