Leita í fréttum mbl.is

Hvað er í hakki?

Spurningin "hvað er í nautahakki" skiptir neytandann miklu máli.

Því var fleygt að nautahakk sé "betrumbætt" með kjöti úr öðrum dýrum (svínum og hestum). Það er í sjálfu sér ekkert slæmt, nema hvað það má ekki ljúga að neytendum (selja þeim naut sem er í raun hestur).

Skýrsla matís sýnir að leifar af kinda, svína og hrosshakki finnst í nokkrum af þeim 8 sýnum sem rannsökuð voru. Í rannsókninni var beitt sameindalíffræðilegum aðferðum, mögnun á DNA með PCR. Niðurstöðurnar eru sýndar í töfluformi (+) ef DNA úr hinum tegundunum greindist, (-) ef ekkert fannst. Ekki eru settar fram upplýsingar um hlutfallslegt magn kjöttegunda, en þess getið að aðferðirnar geti greint kjöti í snefilmagni. Síðan er ályktað að hinar kjöttegundirnar hljóti að vera í snefilmagni. Það þarf líklega að rýna í frumgögnin til að meta þessa ályktun almennilega.

Sá skýrslu:

Kjöttegundir Gerðar voru mælingar sem gera kleift að finna hvaða kjöttegundir eru til staðar. Leitað var að eftirtöldum kjöttegundum: kindakjöt, svínakjöt, hrossakjöt og nautgripakjöt. Með því að greina einnig nautgripakjöt var mögulegt að bera saman svörun fyrir nautgripakjötið og hinar kjöttegundirnar og fá þannig hlutfallslegt mat á magn íblandaðs kjöts.

Tafla 7. Niðurstöður greininga á kjöttegundum í nautahakki. Snefill er táknaður með + en – táknar að ekkert hafi greinst.
Sýni Heiti vöru Kindakjöt Svínakjöt Hrossakjöt
1 Ungnautahakk 10-12% fita - + -
2 Ungnautahakk með refjum + + -
3 Nautaveisluhakk + + +
4 Ungnautahakk + + +
5 Nautahakk + + -
6 Nautahakk + + +
7 Hakk + + +
8 Ungnautahakk + + +

Greiningar voru gerðar á sýnum 1 til 8. Niðurstaðan var sú að aðrar kjöttegundir en nautgripakjöt fundust aðeins í snefilmagni. Því er hægt að draga þá ályktun að öðrum kjöttegundum hafi ekki verið blandað í umrædd sýni. Snefilmagn annarra kjöttegunda má skýra með snertingu nautahakksins við yfirborð sem aðrar kjöttegundir hafa verið á. Mæliaðferðin er mjög næm og getur greint magn annarrar kjöttegundar sem er aðeins 0,001% af nautahakkinu. Niðurstöður fyrir einstök sýni eru í töflu 7.

Tilvitnun í skýrslu var bætt við 12 mars 2010 kl 14:41 - feitletrun mín.

Annar ljóður á þessari skýrslu er að engin tölfræðipróf voru gerð á gögnunum. Samt álykta þeir að það sé of mikið af fitu í 2 sýnum. Slík staðhæfing þarf stuðnings tölfræðiprófs.

Mér fannst reyndar einnig fróðlegt að sjá að í 100 g af hakki eru milli 0,6 og 1 g af ösku (í fjórumgerðum hakks- sjá töflu 5 í skýrslu).

Yfirlýsing um mögulega hagsmunaárekstra:

Tveir frændur mínir selja nautakjöt beint til neytanda og geta vottað að það er ekki "betrumbætt". Ég hef keypt af þeim kjöt, á kostnaðarverði, en ekki þegið gjafir eða þóknanir frá þeim.


mbl.is Vatnsbætt nautahakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá Arnari.

"Skýrsla matís sýnir að leifar af kinda, svína og hrosshakki finnst í nokkrum af þeim 8 sýnum sem rannsökuð voru."

Frá skírslu Matís:

"Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að öðrum kjöttegundum var

ekki blandað saman við nautahakkið og sojaprótein greindist ekki."

Frá MBL.is:

"Þrátt fyrir fullyrðingar um annað þá var hvorki sojaprótein né aðrar kjöttegundir að finna í þeim pakkningum sem kannaðar voru."

Það er spurning að lesa hlutina betur áður en þú fullyrðir í blogginu :)

Það sem þú hinsvegar ert að lesa og smá að sýna í röngu ljós hér er það að það fundust mjög mjög litlar leifar af öðru dýrakjöti í kjötinu, eða sem nemur um 0.001% af heildarmagni kjötsins. Þ.e einn hundraðþúsundasti af kjötinu og dregur skýrslan skýrt fram þá niðurstöðu að þessu kjöti hafi ekki verið bætt viljandi í heldur að kjötið hefur mögulega komist í snertingu við yfirborð sem aðrar kjöttegundir hafa verið á áður. Magn aukakjötsins gefur einnig til kynna að mínu persónulega áliti að það yfirborð hlyti að hafa verið þrifið áður því annars væri meira magn heldur en 1/100.000 aukakjöt. Fyrir þá sem gera sér ekki grein fyrir þessari smæð aukakjöts þá þarf að borða 100 tonn af nautakjöti frá þessum aðilum til að hafa borðað sem nemur einu kílói af hrossa/svína eða kindakjöti.

Sem erfðarfræðingur sérð þú að nauðsyn þess að matreiða upplýsingar í fólk á bloggi eða öðrum síðum þar sem fólk með mis mikla mentun og áhuga koma þá gæti einhver lesið greinina þína hér og hugsað sem svo að "þessi fífl eru að bæta einhverju drasli í kjötið mitt!" :P

Kristinn E Kristmunds (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 12:37

2 identicon

Langaði bara að bæta við smá viðbætu á það sem ég sagði áðan. Það er annar bloggari að blogga við sömu grein og hann segir

"nautahakk svokallað er ekkert nema blanda af kálfakjöti eða kýrkjöti og lambahakki í bland. Allt þetta drasl er blandað allskonar drullusukki sem á ekkert skylt við ákveðna vörutegund."

Þetta er það sem ég meinti :)

Kristinn E Kristmundsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Kristinn

Ég veit að þetta er viðkvæmt mál og vill að vel sé með farið.

Athugasemdir mínar snúast um skýrsluna, í hana vantar frumgögn, og engar tölur um magn eru til staðar.

Í greininn stóð:

Niðurstaðan var sú að aðrar kjöttegundir en nautgripakjöt fundust aðeins í snefilmagni.

Vera má að starfsfólki matís finnist það vera "of flókið" að útskýra magngreininguna, en það er misráðið. Það eru meiri líkur á vanþekkingu og misskilningi þegar hlutnir eru einfaldaðir um of.

Ég held reyndar að matvara á Íslandi sé með því besta sem finna má, en það væri frábært að hafa vísindaleg gögn á bak við þá tilfinningu/ályktun.

Ég veit einnig að matvæli á borðum okkar eru að töluverðu leyti iðnaðarafurðir, þess vegna kaupi ég kvígukjöt frá frænda mínum og tíni kartöflur með krökkunum mínum...við borðum líka skófir síðla vetrar og sjúgum úr sniglum í fjöruborðinu þegar kostur gerist þröngur :)

Arnar Pálsson, 12.3.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband