Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Í boði leiðréttingarinnar?

Eins og kjarninn hefur fjallað um er leiðréttingin ansi sérkennilega útfærð.

Þórður Snær Júlíusson fjallað um þetta 11. nóvember, í pistlinum leiðréttingin leiðrétt.

Þá fengu 3.281 aðilar, 539 einstaklingar 2.742 hjón eða sambúðarfólk, sem skulduðu yfir 45 milljónir króna samþykkta leiðréttingu. Ef þú skuldar yfir 45 milljónir króna í íbúðarhúsnæði, og hefur ekki nýtt þér önnur skuldaniðurfellingarúrræði hingað til, þá ertu væntanlega í mjög dýru húsnæði og með helvíti fínar tekjur til að þjónusta skuldirnar sem því fylgja...

Glærurnar urðu síðan bara skrýtnari og skrýtnari. Þar var til að mynda sett fram sem jákvæð niðurstaða að um 70 prósent millifærslunnar fari til hjóna sem eiga minna en 25 milljónir króna í eigið fé og einstaklinga sem eiga minna en ellefu milljónir króna í eigið fé.

Það þýðir að 30 prósent fara til hjóna sem eiga meira en 25 milljónir króna í eigið fé og einstaklinga sem eiga meira en ellefu milljónir króna í eigið fé. 24 milljarðar króna af skattfé renna til þessa hóps.

Og að auki kyndir leiðréttingin undir fasteignaverð og þannig verðbólgu, sem kemur verst niður á þeim sem minnst hafa.

Það þarf ekki að fjölyrða um forgangsröð ríkistjórnar.


mbl.is Mikil aukning í sölu lúxusbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já og segjum nei við réttum hlutum

Icesave er sannarlega mikilvægt mál en það er samt dvergvaxið miðað við aðrar afleiðingar hrunsins og góðáranna þar á undan. Tap Seðlabankans í hruninu og skuldafen OR eru bara tveir risavaxnir póstar sem við þurfum að takast á við. Besta leiðin til þess er að samþykkja Icesave lögin og afgreiða þetta mál í eitt skipti fyrir öll.

Óvissan sem hlytist af því að hafna Icesave er að mínu viti kostnaðarmeiri en mögulegur ávinningur af því að vinna dómsmál um innistæðutryggingarnar, og þá er ótalinn kostnaðurinn ef við töpum málinu.

Mig grunar að hluti af andstöðunni sé tilkomin vegna þess að við eru óánægð með lækkandi kaupmátt, auknar álögur, hringlanda í stjórnvöldum, og síðast en ekki síst bið eftir því að réttlætinu verði fullnægt. Arkitektar hrunsins og góðærisins leika enn lausum hala, fjárglæframennirnir hafa ekki verið sóttir til saka, eignir hafa ekki skilað sér aftur til landsins og stjórnmálamenn sprikla sér undan ábyrgð.

Það að segja nei mun ekki leysa þessi vandamál.

Nei er ekki leiðin til að fullnægja réttlæti yfir arkitektum hrunsins, ekki leiðin til að auka kaupmátt, ekki leiðin til að bæta stjórnmálamenninguna, ekki leiðin til að losa auðlindirnar úr klóm einkaaðilla og ekki leiðin minnka skattbyrði.

Við þurfum að finna réttan farveg fyrir óánægju okkar og gremju. Ég tel mikilvægt að segja nei við réttum hlutum (ofríki kvótakónganna, tvístígandi ríkisstjórn, fjáraustri í stóriðju, aðför að menntakerfinu, smjörklípum úr Hádegismóum og niðurskurði á grunnþjónustu), en já við Icesave.


Fyrirtæki með sama tjáningarfrelsi og einstaklingar

Í upphafi ársins ákvað hæstiréttur bandaríkjanna að ekki mætti skerða rétt fyrirtækja til að styrkja frambjóðendur í kosningum. Úr frétt NYTimes frá 21 janúar 2010 (Adam Liptak ).

The 5-to-4 decision was a vindication, the majority said, of the First Amendment’s most basic free speech principle — that the government has no business regulating political speech. The dissenters said that allowing corporate money to flood the political marketplace would corrupt democracy.

Þetta er líklega ástæðan fyrir mikilli eyðslu í yfirstandandi kosningum. Og sú staðreynd að örfáir ríkir einkaaðillar hafa ausið fé í Teboðshreyfinguna. Ég vona að íslenskir stjórnmálamenn freistist ekki til að tileinka sér stíl Teboðsins, sleggjudóma, gífuryrði og lýðskrum...ó fyrirgefið, þetta tíðkast víst allt saman hérlendis.


mbl.is Gríðardýr kosningabarátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfleifð daga Darwins

Á síðasta ári voru 200 frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár liðin frá útgáfu bókar hans um Uppruna tegundanna. Darwin var einn mesti náttúrufræðingur sögunnar og í bók sinni setti hann fram þróunarkenninguna og útskýrði hvernig lífverur hafa í tímans rás tekið breytingum, og lagast að umhverfi sínu.

Af því tilefni stóðu nokkrir aðillar fyrir ritgerðarsamkeppni meðal framhaldsskólanema, málþingi um eðli mannsins og fyrirlestraröð um þróun lífsins (Heimasíða verkefnisns er Darwin.hi.is).

Síðasta verkefni okkar af þessu tilefni er ritgerðarsafn, sem fjallar á víðum nótum um kenningu Darwins, þróun lífsins og áhrif þróunarkenningarinnar á menningu.

Á næstu vikum mun ég kynna kafla bókarinnar, ræða um forsíðuna og segja frá því sem við höfum lært á ritstjórnarferlinu.

Eitt það erfiðasta við bókaútgáfu er að ákveða titil. Við gerum miklar kröfur til titla, um að þeir séu aðlaðandi, stuttir, hnyttnir og hlaðnir merkingu. Ritnefndinn og íslenskumaðurinn sem var okkar stoð og stytta, velti upp mörgum mögulegum titlum. Voru þeir flestir langir, loðnir og slæmir.

Að endingu sættumst við á:

Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning.

Kápan verður hönnuð af Bjarna Helgasyni sem einnig gerði veggspjaldið fyrir Darwin daganna 2009.

DarwinVeggspjald


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband