Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta fréttin um líffræðilega fjölbreytni

iyb-logo-cover

Sameinuðu þjóðirnar og fleiri aðillar standa fyrir því að tileinka árið 2010 alþjóðlegt ár líffræðilegrar fjölbreytni.

Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity

Fjölbreytni er auðskilin, en hvað er líffræðileg fjölbreytni? Hún spannar víðan skala frá afbrigðum til heilla vistkerfa.

Það er fjöldi tegunda

Það er mismunur á milli tegunda

Það er breytileiki innan tegunda og stofna

Það er breytileiki í vistkerfum og búsvæðum lífvera

Markmið hins alþjóðlega árs líffræðilegar fjölbreyttni er að benda á:

  • Mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir líf okkar, og hvernig fjölbreytnin er að minnka.
  • Hvað fólk er að gera til að verjast tapi á líffræðilegri fjölbreytni.
  • Hvernig fólk er að fagna hinu alþjóðlega ári líffræðilegrar fjölbreytni.
Upp á ensku er þetta.
  • The important role biodiversity plays in our lives and what is happening to it.
  • What people are doing around the world to combat biodiversity loss
  • How people are celebrating the International Year of Biodiversity

Vonandi gera íslendingar eitthvað rótækt í málinu. Þótt það séu ekki margar mismunandi tegundir á íslandi er mikil fjölbreytileiki í afbrigðum og hér finnast einstök vistkerfi.

Verndun vistkerfa er oft rökstudd af fagurfræðilegum eða líffræðilegum rökum, en það sem meiru skiptir er að framtíð mannkyns hangir á því að við eyðum ekki náttúrunni. Auður jarðar liggur að miklu leyti í lífverunum sem búa hana, ekki malbikinu sem við leggjum.

 


mbl.is Líffræðileg fjölbreytni er lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband