Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Decode dregur upp Háskóla Íslands

Það er ákaflega jákvætt að Háskóli Íslands skuli ná þessum frábæra árangri. Árangurinn á sér margar ástæður, en ein veigamikil er sú staðreynd að Kári Stefánsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Agnar Helgason og fleiri vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu eru með stöður við HÍ.

Íslensk erfðagreining er sérstakt "fyrirtæki" að því leytið að þeir framleiða aðallega vísindagreinar, og ég veit ekki betur en að Kári Stefánsson sé meðhöfundur á 95% þeirra. Stutt leit í Web of science (sem er undir Thomas Reuters, sem vann greininguna fyrir Times Higher Education, sýnir að Kári hefur birt rúmlega 400 vísindagreinar.

Athugið það er umtalsverð óvissa í þessu mati, og öðru stærðum hér að neðan, og þetta dregur bara upp stóra drætti.

Hins vegar er ljóst að HÍ fær mjög marga punkta frá Decode. HÍ fær stig fyrir allar greinar sem Kári hefur birt á síðustu 5 árum (~180), og allar tilvitnanir í greinar hans frá 2006 til 2011 (15042).

Fyrir raunvísindi og læknavísindin er heildarfjöldi greina fyrir HÍ á þessu tímabili (greinar Decode sem geta tengingar við HÍ meðtaldar) er uþb 450 og tilvitnanir ~27000.

Þetta sést bersýnilega í samantektinni á vef Times Higher Education, þar sem HÍ skorar hátt fyrir tilvitnanir (sjá skjáskot að neðan). HÍ fær 71% einkunn fyrir tilvitnanir (citations - gul stika), en bara 11% fyrir kennslu (blátt), 59% fyrir alþjóðleika (rautt), 74% fyrir iðnaðar tengingar og styrki (bleikt) og 24% fyrir birtar vísindagreinar (grænt). Vægi hlutanna er mismunandi og leiðrétt er fyrir mun á fræðigreinum að einhverju leyti (sjá neðst og tengil þar).

times_uoficeland.jpg Til samanburðar þá skorar Háskólinn í Chicago (númer 10 á listanum) hátt í öllum atriðum (sjá skjáskot).

Þannig að HÍ er að einhverju leyti drifinn upp af skynsamri pólitík stjórnenda skólans, sem veittu starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar og annara rannsóknastofnanna gestaprófessorstitla. 

Í veröld stórra háskóla skiptir nefnilega máli að vita hvaða mælistikur eru lagðar á frammistöðu og gæði. Það gildir í þessu sem sauðfjárrækt, eftir mælikvarðanum dansa limirnir og lærin.

Samantektin fyrir HÍ sýnir einnig hvar sóknarfærin liggja, í aukinni rannsóknavirkni og bættum gæðum kennslu. Kennslumælistikan byggist á ímynd skólans meðal fræðisamfélagsins - byggt á skoðanakönnun meðal fræðimanna (15% heildar), hlutfalli útskrifaðra doktorsnema og grunnnema, og hlutfalli kennara og nemenda (sem er mjög lágt hérlendis) og nokkrum öðrum þáttum. Miðað við núverandi fjársvelti Háskóla á Íslandi er ólíklegt að þessar kennslumælistikur lagist, nema einhverjum almenningstenglasnillingnum detti í hug Inspired by University of Iceland Vikings auglýsingaherferð. Því á Íslandi virka ímyndir og sögur betur en gögn og staðreyndir.

times_uofchicago.jpg Einkunnin er þannig samansett (af vefsíðu Times Higher Education ).

Our 13 performance indicators are grouped into five areas:

  • Teaching: the learning environment (worth 30 per cent of the overall ranking score)
  • Research: volume, income and reputation (worth 30 per cent)
  • Citations: research influence (worth 30 per cent)
  • Industry income: innovation (worth 2.5 per cent)
  • International outlook: staff, students and research (worth 7.5 per cent).

mbl.is Háskóli Íslands meðal 300 bestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróunarlegur skyldleiki kræklinga á suðurhveli

Dr. Kristen Marie Westfall mun fjalla um rannsókn á þróunarlegum skyldleika kræklinga á suðurhveli í erindi föstudaginn 5. október næstkomandi. Fyrirlestur hennar kallast Exploring evolutionary relationships among Southern hemisphere blue mussels og verður fluttur á ensku.

Kristen er nýdoktor við Vör Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð og er einnig í samstarfi við Líf og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands. Hún lauk nýlega doktorsprófi frá Viktoríu háskóla í Wellington á Nýja Sjálandi. Rannsóknir hennar snúast aðallega um stofnerfðafræði og líflandafræði sjávarlífvera.

Kristen mun fjalla um rannsóknir sínar á vistfræði og tegundaauðgi bláskelja á suðurhveli. Hún nálgast viðfangsefnið á mismunandi stærðargráðum, frá könnun á fjölbreytileika bláskelja í litlum flóa á Nýja Sjálandi til athugunar á uppruna og skyldleika kræklingategunda á suðurhveli. Gögn hennar afhjúpa flókna þróunarsögu, kynblöndun tegunda og misræmi milli svipfars og erfðafræðilegra gagna.

Mynd: Kristen M. Westfall við veiðar. Picture copyright Kristen M. Westfall.

Föstudagur, 5 október, 2012 - 12:30 til 13:10. Askja Stofa 130. Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

Gen fyrir gangi hesta

Lífvísindasetur Háskóla Íslands (BMC) og framhaldsnám í lífvísindum (GPMLS) tilkynna:

Fyrirlestur um gen sem ræður gangi hesta.

Úr tilkynningu:

Þann 4. október næstkomandi mun Dr. Leif Andersson, prófessor við Uppsalaháskóla halda fyrirlestur um nýlegar rannsóknir sínar á erfðum gangs í hestum.

Rannsóknahópur Dr. Andersson við Uppsalaháskóla og Sænska Landbúnaðarháskólann hefur, ásamt samstarfsfólki, fundið breytileika í einum erfðaþætti (geni) í hrossum sem hefur úrslitaáhrif á getu þeirra til góðgangs, sem er jafnframt veigamikill þáttur í árangri hrossa í kerrukappakstri á brokki og skeiði. Íslenski hesturinn var lykillinn að því að breytileiki þessi fannst. Tilraunir með þennan erfðaþátt í músum hafa leitt í ljós nýja grunnþekkingu á taugaboðleiðum þeim er stýra hreyfingum útlima. Rannsóknin markar tímamót í skilningi á taugaboðleiðum í mænu, og hvernig þær stýra hreyfimynstrum hryggdýra. Rannsóknin var nýlega birt í hinu virta vísindariti Nature. Leif mun einnig ræða erfðaþætti sem ráða stærð hanakambsins en þar kom íslenska landnámshænan við sögu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband