Leita í fréttum mbl.is

Erfðamengun ógnar íslenskum löxum

Gögn Veiðimálastofnunar sýna að eldislax hafi fundist í Kleifaá á Patreksfirði. Þetta eru váleg tíðindi, því eldislax er af norsku kyni og er hætta á að hann blandist við íslenskan lax. Slíkir blöndun getur leitt til þess að staðbundnir stofnar deyji út og þannig  skaðað laxveiðar. RÚV sagði frá.

Greining Veiðimálastofnunar á uppruna tuttugu og eins lax sem veiddur var í Kleifaá í Patreksfirði í júlí leiddi í ljós að þeir voru allir af norsku kyni. Yfirgnæfandi líkur eru á að þarna séu komnir nokkrir af þeim 200 löxum sem sluppu úr eldiskví í vetur.

Í nóvember síðastliðnum sluppu 200 eldislaxar fyrir mistök úr sláturkví Fjarðarlax í Patreksfirði. Undanfarnar vikur hafa veiðimenn veitt stóran lax í ám í botni Patreksfjarðar og lék strax grunur á um að þarna væri eldislaxinn kominn. Rannsókn Veiðimálastofnunar fyrir Fiskistofu hefur nú staðfest að um norskan eldislax er að ræða. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri auðlindasviðs Veiðimálastofnunar, segir atvikið geta skapað villtum laxastofnum hættu.

RÚV 14. ágúst 2014.  Eldislax gæti stefnt þeim íslenska í hættu



mbl.is Menn sáttir í Vatnsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband