Leita í fréttum mbl.is

Já og segjum nei við réttum hlutum

Icesave er sannarlega mikilvægt mál en það er samt dvergvaxið miðað við aðrar afleiðingar hrunsins og góðáranna þar á undan. Tap Seðlabankans í hruninu og skuldafen OR eru bara tveir risavaxnir póstar sem við þurfum að takast á við. Besta leiðin til þess er að samþykkja Icesave lögin og afgreiða þetta mál í eitt skipti fyrir öll.

Óvissan sem hlytist af því að hafna Icesave er að mínu viti kostnaðarmeiri en mögulegur ávinningur af því að vinna dómsmál um innistæðutryggingarnar, og þá er ótalinn kostnaðurinn ef við töpum málinu.

Mig grunar að hluti af andstöðunni sé tilkomin vegna þess að við eru óánægð með lækkandi kaupmátt, auknar álögur, hringlanda í stjórnvöldum, og síðast en ekki síst bið eftir því að réttlætinu verði fullnægt. Arkitektar hrunsins og góðærisins leika enn lausum hala, fjárglæframennirnir hafa ekki verið sóttir til saka, eignir hafa ekki skilað sér aftur til landsins og stjórnmálamenn sprikla sér undan ábyrgð.

Það að segja nei mun ekki leysa þessi vandamál.

Nei er ekki leiðin til að fullnægja réttlæti yfir arkitektum hrunsins, ekki leiðin til að auka kaupmátt, ekki leiðin til að bæta stjórnmálamenninguna, ekki leiðin til að losa auðlindirnar úr klóm einkaaðilla og ekki leiðin minnka skattbyrði.

Við þurfum að finna réttan farveg fyrir óánægju okkar og gremju. Ég tel mikilvægt að segja nei við réttum hlutum (ofríki kvótakónganna, tvístígandi ríkisstjórn, fjáraustri í stóriðju, aðför að menntakerfinu, smjörklípum úr Hádegismóum og niðurskurði á grunnþjónustu), en já við Icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Ég held stundum að Icesave málið sé blásið upp til að dreyfa athygli okkar frá öðrum og stærri málum, eins og td. gjaldþroti Seðlabankans sem kostaði (er sagt) 500 miljarða, því að ríkið sé búið að leggja til 250 milljarða í gjaldþrota banka og sparisjóði og fleirra í þeim dúr.  Td. voru stóru bankarnir að taka yfir N1 og afskrifuðu í leiðinni 90 milljarða!  Bara það er hærri upphæð en við þurfum að borga fyrir Icesave samkvæmt núverandi samningi (að því gefnu að gengið hrynji ekki algerlega en það eru engar forsendur fyrir því).

Icesave er smápeningar miðað við það sem hefur gengið á síðustu 3 árinn, en fær alla athyglina.

Arnar, 7.4.2011 kl. 12:21

2 Smámynd: Arnar

Afskriftir N1 voru líklega 9 miljarðar en ekki 90, fannst þessi tala svoldið há svona eftir að ég skrifaði þetta..

Arnar, 7.4.2011 kl. 12:25

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Arnar og Arnar. Ég lít einmitt á að Icesave sé uppblásin smjörklípa - tilraun ákveðins ritstjóra til að hafa áhrif á það hvernig sagan verður skrifuð.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.4.2011 kl. 12:34

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir Arnar og Höskuldur

Það er sannarlega merkilegt hversu mikla athygli Icesave hefur fengið, miðað við næstum-gjaldþrot seðlabankans og stöðu OR. Ég vissi ekki að gjaldþrot N1 hefði kostað 9 milljarða, en það er vitanlega skandall að bankarnir skuli enn vera reknir af snillingunum sem kafkeyrðu þá í fyrsta skipti.

Hafið þið tekið eftir því hversu mikið bankarnir hafa auglýst síðustu ár, það er sífelldur dynjandi af sjónvarps, blaða og bleðlaauglýsingunum frá bönkunum. Þeir eru reknir á nákvæmlega sama hátt og áður, þótt "skipt" hafi verið um í brúnni.

Vitanlega er sér ritstjórninn hárprúði sér hag í því að espa upp fólk á móti Icesave, og gleyma hrunadansi seðlabankans. Það ætti að vera verkefni fyrir fólki í fjölmiðlafræði að taka út umfjöllun kvótaeigendamálgagnsins undanfarin misseri.

Arnar Pálsson, 7.4.2011 kl. 13:29

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Marínó tæklar þetta í nokkuð löngu og niðurdrepandi máli en það er þó á sig leggjandi að hnoðast í gegn um langhundinn.

Ég er sammála flestu sem þú segir í þessari ágætu færslu nema þriðja seinasta orðinu. Fyrir því eru margar samverkandi ástæður.

Haraldur Rafn Ingvason, 7.4.2011 kl. 18:53

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir Haraldur

Hér forðast ég yfirleitt þjóðfélagsmál sem umræðuefni, en fannst mikilvægt að tjá mig í þessu tilfelli. Kosningar eru mál, þar sem vísindaleg þekking og þjálfun kemur að frekar litlum notum. Nema hvað hún opna augu manns fyrir því að ólíkir möguleikar (tilgátur) geta reynst réttar, og að það þurfi gögn til að skera úr um hvað er rangt (í vísindum er aldrei hægt að vera 100% viss um að eitthvað sé rétt).

Í dæmi eins og Icesave veltur útkoman á mörgum þáttum, þ.a.m. lagalegum málum, viðbragði markaða, matsfyrirtækja, þrýstingi á gengi, stjórnmálum, efnahagslegum þáttum og líffræðilegum sem hafa áhrif á viðgang fiskistofna og landbúnað og þar með framleiðni og hagvöxt.

Ég vona bara að hvernig sem fari haldist friður í landinu, það væri skelfilegt ef hér yrði pólarizering eins og í BNA með tilkomu hins milljónera-borgaða teboðs.

Arnar Pálsson, 8.4.2011 kl. 09:50

7 Smámynd: Arnar

Vísindin mættu nú alveg spila stærri þátt í icesave umræðunni, fólk (úr báðum hópum) bullar og bullar út í eitt og kastar fram staðhæfingum en leggur ekki fram nein gögn máli sínu til stuðnings.

Eins finnst mér margir, sérstaklega úr nei-hópnum, kjósa á tilfinningalegum ástæðum.

Ég hef fulla trú á því að eignir landsbankans dugi fyrir icesave skuldinni, ef svo er skiptir í raun engu máli (fjárhagslega séð) hvernig kosningin fer.  Hinsvegar finnst mér skipta máli að sýna að við séum viðræðu hæf og tilbúinn í samvinnu.  Það skiptir máli upp á ímynd íslands hvort við segjum já og borgum icesave eða hvort við segjum nei og borgum icesave.  Því hvernig sem fer þá borgum við icesave.

Arnar, 8.4.2011 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband