Leita í fréttum mbl.is

Stórbrotið ferðalag kríunnar

Kríur (Sterna paradisaea) eru smáir fuglar (á milli 95-125 grömm) en engu að síður leggja þær undir sig rúmlega 20.000 km flug á milli heimskautanna.

carsten_egevang_1994

Það tvennt sem kom mest á óvart við ferðalag kríunnar var millilending á miðju hafi (líklega til að birgja sig upp af orku) og síðan fluglínurnar. Fluglínurnar voru ekki beina, heldur kom í ljós að þær eru S laga, og fylgja ríkjandi vindastraumum á suður og norður Atlantshafi.

Að rannsókninni komu vísindamenn frá nokkrum löndum, meðal annars Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun  Íslands

Þar sem kríurnar eru svo léttar þurfti að gæta þess að staðsetningartækin væru ekki íþyngjandi. Sendarnir sem notaðir voru vega um 1.4 g, sem er samt 1% af þyngd. Okkur myndi svo sannarlega muna um 800 g sendi ólaðann við ökkla. Frekari útskýringar á aðferðum á finna á vefsíðu verkefnisins.

carsten_egevang_8398

Myndir af vefnum www.Artictern.info.

Ítarefni á vef BBC - Arctic tern's epic journey mapped Jonathan Amos 11. janúar 2010.

Tracking of Arctic terns Sterna paradisaea reveals longest animal migration Carsten Egevang, Iain J. Stenhouse, Richard A. Phillips, Aevar Petersen, James W. Fox og Janet R. D. Silk, PNAS 2010.

Breyting: 13 janúar, mynd af kríu var skipt út. Tengill á eintak í betri upplausn.


mbl.is Óvenjulegt ferðalag kríunnar milli heimsskautasvæða kortlagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Úff, myndin af kríunni er í 3543x2362px upplausn og um 5Mb að stærð.  Svoldið 'þungt'.

Arnar, 12.1.2010 kl. 14:52

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Margur er knár.............

Hörður Halldórsson, 12.1.2010 kl. 20:44

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Nafni, laga það snarlega.

Arnar Pálsson, 13.1.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband