Leita í fréttum mbl.is

Hin mörgu andlit Plágunar og snilld Alberts Camus

Pestir herja á manninn. Við þekkjum öll nöfn á plágunni, fuglaflensa, ebóla, berklar eða alnæmis-veiran. En plágurnar eru fleiri, og margar nafnlausar eða torsýnilegar.

Ein leið til að kanna þetta viðfangsefni er að lesa gott skáldverk.

Plágan eftir Albert Camus er slík bók.

Eiríkur Guðmundsson sagði frá skáldsögunni og skáldinu í Víðsjá 8. janúar (mínútur 1-10), og studdist við nýlega grein í eftir Ed Vulliamy í The guardian.

Plágan segir frá farsótt sem leggst á Alsírsku borgina Oran snemma á síðustu öld. Hún er gluggi á mannlegt samfélag, og hvernig það bregst við þegar farsótt slær sér niður.

Það er mikilvægt fyrir okkur að muna sögu sóttanna, þótt tilvist okkar nú sé ljúf og auðveld. Fyrr á öldum, síðast árið 1918, geisuðu skelfilegir faraldrar sem drógu milljónir manna til dauða. Aðferðir til að berjast við sóttir voru yfirleitt nokkuð einfaldar, og miðuðu aðallega að líkna sjúkum og einangrun. Albert Camus lýsti dæmum um slíka baráttu í plágunni (frá 1948) þar sem íbúar Oran eru lokaðir inni í borginni í næstum því heilt ár á meðan sóttin geisar. Hreinlæti og einangrun voru einu aðferðirnar sem voru í boði þá, og sermið sem þeir beittu gegn pestinni virkaði ekki fyrr en hún var farin að ganga sér til húðar. Camus lýsir baráttu læknanna og angist íbúanna, sem tærast upp bæði líkamlega og andlega í einangruninni. (AP, eldri pistill)

En bókin fjallar ekki síður um það hvernig menn takast á við einangrun, skerðingu frelsis og mannlegar hamfarir. Camus skrifaði bókina á stríðsárunum, í hernumdu Frakklandi. Persónur bókarinnar upplifa það sama og íbúar Evrópu undir hernámi Þjóðverja. Sumir breytast í svefngengla, nokkrir blómstra undir nýju skipulagi en aðrir troða marvaðan og reyna að halda samfélaginu á floti, og berjast við pestina/kúgunina.

Camus sagði í Nóbelsverðlaunaræðu sinni að "Það væri í senn heiður og byrði rithöfundarins að gera mun meira en það að skrifa."

Hann vildi að rithöfundar og fólk almennt, tæki fullan þátt í samfélaginu og að berjast gegn plágum, bæði líffræðilegum og samfélagslegum.

Fyrir skemmstu las ég hálfgerða ævisögu um Camus, og góðvin hans Jacques L. Monod. Bókin kallast Snilldarhetjur (Brave genius) og er eftir þróunarfræðinginn Sean. B. Carroll.

Í bókinni tvinnar Carroll saman ævi þessara félaga, og afrek þeirra í seinna stríði og sínu fagi. Báðir voru virkir í andspyrnuhreyfingunni í hinu hernumda Frakklandi. Camus skrifaði fyrir hið bannaða tímarit Combat, og blés löndum sínum von og baráttuanda í brjóst. Monod, vann að rannsóknum við Sorbonne háskóla að degi til, en skipulagði starf andspyrnuhreyfingarinnar á Parísarsvæðinu á kvöldin.

Þeir Camus og Monod kynntust eftir stríð og tókst mikill kærleikur með þeim. Lífsýn Monods var skyld heimspeki Camus. Monod setur hina nýju líffræði gena og sameinda í heimspekilegt samhengi í bók sinni Tilviljun og nauðsyn, sem kom út 1970. Þar segir Monod m.a.

Loks veit maðurinn að hann er einn í óravíðum afskiptalausum alheimi þar sem hann kom fram fyrir tilviljun. Hvorki skyldur hans né örlög hafa nokkurstaðar verið skráð. Hans er að velja milli konungsríkisins og myrkranna.

Ítarefni:

Ed Vulliamy The Guardian 5. janúar.   Albert Camus' The Plague: a story for our, and all, times


mbl.is Óttast útbreiðslu fuglaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband