Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Athyglisverðar fréttir af óðum skrifara

Óðinshaninn (Phalaropus lobatus) er forvitnilegur lítill fugl. Í fæðuleit sinni, stingur hann niður gogginum við og við, á meðan hann syndir í hringi og slaufur. Þaðan er viðurnefnið skrifari komið, þótt ég viti reyndar ekki hvaðan sú nafnbót er ættuð.

Óðinshanar á norðurlöndum fara til heitu landanna á vetrum, fljúga suður um Evrópu og dvelur við strendur Árabíu. Flestir farfuglar hérlendis fara einmitt beint suður, til Evrópu, Afríku eða Arabíu. 

Rúv sagði frá því nýlega að Skoskir Óðinshanar  flygju allt aðra leið. Þeir færu vestur yfir Atlantshaf, og flygju með ströndum og yfir mið-Ameríku uns þeir kæmu á Kyrrahafsstrendur. Þetta er mjög sjaldgæf leið fyrir farfugla, en vera má að þetta endurspegli þróunarlegan uppruna Skosku Óðinshanann. 

Í fréttinni segir:

Langflug óðinshana milli heimshafa kom í ljós með því að setja senditæki á tíu fugla sem verpa á Hjaltlandi við Skotland. Óðinshanarnir flugu sem leið liggur frá varpstöðvunum í Hjaltlandi yfir Atlantshaf um Ísland og Grænland, þá til suðurs með austurströnd Bandaríkjanna, yfir Karíbahaf og Mexíkó og þangað sem öldur Kyrrhafsins brotna á ströndum Ekvador og Perú.

Eftir vetursetu við Kyrrahafið héldu fuglarnir sömu leið til varpstöðvanna. Vísindamennirnir segja að einungis krían, víðförlasta dýr jarðar, fljúgi lengra en óðinshaninn.

Áður var talið að skosku óðinshanarnir væru með óðinshönum frá Norðurlöndunum í Arabíu á vetrum. Nú telja fuglafræðingar líklegt að stofn óðinshana í Skotlandi sé upphaflega ættaður frá Ameríku fyrst hann sækir þangað á veturna.

RÚV 9. janúar 2014. Óðinshaninn er víðförlari en marga grunar

Bestu þakkir til RÚV fyrir vandaða og áhugaverða umfjöllun.


Fornir þorskar og tímavél í DNA

DNA er tímavél. Erfðaefni tegunda hefur borist til þeirra frá foreldrum og forfeðrum sem voru uppi fyrir þúsund eða milljón árum. Erfðaefni okkar endurspeglar fortíð okkar sem tegundar, og nýlegar breytingar á byggingu stofnsins. Það sama gildir um þorska.

DNA er einnig tímavél, í þeim skilningi að það varðveitist merkilega vel í líkamsleifum í jörðu, sérstaklega beinum.

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Snæbjörn Pálsson og samstarfsmenn nýttu sér þann eiginleika til að skyggnast aftur í fortíð þorsksins. Þau fengu aðgang af þorskbeinum úr gömlum íslenskum verbúðum og gátu greint erfðaefni þeirra. Með því að beita stofnerfðafræðilegum aðferðum, tókst þeim að meta sveiflur í stofnstærð þorskstofnsins síðustu 10 aldir. Grein um þessa rannsókn birtist í tímariti Konunglega Breska vísindafélagsins í gær.

Megin niðurstaðan er sú að stofninn minnkaði í kjölfar litlu ísaldar sem hófst á 15. öld. 

Vonandi kemur fréttatilkynning frá Líffræðistofnun HÍ eða Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum um þessa rannsókn. Þeir sem vilja geta lesið greinina á netinu.

Historical DNA reveals the demographic history of Atlantic cod (Gadus morhua) in medieval and early modern Iceland Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Kristen M. Westfall, Ragnar Edvardsson og Snæbjörn Pálsson. Proc. R. Soc. B 22 February 2014 vol. 281 no. 1777 20132976 doi: 10.1098/rspb.2013.297

Leiðrétt eftir ábendingu höfundar, sjá athugasemd að neðan.


Málþing um krabbamein

 SKÍ efnir til málþings miðvikudaginn 8. janúar kl 16:00-17:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.
 
 yfirskriftin er Krabbameinsrannsóknir á Íslandi - mikilvægi rannsókna í sögulegu ljósi og framtíðarsýn
 
 Helga M. Ögmundsdóttir – Saga krabbameinsrannsókna á Íslandi 
 Þórunn Rafnar – Grunnrannsóknir í krabbameinsfræðum 
 Magnús Karl Magnússon – Nýting grunnrannsókna til betri forvarna og meðferða
 Ragnheiður Haraldsdóttir – Stofnun rannsóknasjóðs til krabbameinsrannsókna
 
 17:00-17:30 Umræður



Náttúrufræðingurinn leikur lausum hala

Nýjasta hefti Náttúrufræðingsins er komið út og var sent til félagasmanna í Hinu Íslenska Náttúrufræðifélagi, og einnig á almennan markað (skyldi maður vona).

Forsíðuna prýðir mynda af Blávatni, nýjasta vatni landsins sem myndaðist við bráðnun Oksins. Þar fjallar Hilmar J. Malmquist og félagar um jarðfræði og lífríki vatnsins.

Meðal annara greina sem mér þóttu sérstaklega forvitnilegar, eru greinar um Ferskvatnsmarflærnar sem lifðu af ísaldir (eftir Snæbjörn Pálsson), stofnmat á grjótakrabba (eftir Sindra og félaga) og kynning á mögulegum tengslum sjálfsáts fruma og taugahrörnunarsjúkdóma (eftir Pétur H. Petersen).

natturufraedingurinn_forsida1_stor.jpgÞví miður er hvorki yfirlit greina, né nokkuð annað tengt heftinu á vefnum. Það er reyndar ótækt að almennt rit um íslenska náttúrufræði skuli vera í læstum aðgangi í 5 ár, og hafa svo litla rafræna viðveru. Í veruleika 21 aldar, þar sem skemmtiiðnaðurinn grípur alla athygli hafa fræðimenn og áhugamenn um náttúru ekki efni á því að grafa svona fallegt tímarit sem Náttúrufræðinginn einungis í pappír og hampa honum ekki á rafrænum vettvangi. 

http://www.hin.is/flokkar.asp?flokkur=188

http://timarit.is/

Einnig má minnast á mjög lofsvert og jákvætt framtak.

HÍN og Náttúruminjasafn Íslands standa fyrir samkeppni um einkennismerki Náttúruminjasafnsins. Fyrir listræna náttúrufræðinga er eftir töluverðu að slægjast, 1.000.000 verða veittar fyrir vinningstillöguna.

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, miðvikudaginn 15. janúar 2014.

Samkeppni um einkennismerki Náttúruminjasafns Íslands

Mynd er af vefnum www.nsv.is, afrituð á leyfis en í góðri meiningu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband