Leita í fréttum mbl.is

Kjarninn í aðgerðarleysi ríkisins

Við höfum oft rætt um skort á heildarsýn í rannsóknar og nýsköpunarkerfi í Íslands.

Ríkið fékk erlenda sérfræðinga til að meta stöðuna og kerfið, og þeir skiluðu af sér í sumar. Niðurstaðan er svo svakaleg að ríkið kýs að sitja á skýrslunni, amk um stundarsakir.

Kjarninn fjallar um málið og segir:

Íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir langvarandi aðgerðarleysi í vísinda-, tækni- og nýsköpunarmálum í svartri skýrslu sem unnin var af þremur erlendum sérfræðingum á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Stjórnvöld eru hvött til að axla ábyrgð á málaflokknum og framfylgja metnaðarfullri stefnu Vísinda- og tækniráðs.

Skýrslan var kynnt á Rannsóknarþingi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í lok ágúst. Til stóð að gera hana opinbera í kjölfarið, en samkvæmt heimildum Kjarnans var ákveðið í Vísinda- og tækniráði að fresta birtingu skýslunnar opinberlega. Kjarninn hefur skýrsluna undir höndum og birtir hana í heild sinni í nýjustu útgáfu Kjarnans.

Íslenskt, nei takk.

Rætt verður um skýrsluna á fundi Vísindafélagsins 26. sept. 2014

Umræðufundur Vísindafélags Íslendinga um úttekt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á íslenska Vísinda-­og nýsköpunarkerfinu

Frummælendur: Dr. Erna Magnúsdóttir, rannsóknasérfræðingur

Dr. Kristján Leósson, framkvæmdastjóri

Fundarstjóri: Þórarinn Guðjónsson, prófessor

Dagsetning: Föstudagur 26. Sept. kl. 12:10 - 13:00

Staðsetning: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands

 


Nýr náttúrufræðingur

nf_84_1-2_fors.pngNáttúrufræðingurinn er kominn út, þ.e.a.s. tölublöð 1 og 2 fyrir árið 2014.

Meðal efnis eru greinar um Loðnu, um Hallmundarkviðu og árstíðabundna elda hérlendis.

Örnólfur Thorlacius skrifar sérlega athyglisverða grein um kynhneigð dýra.

Efnisyfirlit heftisins má nálgast á vef Náttúruminjasafns Íslands.

Ólafur K. Pálsson, Ástþór Gíslason, Björn Gunnarsson, Hafsteinn
G. Guðfinnsson, Héðinn Valdimarsson, Hildur Pétursdóttir, Konráð Þórisson, Sólveig R. Ólafsdóttir og Sveinn Sveinbjörnsson -
Meginþættir í vistkerfi Íslandshafs og breytingar á lífsháttum loðnu. Bls. 4.

Þröstur Þorsteinsson -  Árstíðabreytingar í tíðni gróðurelda á Íslandi. Bls. 19.

Árni Hjartarson - Hallmundarkviða, eldforn lýsing á eldgosi. Bls. 27.

Örnólfur Thorlacius - Sérstök kynhegðun dýra. Bls. 38.

Kjartan Thors og Guðrún Helgadóttir - Hryggir í Lónsdjúpi. Bls. 43.

Konráð Þórisson - Um orðanotkun tengda fyrstu stigum þroskunar hjá fiskum. Bls. 49.

Arnar Pálsson - Stefnumót skilvirkni og breytileika:snertiflötur þroskunar og þróunar. Bls. 53.

Ævar Petersen - Svartþröstur aðstoðar við hreiður skógarþrasta. Bls. 61.

Mnningaorð: Guðmundur Páll Ólafsson. Bls. 65.

Ritfregn: Tilviljun og nauðsyn. Bls. 72.

Skýrsla um HÍN fyrir árið 2013. Bls. 74.

Reikningar HÍN fyrir árið 2013. Bls. 77.


Stefnumót skilvirkni og breytileika - snertiflötur þroskunar og þróunar

Í aldanna rás hafa náttúruunnendur og fræðimenn heillast af margbreytilegum formum, atferli og lífsháttum ólíkra tegunda. Árið 1858 færðu Charles Darwin og Alfred Wallace rök fyrir mikilvægi náttúrulegs vals í mótun og viðhaldi fjölbreytileika lífvera....

Fögnum degi íslenskrar náttúru

16. september er dagur íslenskrar náttúru. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá um allt land og allir eru hvattir til að njóta náttúru lands og sjávar á ábyrgan hátt. Yfirskrift dagsins í ár er hreint land - fagurt land, og er áherslan á bætt umgengni um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband