Leita í fréttum mbl.is

Ísland - suðupottur fuglaflensu

Ísland - suðupottur fuglaflensu

Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Líf- og  umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, fjallar um rannsóknir á veirum í farfuglum sem koma hingað til lands í sjötta erindi fyrirlestraraðarinnar Vísindi á mannamáli í Háskóla Íslands. Gunnar Þór hefur stundað rannsóknir sínar undanfarin ár og hafa niðurstöður þeirra vakið athygli víða um heim.

Erindið verður haldið í Hátíðasal Háskóla Íslands  þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 12.10.

Í kjölfar faraldurs fuglaflensu af stofni H5N1 fyrir nokkrum árum hefur mikil umræða átt sér stað  um flensu í fuglum um allan heim. Helstu áhyggjur manna snúa að þeirri  hættu sem alifuglum stafar af fuglaflensu  og mögulegum áhrifum þess á menn ef banvænar veirur breyta sér og smitast á milli manna.  

Í erindinu fjallar Gunnar Þór um rannsóknir sínar og samstarfsfélaga  sem á síðustu árum hafa skoðað tíðni og gerðir fuglaflensuveira í fuglum á  Íslandi.  Í fuglunum fundust margar gerðir veira sem eiga uppruna bæði í Evrópu og Ameríku.
Rannsóknirnar leiddu meðal annars í ljós að Ísland er einskonar suðupottur fyrir fuglaflensu frá mismunandi heimssvæðum þar sem þær blandast og mynda nýjar veirur. Af þessu leiðir að Ísland getur virkað eins og stökkpallur fyrir fuglaflensu á milli Evrasíu og Ameríku. Í rannsóknunum fundust m.a. vægar gerðir af H5N1 (í vaðfugli) og H5N2 (í máfi) fuglaflensuveirum.

Í erindinu verður sagt frá því hvaða fuglategundir eru líklegastar til að flytja fuglaflensuveirur til og frá Íslandi og rýnt í lífshætti og farmynstur fuglanna. Einnig verður rætt um hvaða áhrif flensa hefur á villta fugla og hvaða veirum mönnum kann að stafa ógn af.
Um fyrirlestraröðina Vísindi á mannamáli er fyrirlestraröð Háskóla Íslands sem hófst haustið  2014 að frumkvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands. Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks og atvinnulíf í landinu.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar má finna á:
www.hi.is/visindi_a_mannamali 


Um fjármögnun rannsókna, það var vitlaust gefið

Rannsóknir eru að mestu stundaðar fyrir skattfé. Ástæðan er sú að rannsóknir eru fjárfesting í þekkingu, mannviti og tækni, sem skilar sér fyrir þjóðfélagið og efnahag þess.

Þegar framlög þjóða til rannsókna eru borin saman, skiptir töluverðu máli að mælistikurnar séu skýrar. Magnús Karl Magnússon forseti læknadeildar Háskóla Íslands ritaði grein í kjarnann um fjármögnun rannsókna á Íslandi. Sú nýbreytni komst á árið 2013 að Hagstofan tók við útreikningunum af Rannsóknarmiðstöð Íslands. Við þær breytingar, kemur í ljós að framlög til rannsókna eru í raun lægri hérlendis, en áætlað var. Magnús segir:

Nú bregður svo við að Hagstofan gaf út nýjar tölur í síðustu viku um fjárfestingar í rannsóknir og þróun. Tölurnar fyrir 2013 eru hvorki meira né minna en þriðjungi lægri en við höfum séð síðastliðinn áratug; þær nema 1,88 prósentum af vergri landsframleiðslu, eða sem nemur rúmlega 35 milljörðum. Hvað gerðist? Hefur orðið hrun í þessum geira?

Skýringanna er sennilega ekki leita í hruni. Líklegra er að við höfum reiknað vitlaust síðustu áratugi. Nýlega var tekin sú ákvörðun að flytja þessa mikilvægu en flóknu útreikninga frá Rannís til Hagstofunnar enda skiptir meginmáli að við getum borið okkur saman við nágrannalöndin en í flestum tilvikum eru þessir útreikningar í höndum hagstofa viðkomandi landa. Aðferðir eru flóknar og niðurstaðan hefur afgerandi áhrif á ákvarðanir stjórnvalda og atvinnulífs í vísinda- og nýsköpunarmálum...

Það má því álykta sem svo að útreikningar síðustu áratuga hafi verið ríflega þriðjungi of háir. Ef tölur fyrri ára eru leiðréttar samkvæmt þessum forsendum þá getum við séð leiðréttar tölur í rauðu línunni. Hér er um að ræða 10-15 milljarða skekkju á ári eða vel yfir hundrað milljarða síðasta áratug. Það munar um minna.

Þessar tölur setja alla opinbera stefnumótun í þessum málaflokki í uppnám. Við erum ekki að að fjárfesta til framtíðar eins og við héldum að við værum að gera. Við þurfum að snúa við blaðinu, það þolir ekki bið.

Í grein Magnúsar Það var nefnilega vitlaust gefið (kjarninn 29. apríl 2015) er einnig graf og nánari útskýringar.

Guðrún Nordal, formaður vísinda og tækniráðs fjallar einnig um þessar tölur í pistli í kjarnanum. Hún segir.

Í áðurnefndri aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2014-16 hefur nú þegar verið gripið til ýmissa aðgerða til að laða fram meiri fjárfestingu til rannsókna og þróunar sem mun leiðrétta þessa mynd, en ný tölfræði kallar þó á endurmat aðgerða. Þegar hefur verið ákveðið að hækka framlög til samkeppnissjóðanna um 2,8 milljarða 2015 og 2016 sem mun hafa áhrif til hækkunar á framlagi ríkisins. Þar er einnig tekið undir markmið um að framlög til háskóla skuli verða sambærilega við meðalviðmið í háskólum á Norðurlöndum árið 2020, en nú er Háskóli Íslands t.d. aðeins hálfdrættingur á við háskóla á Norðurlöndum. Það er því ljóst að framlög til rannsóknarstarfs og rannsóknarinnviða muni stórhækka á næstu árum gangi þessi stefna eftir.

En ekki er síður mikilvægt að hvetja atvinnulífið til dáða. Í Evrópu er jafnan stefnt að því að atvinnulífið standi straum af 2/3 framlagsins, en í litlu hagkerfi er raunhæfara að miða við helming á móti helmingi hins opinbera – eins og raunin hefur verið hér á landi. Í aðgerðaáætluninni eru tillögur um ýmsa skatahvata til að laða fram fjárfestingu fyrirtækja til vísinda og nýsköpunar en fylgjast þarf vel með að þeir virki til hækkunar.


Enga mengun í heimabyggð, iðnaðarfjörður í boði Reykjavíkur

Öðlingurinn Einar Tönsberg tónlistarmaður og jarðfræðingur ritar stórgóða grein í Kjarnann um skipulag höfuðborgarsvæðisins og mengunarstefnuna sem Reykjavíkurborg hefur rekið í Hvalfirði. Járnblendisverksmiðja var byggð á Grundartanga, og álver fyrir...

Brotalamir í HÍ

Eitt það frábærasta við rektorskjörið við Háskóla Íslands var að fólk fór loks að ræða opinberlega vandamálin sem plaga skólann. Frambjóðendur gerðu sér allir grein fyrir því að margt þurfti að laga, bæði í starfi, skipulagi og fjármögnun skólans. Jón...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband